Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 20

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 20
18 Samandregið yfirlit. 1. Tilraunin var gerð með mismunandi magn af síldarmjöli handa beitarám. Hún hófst 3. febrúar, og henni lauk 21. mai. 1 tilrauninni voru 120 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er til- raunin hófst. Ærnar í A-flokki fengu 100 g af síldarmjöli á dag að meðaltali hver ær, en í B-flokki 50 g. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. 2. Ærnar voru vegnar þrisvar sinnum á tilraunaskeiðinu og einnig haustið eftir. Lömb þeirra voru öll vegin á fæti 24. september, og fall vegið sér af hverju sláturlambi 27. september. 3. Lagt var stærðfræðilegt mat á árangur tilraunarinnar. 4. Tilraunin sýndi, að viðbótargjöfin af síldarmjölinu, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í B-flokki, hafði ekki veruleg áhrif á þrif ánna á tilraunaskeiðinu. Tvílembdu ærnar í A-flokki gáfu meiri afurðir, 2.2 kg af kjöti, en tvílembdu ærnar í B-flokki. Fallþungamunur tvílembingsgimbranna var raunhæfur í 95% til- fella, en hrútanna aðeins minni en svo, að hann væri raunhæfur. Hins vegar gáfu einlembdu ærnar í báðum flokkum næstum því alveg jafnmiklar afurðir. IV. KAFLI Tilraun í Klifshaga veturinn 1952—1953. Tilraunirnar í Miðtúni, sem lýst er í köflum I, II og III, voru gerðar með mismunandi magn af síldarmjöli handa beitarám á jörð, þar sem fjörubeit er mikið notuð. í inngangi þessarar skýrslu er að því vikið, að slíkar tilraunir yrðu einnig gerðar á jörð án fjörubeitar. Voru þær gerðar í Klifshaga í Öxarfirði. 1. Tilhögun og framkvæmd. Tilraunin var gerð með mismunandi magn af síldarmjöli handa ám með beit. Hún hófst 24. desember, og henni lauk 16. maí. 1 tilrauninni voru 84 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin hófst. Ærnar í A-flokki fengu 100 g af síldarmjöli, en ærnar í B-flokki 50 g að meðaltali hvern dag á tilraunaskeiðinu. Að öðru leyti fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. Ærnar fengu engan annan fóðurbæti á tilraunaskeiðinu en síldarmjölið. Ærnar voru vegnar fimm sinnum á tilraunaskeiðinu og einnig haustið eftir. Lömb þeirra voru öll vegin á fæti og fall vegið sér af hverju sláturlambi. Tvær ær urðu geldar í hvorum flokki, og eru þær felldar úr við uppgjör tilraunarinnar. Koma því til uppgjörs 40 ær í hvorum flokki. Hvorki heyið né síldarmjölið var efnag'reint, en við útreikning á fóðurgildi þess í töflu 14 er það metið á sama hátt og sagt er frá í kafla II hér að framan.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.