Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 39
37
Þessar tölur sýna tiltölulega mikið nítratmagn, enda er vitað að raps hættir
til að safna í sig nítrati.
Nítrat (NO3) breytist í nítrit (NO2) í maga jórturdýranna, og getur nítrítið
verkað sem eitur með því að breyta hemóglóbíni blóðsins í svokallað meta-
hemóglóbín. Af nítríti kann og að myndast hydroxylamín (NH2OH), sem
getur einnig orkað sem eitur (öndunareitur); hydroxylamín breytist síðan í
ammoníak (NH3). Breytingarhraði nítratsins er m. a. háður kolvetnamagni
fóðursins, og séu næg kolvetni fyrir hendi og skepnan vel fóðruð, er að öðru
jöfnu minni hætta á nítrateitrun en þegar um vanfóðrun er að ræða. M. a.
af þessari ástæðu eru ekki til ákveðin mörk um það nítratmagn, sem búfén-
aður getur tekið í fóðri án þess að bíða tjón af.
Prófessor E. W. Dinusson frá ríkisháskólanum í Norður-Dakota hefir
tjáð mér, að síðustu rannsóknir í Bandaríkjunum leiði að því grun, að til-
tölulega lágt nítratmagn í fóðri geti haft skaðleg áhrif með öðrum hætti en
að ofan greinir. Niðurstöður þessara rannsókna hafa ekki verið birtar.
INNLENDAR RANNSÓKNIR A NITRATMAGNI FÓÐURJURTA
Vitað er að neðangreind atriði geta haft áhrif á nítratmagn jurta:
f) Tegund fóðurjurtar.
2) Nítratmagn í jarðvegi.
3) Veðurfar, fyrst og fremst hita- og ljósskilyrði.
Af algengum fóðurjurtum virðast hafrar og piöntur af krossblómaætt hafa
mesta hæfni til nítratsöfnunar; safnast þá nítratið frekar í blaðstilka, en síður
í blöð. Hafrar og fóðurkál — sem er af krossblómaætt — eru helztu grænfóður-
jurtir hérlendis, og er því ástæða til að rannsaka nítratmagn þessara jurta
við mismunandi vaxtar- og veðurskilyrði.
Hér á landi er notað meira köfnunarefnismagn á graslendi, og raunar við
hvers konar ræktun, en í nokkru öðru landi, og má þess vegna vænta tiltölu-
lega mikils nítratmagns í íslenzkum fóðurjurtum. Gefur þetta atriði einnig
tilefni til rannsókna á nítratmagni fóðurjurta.
Aðferð þeirri, er notuð var til ákvörðunar á nitrati, er lýst af Johnson
og Ulrich (1959). Út af henni var aðeins brugðið í einu atriði: Nítrötum
var eytt úr sterkri brennisteinssýru með því að láta dropa af kvikasilfri vera í
sýrunni í minnst sólarhring. Aðferðin reyndist örugg og nákvæm.
Gras- og fóðurjurtasýnishorn þau, er grein þessi fjallar um, voru sumpart
valin úr þeim sýnishornahóp, sem árlega berst frá tilraunastöðvum jarðrækt-
arinnar, en sumpart stafa þau frá tilraunum, sem voru sérstaklega gerðar
vegna umræddra rannsókna.
Öll þau jurtasýnishorn, er um ræðir hér að aftan, voru þurrkuð við 60—
70° C hitastig strax eftir að plönturnar voru skornar.
Nítrat í úthagajurtum.
f úthagajörð er jafnan mikill hörgull á nítrati, og því ekki að vænta mikils
nítratmagns í jurtum, er vaxa í slíku landi. Er þessi tilgáta staðfest af töflu 1,