Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 14

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 14
12 mjölinu hefur því komið að meiri notum en búast mátti við miðað við orkugildi, því að talið er, að ærin þurfi 3 til 4 F.E. til að þyngjast um 1 kg, þegar fósturmyndunin er ekki ör. 1 marz, þegar töðugjöfin er 0.161 F.E. að meðaltali handa á hvern dag, virðist viðbótarsíldarmjöls- gjöfin, sem ærnar í A-flokki fengu, ekki koma að notum, enda er þá enn ekki um öra fósturmyndun að ræða. Þegar kemur fram i apríl og maí, vex fóðurþörf ærinnar vegna þess, hversu fóstrið vex þá ört. Af ánum í A-flokki gengu 62.26% með tvö fóstur, en 53.57% af ánum í B-flokki. Má því áætla, að fóstrið með vökvum og hildum hafi þyngzt frá 1. april til 11. maí unr 5.5 kg í A-flokki og 5.0 kg í B-flokki að meðaltali á hverja á. Fóðurþörf ærinnar til viðhalds og fósturmyndunar má áætla 0.77 F.E. að meðaltali á dag frá 1. apríl til 11. maí, svipaða í báðum flokk- um, en þó aðeins meiri í A-flokki. 1 heyi (töðu) fengu ærnar á þessu tímabili 0.407 F.E. á dag að meðaltali eða um 55% af fóðurþörfinni. Ærnar í A-flokki virðast hafa haft full not af viðbótarsíldarmjölsgjöf- inni eftir 1. apríl, því að þá þyngjast þær 1.29 kg meira en ærnar í B-flokki fyrir 2050 g af síldarmjöli eða 2.7 F.E. b. Afurðir ánna. Tafla 8 sýnir meðalþunga lambanna á fæti, þar sem þau eru flokkuð í einlembinga og tvílembinga, hrúta og gimbrar. Tafla 8. Meðalþungi lamba á fæti 23. sept., kg. Einlembingar Tvílembingar Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar Tala þungi Tala þungi Tala þungi Taia þungi A-flokkur ....... 10 41.30 11 38.09 26 37.46 34 34.88 B-flokkur ........ 9 43.55 18 39.33 27 35.14 29 33.13 Mismunur A-^B . - -f- 2.25 EB - 1.24 EK - 2.32 R - 1.75 R (t =1.217) (t = 1.097) (t = 2.286) (t = 2.178) R = mismunurinn raunhæfur í 95% tilfella. ER = mismunurinn ekki raunhæfur. Einlembingarnir eru þyngri í B-floklti, en sá munur er þó ekki raunhæfur, sem sjá má af „t-tölunni“ í töflu 8 og hefur því getað orsak- azt af tilviljun. Hins vegar eru tvílembingarnir þyngri í A-flokki, og er þungamunurinn raunhæfur í 95% tilfella, bæði á hrútum og gimbrum. Tafla 9. Meðalfallþungi lamba 26. sept., kg. Einlcmbingar Tvilembingar Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar Tala þungi Tala þungi Tala þungi Tala þungi A-ílokkur ...... 10 17.00 11 16.22 26 14.78 34 14.08 B-flokkur ...... 9 17.05 18 16.61 27 13.70 29 13.56 Mismunur A-f-B . - ~ 0.05 - -i- 0.39 ER - 1.08 R - 0.52 ER (t = 0.674) (t = 2.427) (t = 1.25) R = mismunurinn raunhæfur í 95% tilfella. ER = mismunurinn ekki raunhæfur,

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.