Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 5

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 5
Inngangur, Um og eftir 1930, þegar fyrir lágu niðurstöður af tilraunum þeim, sem Þórir Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, gerði á vegum Búnaðar- félags íslands á árunum 1921 til 1929 með síldarmjölsgjöf handa sauðfé með beit (Þórir Guðmundsson, 1928 og 1930), fóru bændur að gefa sauðfé síldarmjöl til mikilla hagsbóta. Þórir Guðmundsson ráðlagði að gefa kindinni 50 til 60 g af síldarmjöli á dag með beit, en taldi þó, ef heyknappt væri, að óhætt væri að gefa hverri á 120 g á dag og ef til vill meira. Lengi vel munu flestir bændur hafa fylgt þeirri reglu að gefa kindinni um 50 g af síldarmjöli á dag með beit eða léttu heyfóðri, og gera það margir enn, enda hafa ráðunautar í sauðfjárrækt yfirleitt ráðlagt það. Á árunum 1940 til 1950 fóru margir bændur að gefa mun meira magn af síldarmjöli, jafnvel 100 til 200 g hverri kind á dag eða meira. Þetta orsakaði deilur milli bænda uin, hve stóra skammta af síldarmjöli væri hagkvæmt að gefa sauðfé. Bændur í Norður-Þingeyjarsýslu fengu áhuga á því, að gerðar yrðu tilraunir með, hve mikið síldarmjöl hag- kvæmast væri að gefa ám með beit þar í héraði. Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga ákvað að beita sér fyrir málinu og leggja til þess nokkurt fé. Stjórn búnaðarsambandsins fól höfundi þessarar skvrslu að leitast við með tilraunum að finna, hversu mikið magn af síldarmjöli væri hagkvæmast að gefa ám með beit, annars vegar þar, sem fjörubeit er mikið notuð, og hins vegar þar, sem landbeit er notuð og fé nær ekkert í fjöru. Var þá leitað til Tilraunaráðs búfjárræktar um fræðilega og fjárhagslega aðstoð við þetta starf. Tilraunaráð tók þessari málaleitan vel, veitti búnaðarsambandinu nokkurn fjárhagslegan styrk og skipu- lagði tilraunirnar með höfundi. Tilraunaráðið féllst á, að þessar tilraunir gætu orðið liður í þeim víðtæku síldarmjölstilraunum, sem það hefur verið að vinna að síðan 1946 (Pétur Gunnarsson, 1953). Ákveðið var að gera tilraunir með mismunandi magn af síldarmjöli handa ám með beit í Norður-Þingeyjarsýslu, annars vegar á býli, þar sem fjörubeit er mikið notuð, og hins vegar á býli, þar sem fé nær ekki til fjörubeitar. Tilrauninni, sem átti að gera með síldarmjölsgjöf ásamt fjörubeit, var valinn staður að Miðtúni í Presthólahreppi, en þar er fjörubeit mikið notuð og landbeit, þegar jarðlag og veðrátta leyfa, en

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.