Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 18
16
3. Árangur tilraunarinnar.
a. Áhrif fóðrunar á þunga ánna.
Tafla 11 sýnir meðalþunga ánna á fæti, er tilraunin hófst, þyngdar-
breytingar þeirra á tilraunaskeiðinu og þunga þeirra haustið eftir.
Tafla 11. Meðalþungi ánna á fæti og þyngdaraukning, kg.
Þyngdaraukning
Meðalþungi, kg frá 8. febr. Haustþungi
Tala ánna 8. febr. 1. april 10. mai til 10. mai 25. okt.
A-flokkur ........ 58 52.22 57.12 61.12 8.90 58.50
B-flokkur ......... 55 52.22 56.43 60.05 7.83 57.70
Mismunur A-i-B .. - 0.00 0.69 1.07 1.07 ER 0.80
(t = 1.816)
ER = mismunurinn ekki raunhæfur.
Ærnar í A-flokki þyngdust aðeins meira á tilraunaskeiðinu en
ærnar í B-flokki. Sá munur nemur 10. maí 1.07 kg, og er hann ekki
raunhæfur, sjá töflu 11. Getur hann hafa orsakazt af því, að fleiri ær
gengu með tvö fóstur í A-flokki en í B-flokki. Virðist því sú síldar-
mjölsgjöf, 6.83 F.E., sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í
B-flokki, hafa haft lítil sem engin áhrif á þrif ánna á tilraunaskeiðinu,
enda fengu ærnar í B-flokki því sem næst það magn af meltanlegri hrein-
eggjahvítu á dag í fóðrinu, sem þær þurftu til viðhalds og fósturmynd-
unar, sjá töflu 10.
b. Afurðir ánna.
Tafla 12 sýnir meðalþunga lambanna á fæti 24. september, þar sem
þau eru flokkuð í einlembinga og tvilembinga, hrúta og gimbrar.
Tafla 12. Meðalþungi lamba á fæti 24. sept., kg.
Einlembingar Tvilembingar
Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar
Tala þungi Tala þungi Tala þungi Tala þungi
A-flokkur ...... 14 40.00 13 36.62 30 35.50 28 33.61
B-flokkur ...... 11 38.82 20 36.75 25 33.20 18 32.22
Mismunur A-bB . - 1.18 ER - 4- 0.13 - 2.30 ER - 1.39 ER
(t = 1.009) (t = 1.899) (t = 1.209)
ER = mismunurinn ekki raunliæfur.
Lömbin undan ánum í A-flokki eru lítið þyngri en lömbin undan
ánum í B-flokki, og sá munur er ekki raunhæfur, en þó næst því á tví-
lembingshrútunum, sjá töflu 12.
Tafla 13 sýnir meðalfallþunga lambanna, flokkaðra á sama hátt
og í töflu 12.