Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 29

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 29
Helztu niðurstöður og ályktanir. Tilraunirnar, sem sagt er frá í köflum I—V, sýna eftirfarandi niðurstöður: 1. Að síldarmjölsgjöf umfram 50 g handa á á dag hefur ekki sýnileg áhrif á fóðrun ánna, ef þeim er gefið meira af töðu en nemur 25—30% af heildarfóðurþörfinni fram til marzloka og heldur ekki eftir þann tíma, nema töðugjöfin sé minni en 50—60% af fóður- þörfinni til viðhalds og fósturmyndunar. 2. Þótt í sumum tilraununum kæmi í ljós, að ærnar, sem fengu 100 g' af síldarmjöli á dag, virtust ekki fóðrast betur en þær, sem fengu 50 g á dag, gáfu tvílemburnar, sem fengu meiri síldarmjölsgjöf, meiri afurðir en hinar. Sjá kafla III, IV og V. 3. Síldarmjölsg'jöf umfram 50 g á dag eykur ekki afurðir einlembdu ánna, en eykur hins vegar nokkuð afurðir tvílembnanna. 1 tveimur tilraunum, sjá kafla II og III, er verðmaíti afurðaauka tvílembdu ánna, sem fengu meiri síldarmjölsgjöfina, nokkuð meira en við- bótargjöfin af síldarmjölinu kostaði. í einni tilrauninni, sjá kafla V, fékkst viðbótarsíldarmjölsgjöf tvílembdu ánna aðeins rúm- lega endurgreidd með auknum afurðum. 1 tveimur tilraunum, sjá kafla I og IV, vantar nokkuð á, að tvílemburnar, sem fengu meiri síldarmjölsgjöfina, endurgreiddu hana með anknum afurðum. Eftir niðurstöðum þessara tilrauna að dæma má draga eftirfarandi ályktanir: Á jörð, sem hefur svipuð beitarskilyrði og eru í Miðtúni, þ. e. fjöru- beit og fremur góða landbeit, mun ekki hagkvæmt að gefa ánni meira en 50—70 g af síldarmjöli að meðaltali á dag, nema búast megi við, að meiri hluti ánna verði tvílembdur. Niðurstöðurnar benda þó til, að hagkvæmt geti verið að gefa hverri á allt að 100 g af síldarmjöli á dag, þegar beit notast svo vel, að ekki þarf að gefa meira hey en nemur 25—30% af fóðurþörf ánna fram til marzloka. Eftir það virðist einnig hagkvæmt að gefa ánni allt að 100 g af síldarmjöli á dag, þegar heygjöfin (taða) er minni en 50—60% af fóðurþörfinni. Á jörð, sem hefur ágæt beitarskilyrði eins og eru í Klifshaga, er varla hagkvæmt að gefa ánni meira en 50 g af síldarmjöli á dag, ef hey- gjöfin nemur meira en 30% af fóðurþörfinni til marzloka. Eftir þann tíma virðist þó ráðlegt að gefa ánum jafnvel allt að 100 g á dag, ef minna

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.