Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 6
4
fat og kalí sem kalíumklóríð. í alla þá potta, sem ritgerð þessi fjallar um,
var borið sama magn af köfnunarefni og kalí, eða sem svarar til 150 kg
af köfnunarefni (N) og lOOkg K2O á ha. Magn fosfóráburðar var breytilegt
og samsvaraði 60, 90 og 120 kg P2O5 á ha. Áburðarkalki (kalsíumkarbónati)
var blandað jafnt saman við jarðveg sumra pottanna eins og tafla 3 til-
greinir.
Tafla 1. Nokkrir eiginleikar þess jarðvegs, sem notaður var við pottatilraunirnar.
Some characteristics of the soils used in the pot trials.
ct Q S co « ti £
s-? í £ O _ 3 t tj ‘0 % c ö > H \ ÍO 0 -Ji ™
Jarðvegstegund kind of soil *—1 \o ON 2 S 8 ^ » g « ^ 3 0 -> -3, rv ^ O •= t s * C 3 t-
X a. J b 's O jl.SpS'S O W M ö M
Móaj arðvegur silt loam frá Núpum, Ölfusi 5.6 29.7 2.48 0.49
Mýrajarðvegur peat soil úr Ölfusi 5.1 41.1 1.64 0.32
Mýrajarðvegur peat soil frá Hvanneyri 5.1 59.5 1.46 0.28
Mýrajarðvegur frá Ytra-Hólmi 5.0 50.3 1.68 0.32
■peat soil
Vallarfoxgrasið var ætíð einslegið og það seint, að farið var að gæta köfn-
unarefnishörguls og blaðbroddarnir teknir að gulna og visna. Við skurð
grassins var þroski þess þó ekki lengra kominn en að það var nýlega skriðið
og ekki farið að blómstra. Eftir að slegið var, spratt grasið ekkert að kalla,
væntanlega fyrst og fremst vegna köfnunarefnisskorts.
Áburðar- og sláttudagar voru sem hér segir:
Borið á Slegið
dates of fertilher dates of cutting
application
Sumarið 1956 14. maí 14. júlí
- 1957 22. maí 9. júlí
1958 12. maí 7. júlí
1959 3. júní 30. júlí
- 1960 7. maí 4. júlí
Fyrstu tveggja tilraunaáranna verður ekki getið, en árið 1956 hófust til-
raunir með geislavirkan fosfóráburð í því skyni að afla vitneskju um það,
hve mikill hluti þess fosfórs er grösin í pottunum tækju upp stafaði frá
áburði sama árs (samsumarsáburði) og hve mikill hluti kæmi frá jarðveginum.
Voru einkum tvær spurningar hafðar í huga:
1) Hvaða áhrif hefir fosfóráburðarmagnið á uppskeru og á nýtingu fos-
fórsins?