Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 17
15 borið á tilraunaliðina, mætti sennilega fara nokkuð nærri um fosfórframlag jarðvegsins — eða a. m. k. um hámarksframlag hans — með því að gera ráð fyrir, að það væri á öllum tilraunaliðum áþekkt uppteknu fosfórmagni gras- anna á þeim reitum, er engan fosfóráburð fá. En þessu er ekki til að dreifa í þeim tilraunum er hér um ræðir, með því að fosfórforði tilraunareitanna er breytilegur vegna mismunandi magns fosfóráburðar undangengin ár. Áhrif köfnunarefnisáburðar á fosfórupptöku grasa Tafla 4 og línurit 1 sýna, hve mjög heildarupptaka grasa af fosfór er háð köfnunarefnismagninu, sem borið er á. Tafla 10 (bls. 25) sýnir að fos- fórmagn grassins í hundraðshlutum af þurrefni þess er áþekkt fyrir til- raunaliðina fjóra, og því er heildarfosfórmagnið, sem grösin taka upp, ná- lega í beinu hlutfalli við uppskerumagnið. í öðrum slætti á Akureyri gætir hvítsmára mikið í tilraunaliðum a og b (0 og 40 kg N/ha), og því er fosfór- magn í gróðri þessara lilraunaliða liltölulega hátt, með því að hvítsmári er ríkari að fosfór (og einnig af kalsíum og eggjahvítu) en grösin sem með honum vaxa. Að öðru leyti sýnir hið tiltölulega mikla fosfórmagn grassins, sem tafla 10 tilgreinir, að 26.2 kg P, eða 60 kg P2O5 á ha, er yfirdrifið áburð- armagn á móti 120 kg af köfnunarefni á ha í þeim tveim tilraunum er hér um ræðir. „Fosfórjafnvægi" umræddra tilraunareita, eins og þetta tugtak er skil- greint hér að framan, eykst með auknu magni köfnunarefnisáburðar í sama hlutfalli og magn upptekins fosfórs, eða frá 40% í um 80% (heildarfosfór- upptakan er þetta margir hundraðshlutar miðað við fosfóráburðarmagn eins árs). Fosfórupptakan er því nálega tvisvar sinnum meiri á reitum með 120 kg N/ha en á þeim, sem engan köfnunarefnisáburð fá, enda þótt magn fos- fóráburðar sé hið sama. Af þessu leiðir m. a., að á hverju hausti verður þeim mun meira eftir í jarðveginum af fosfóráburði vorsins sem köfnunar- efnisskammturinn var rninni. Því á að safnast fyrir mestur fosfórforði á a-reit (0 kg N/ha), en minnstur á d-reit (120 kg N/ha). Þær tvær tilraunir er tafla 4 greinir frá hafa staðið í 7 ár, og ætti því fosfórforði a-reita að vera orðinn allmiklu meiri en á d-reitum (sjá töflu 13). Eigi að síður er heildarfosfór- upptakan síðasta árið 56% hærri á Akureyri og 132% hærri á Skriðuklaustri á 120 N-reitum en á 0-reitum. Áhrif fosfóráburðar á fosfórupptöku grasa. a) Heildarupptaka fosfórs í kg P á ha. Töflur 5, 6 og 7 greina frá áhrifum fosfóráburðar á fosfórupptöku grasa. í hverri einstakri tilraun er magn köfnunarefnis og kalís óbreytt á öllum tilraunareitum. Vegna hinna miklu áhrifa köfnunarefnis á fosfórupptöku grasa er nauðsynlegt að halda köfnunarefnisájburðinum óíbreyttum, þegar rannsaka á áhrif fosfóráburðar á fosfórupptökuna. Allar meðallagstölur fyrir upptekinn fosfór í töflum 5, 6 og 7 eru færðar á línurit 2. Af línuritinu má glöggt sjá, að fosfórupptaka stighækkar ámóta ört fyrir þær sex tilrauna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.