Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 27

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 27
25 b. Afurðir ánna. Tafla 20 sýnir meðalþunga lambanna á fæti, þar sem þau eru flokkuð í einlembinga og tvílembinga, hrúta og' gimbrar. Tafla 20. Meðalþungi lamba á fæti 21. sept., kg. Einlcmbingar Tvílembingar Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar Tala þungi Tala þungi Tala þungi Tala þungi A-flokkur ........ 5 45.80 4 42.25 34 38.82 24 36.08 B-flokkur ....... 10 43.60 3 41.00 22 36.95 30 34.86 Mismunur A-t-B . - 2.20 ER - 1.25 ER - 1.87 ER - 1.22 ER (t = 1.309) (t = 0.440) (t= 1.579) (t = 1.256) ER = mismunurinn ekki raunhæfur. Bæði einlembingar og tvílembingar eru nokkru þyngri í A-flokki en i B-flokki. Sá þungamunur er þó óraunhæfur. Tafla 21. Meðalfallþungi lamba 24. sept., kg. Einlembingar Tvilembingar Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar Tala þungi Tala þungi Tala þungi Tala þungi A-flokkur ....... 5 18.30 4 17.12 34 14.61 24 13.81 B-flokkur ...... 10 17.35 3 17.00 22 13.88 30 13.05 Mismunur A-^B . - 0.95 ER - 0.12 - 0.73 ER - 0.76 R (t = 0.659) (t = 1.462) (t = 2.228) R = mismunurinn raunhæfur í 95% tilfella. ER = mismunurinn ekki raunhæfur. Tafla 21 sýnir meðalfallþunga lambanna, flokkaðra á sama hátt og í töflu 20. Fallþungi noklturra gimbranna, sem látnar voru lifa, er áætlaður á sama hátt og gert var í kafla II. Tafla 21 sýnir einnig, að fallþungi einlembingsgimbranna er svo til eins í báðum flokkum. Föll einlembingshrúta eru 0.95 kg þyngri í A-flokki en í B-flokki. Sá munur er þó eltki raunhæfur. Föll tvílembingshrúta eru 0.73 kg' þyngri og tvílembingsgimbra 0.76 kg þyngri í A-flokki en í B-flokki. Fallþungamunur tvílembingshrútanna er óraunhæfur, en tvílembings- gimbranna raunhæfur í 95% tilfella. Einlemburnar í A-flokki skila 0.58 kg af kjöti meira en einlemburnar í B-flokki, en þar sem þunga- munur fallanna er langt frá því að vera raunhæfur, (sjá „t-töluna“ í töflu 21, sem þarf að vera yfir 2 til þess, að munurinn sé raunhæfur), þykir ekki rétt að álíta þennan mun orsakast af viðbótargjöfinni af sildarmjölinu. Hins vegar skila tvílemburnar meiri afurðum í A-flokki en í B-flokki. Nemur sá afurðamunur á hverja tvílembu 1.49 kg af kjöti. Sé þessi afurðaaukning metin til verðs á kr. 15.00 pr. kg, nemur hún kr. 22.35. Viðbótarfóðrið, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar i B-flokki, 10.18 F.E. eða 7.63 kg af síldarmjöli á dag, kostar kr. 20.60 á hverja á (síldarmjölið metið á kr. 2.70 pr. kg). Hagnaður nernur því ekki nema kr. 1.75 á hverja tvílembu. Þar að auki má gera ráð

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.