Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 22

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 22
20 2. Fóðureyðsla á tilraunaskeiðinu. Tafla 14 sýnir daglega fóðureyðslu ánna í báðura flokkum hvern mánuð, hve mörg g meltanlegrar hreineggjahvítu voru í dagsfóðrinu og enn fremur heildarfóðureyðsluna í báðum flokkum. Enn fremur sýnir tafla 14, að innistöðudagar eru alls 21, þar af 11 í apríl, og að lítið er gefið af heyi í janúar, febrúar og marz eða um 30—33% af viðhaldsfóðri ánna. í fóðrinu fá ærnar í A-flokki nokkru meiri eggjahvítu en þær þurfa til viðhalds og fósturmyndunar, en aftur á móti fá ærnar í B-flokki nokkru minna en þær þurfa, þegar líður á meðgöngutímann. Þær hafa því þurft að fá í beitinni allt að 25% af þeirri eggjahvítu, sein þær þurftu til að halda þrifum í apríl og maí. Vorið var kalt, og gróður kom seint. Eftir að tilrauninni lauk 16. mai, var ánum gefið um 6 F.E. í heyi að meðaltali hverri og einnig uin 1.5 F.E. í fóðurbæti. 3. Árangur tilraunarinnar. a. Áhrif fóðrunar á þunga ánna. Tafla 15 sýnir meðalþunga ánna á fæti, er tilraunin hófst, þyngdar- breytingar þeirra á tilraunaskeiðinu og þunga þeirra haustið eftir. Tafla 15. Meðalþungi ánna á fæti og þyngdaraukning, kg. Þyngdar- aukning Haust- Tala Meðalþungi, kg frá 24. des. þungi ánna 24. des. 28. jan. 2. marz 2. apríl 5. mai til 5. maí 17. okt. A-flokkur ....... 40 52.95 58.65 61.70 64.60 66.90 13.95 58.94 B-flokkur ....... 40 52.82 57.27 59.92 63.02 65.95 13.13 57.89 Mismunur Ad-B . - 0.13 1.38 1.78 1.58 0.95 0.82 ER 1.05 (t = 1.20) ER = mismunurinn ekki raunhæfur. I janúar og febrúar þyngjast ærnar í A-flokki nokkru meira en ærnar í B-flokki, enda er minnst gefið af heyi þá mánuði, sjá töflu 14. Eftir að heygjöfin er aukin i apríl, þyngjast ærnar meira í B-flokki en í A-flokki. Þann 5. maí eru ærnar í A-flokki aðeins 0.82 kg þyngri en ærnar í B-flokki, og er sá munur óraunhæfur, sjá töflu 15. Þessar niðurstöður eru hliðstæðar niðurstöðunum í tilrauninni, sem sagt er frá í kafla II hér að framan, og benda til þess, að sé lítið gefið af heyi, geti verið ávinningur að gefa ám eitthvað meira en 50 g af síldarmjöli á dag með beitinni. b. Afurðir ánna. Tafla 16 sýnir meðalþunga lambanna á fæti, þar sem þau eru flokkuð í einlembinga og tvílembinga, hrúta og gimbrar.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.