Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 16
14 fór að vaxa ört. Tvílemburnar í A-flokki gáfu meiri afurðir, 1.53 kg af kjöti, en tvílemburnar í B-flokki. Hins vegar gáfu einlemb- urnar í báðum flokkum næstum því alveg jafnmiklar afurðir. III. KAFLI Tilraun í Miðtúni veturinn 1953—1954. 1. Tilhögun og framkvæmd. Tilraun þessi er endurtekning á þeim tilraunum, sem sagt er frá í köflum I og II hér að framan. Tilraunin hófst 8. febrúar, og henni lauk 21. maí. í tilrauninni voru 120 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin hófst. Ánum í A-flokki voru gefin 100 g af síldarmjöli, en ánum í B-flokki 50 g að meðaltali hvern dag á tilraunaskeiðinu. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. Til 1. apríl fengu ærnar engan annan fóðurbæti en síldarmjölið, en þá var byrjað að gefa kúa- fóðurblöndu, fyrst 10 g að meðaltali á kind á dag, sem var smáaukið í 50 g til 10. apríl, og það magn gefið til loka tilraunaskeiðsins 21. maí. Á tilraunaskeiðinu voru ærnar vegnar þrisvar sinnum og einnig haustið eftir. öll lömb tilraunaánna voru vegin á fæti 24. september og fall vegið sér af hverju sláturlambi 27. september. Á tilraunaskeiðinu drapst ein ær úr A-flokki, og ein varð geld. I B-flokki urðu fimm ær geldar. Þessar ær eru felldar úr við uppgjör tilraunarinnar, og koma því til uppgjörs 58 ær i A-flokki og 55 í B-flokki. 2. Fóðureyðsla á tilraunaskeiðinu. Tafla 10 sýnir daglega fóðureyðslu ánna i báðum flokkum hvern mánuð og' hve mörg g meltanlegrar hreineggjahvítu voru í dagsfóðrinu, enn fremur heildarfóðureyðslu í báðum flokkum. Einnig sýnir tafla 10 fjölda innistöðudaga og hve margar klukku- stundir ærnar bitu í fjöru og á jörð hvern mánuð á tilraunaskeiðinu. Innistöðudagar urðu aðeins 6, þar af 5 í marz. Jörð var ágæt allan tímann, sem tilraunin stóð yfir, en hins vegar var lítill þari allan vet- urinn. Fóðrið, sem ánum var gefið, var ekki efnagreint, en við út- reikning á fóðurgildi þess í töflu 10 er gengið út frá því, að það hafi haft meðalfóðurgildi og innihaldi meðalmagn af meltanlegri hreineggja- hvítu sömu fóðurtegunda. Ærnar í A-flokki fengu 6.83 F.E. eða 5.12 kg af síldarmjöli meira en ærnar í B-flokki að meðaltali á tilraunaskeiðinu, sjá töflu 10. Ærnar í A-flokki fengu nokkru meira af meltanlegri hrein- eggjahvítu í fóðrinu en þær þurftu til viðhalds og fósturmyndunar á öllu tilraunaskeiðinu, en ærnar í B-flokki aðeins minna en þær þurftu í apríl.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.