Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 7

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 7
Inngangur. Sumarið 1933 voru nokkrar karakúlkindur fluttar til íslands frá Þýzkalandi. Þær voru hafðar nokkrar vikur i einangrun í Þerney, fyrst eftir að þær komu til landsins, en haustið 1933 voru þær teknar úr ein- angruninni og fluttar víðsvegar um landið. Einn hrútur af þessu fé var fluttur að Deildartungu i Reykholtsdal og var notaður þar um veturinn. Vorið 1934 var hrútur þessi rekinn til fjalls með öðru fé og sást aldrei eftir það. Þeir, sem ráku hrútinn til fjalls, skýrðu síðar svo frá, að borið hefði á lungnaveiki og mæði i hrútnum um vorið, er hann var rekinn, og var þvi enginn sérstakur gaumur gefinn. Haustið 1934, og þó sérstaklega árið 1935, fór að hera á skæðri lungnaveiki í fénu i Deildartungu og drapst það i stórum stil úr veiki þessari. Myndaðist fljótlega sú skoðun hjá þeim, sem hirtu féð, að slík pest liefði ekki þekkzt hér í sauðfé í manna minnum. Fræðimenn, bæði dýralæknar og aðrir sérfræðingar þekktu ekki sjúkdóminn og risu nokkrar deilur um, hvort hér væri að ræða um áður óþekktan sjúkdóm hér á landi, sem fluttst hefði til landsins með Karakúlfénu, eða ekki. Eftir nokkrar rannsóknir á eðli sjúkdómsins var því slegið föstu af Próf. N. Dungal, að hér væri um að ræða áður óþekktan sjúkdóm hér á landi. A þá skoðun féllust allir sérfróðir menn við Rannsóknarstofu háskólans, sumir dýralæknarnir og því nær allir bændur, sem kynntust veiki þessari. Sjúkdómur þessi var kallaður mæðiveiki og er nú talinn vera sami sjúkdómur og sá, sem nefndur er Jaagziekte i Suður-Áfriku. Mæðiveikin reyndist mjög smitandi og breiddist hún nokkuð út um uppsveitir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu árið 1935 og' jafnvel norður í Vestur-Húnavatnssýslu. Árið 1936 og 1937 breiddist hún enn örar út og komst á flesta bæi i uppsveitum Borgarfjarðarhéraðs og í Húnavatns- sýslum, vestan Blöndu, á marga bæi i Dalaýslu og Árnessýslu vestan- verðri. Enn fremur varð vart nokkurra tilfella i Kjósarsýslu, Stranda- sýslu, austan Blöndu í Húnavatnssýslu og austan Hvítár i Árnessýslu. Árið 1937 var háfizt handa með öflugar ráðstafanir, til þess að draga úr útbreiðslu veikinnar. Tókst allviða að hefta útbreiðslu hennar við ákveðnar varðlínur og viðast hvar var unnt að draga nokkuð úr út- breiðsluhraðanum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.