Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 33

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 33
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 33 Nýsmíði |>Q FRYSTIKERFI Vagnhöfði 12 • 112 Reykjavík 5 • Sími: 577 1444 • Fax 577 1445 Suðurgata 9 • ísafjörður • Sími: 456 5422 • Fax: 456 4701 ehf Eigendur Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík: Samið um smíöi á nýju línuskipi í Póllandi FRETTIR Auglýsingar 515 5558 — verður afhent í júlí eða ágúst á næsta árí Smíði á nýju línuskipi fyrir Bolvíkinga hefst senn í Póllandi og er reiknað með því að skipið verði tilbúið til afhendingar í júlí eða ágúst á næsta ári. Það eru eigendur Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolung- arvík sem standa að nýsmíðinni en skipið verður smíðað hjá skipa- smíðastöð Vélasölunnar Nauta. Nýja línuskipið verður 28,90 metra langt og 7,50 metra breitt og mun það mælast nálægt 150 brúttó- rúmlestum. Skipið verður útbúið með 30 þúsund króka línubeitning- arvél frá norska fyrirtækinu BFG as. en fyrstu vélar þessarar gerðar hafa reynst vel í minni fiskiskipum í Noregi. Aðeins verður gert ráð fyrir því að stundaðar verði línu- veiðar en þó verða settar undirstöð- ur fyrir togspil og toggálga í skipið þannig að hægt verði að skipta yfir á togveiðar með skömmum fyrir- vara. Lestarrými er fyrir 130 til 140 fiskikör af stærðinni 440 lítra. Nýja skipið er hannað af Skipasýn ehf. í Reykjavík. Að sögn Flosa Jakobssonar hjá Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bol- ungarvík er ekki tímabært að greina frá áætluðum kostnaði við smíði skipsins en hann sagðist ánægður með verðið. Nýja skipið kemur í stað línuskipsins Guðnýjar IS sem selt hefur verið til Horna- fjarðar. Það mun þó ekki fá Guð- nýjarnafnið heldur verður skipinu valið annað nafn sem greint verður frá síðar. Noregur: 600 tonn af eldislúðu Áætlað er að framleiðsla á eld- islúðu í Noregi muni nema 600 tonnum á þessu ári samanborið við 250 tonn á árinu 1998. Verðið fyrir eldislúðuna er jafnvirði 650 ísl. króna á kílóið. Um 650.000 lúðuseiði verða framleidd í Noregi á þessu ári á móti 370.000 seiðum í fyrra. Sam- kvæmt upplýsingum sérfræðings norsku hafrannsóknastofnunarinnar er lúðueldið að komast á það stig að hægt verði að hefja framleiðslu í at- vinnuskyni og spáir hann því að innan þriggja til fjögurra ára verði framleiðslan orðin um 10.000 tonn. Skrúfupressur Stimpilpressur Loftkútar RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SIMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is SJÓMANNAALMANAK SKERPLU 2000 JOLAGJÖF SJÓMANNSINS Bók allra áhugamanna um skip, báta og sjávarútveg 896 bls. af fróðleik • 900 litmyndir af skipum GOTT VERÐ 3.430 SUÐURLANDSBRAUT I0 • I08 REYKJAVÍK • SÍHI 568-I225 • BREFSÍMI568-I224 skerpla Heimahöfnin á internetinu www.skerpla.is • Vélaviðgeröir SMAAR & • Plötusmíði • Öll almenn smíði úr járni og áli • Slipptökur og málning • Gefum föst verðtilboð STÉUUt r i\ I £ ÞORGEIR & ELLERT HF. Bakkatúni 26 • 300 Akranesi • Sími 430 2000 • Fax 430 2001 Netfang: skaginn@skaginn.is • Veffang: www.skaginn.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.