Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 15

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 15
13 Tafla 9 sýnix- meðalfallþunga lambanna, flokkaðra á sama hátt og í töflu 8. Fallþungi nokkurra gimbranna, sem látnar voru lifa, er þó áætlaður eftir kjötprósentu þeirra, sem slátrað var. Taflan sýnir einnig, að munur á fallþunga einlembinganna í A- og B-flokki er næstum því enginn og hlutfallslega mun minni en munur á þunga þeirra á fæti, sem orsakast af því, að kjöt'prósenta einlembinganna er lægri í B-flokki en A-flokki. Hins vegar eru meðalföll tvílembingshrúta 1.08 kg þyngri í A-flokki, og er sá þungamunur raunhæfur i 95% tilfella. Tvílembings- gimbarnar hafa aðeins 0.52 kg þyngri meðalföll í A-flokki, og er sá þungamunur ekki raunhæfur. Einlemburnar í A-flokki hafa því ekki skilað auknum afurðum fyrir það viðbótarfóður, 7.31 F.E., sem þær fengu fram yfir ærnar í B-flokki. Aftur á móti skiluðu tvílemburnar meiri afurðum í A-flolcki en í B-flokki. Nemur sá afurðamunur á hverja tvílembu 1.53 kg í kjöti. Sé þessi afurðaaukning metin til verðs á kr. 15.00 pr. kg, nemur hún kr. 22.95. Síldarmjölið komið heim til bænda má reikna til verðs á kr. 2.70 pr. kg. Viðbótai’fóðrið, sem æmar í A- flokki fengu frarn yfir æi’nar í B-flokki, að meðaltali 7.31 F.E. eða 5.48 kg af síldarmjöli á dag, kostar því kr. 14.80 á hvei-ja á. Hagnaður nemur því kr. 8.15 á hverja tvílembu. Einnig má gera ráð fyiúr, að tví- lemban í A-flokki skili hlutfallslega jafnmiklu meiri verðmætum í mör og gæru. Hins vegar skiluðu einlemburnar engu meiri afurð- um í A-flokki en B-flokki, eins og áður er sagt. Þessar niðurstöður benda því til þess, að ekki sé ráðlegt að gefa ám mikið umfram 50 g af sildar- rnjöli á dag, nema nokkurn veginn sé víst, að meira en helmingurinn af þeim verði tvílembdar, eða þegar lítið sem ekkert hey er gefið xneð beitinni. Niðurstöður þessarar tilraunar falla í sömu átt og' niðurstöður þeirra tilrauna, sem gerðar voru í Steinsholti í Gnúpverjahreppi á vegurn Til- raunaráðs búfjárræktar á árunum 1947 til 1950 (Pétur Gunnarsson, 1953). Samandregið yfirlit. 1. Tilraunin var gerð með mismunandi magn af síldarmjöli handa beitarám. Hún hófst 3. febrúar, og henni lauk 23. maí. í tilraun- inni voru 112 ær, sem skipt.var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk. Ærnar í A-flokki fengu 100 g af síldarmjöli á dag að meðaltali hver ær, en í B-flokki 50 g. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. 2. Ærnar voru vegnar fjórum sinnum á tilraunaskeiðinu og einnig haustið eftir. Lömb þeirra voru vegin á fæti 23. sept., og fall vegið sér af hverju sláturlambi 26. sept. 3. Lagt var stærðfræðilegt mat á árangur tilraunarinnar. 4. Tilraunin sýndi, að ærnar í A-flokki þyngdust meira það tímabil, sem minnst var gefið af heyi yfir veturinn, og einnig eftir að fóstrið

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.