Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Side 41
39
hafi að öðru jöfnu meiri áhrif á nítratmagn í grasi en ammoníumáburður.
Tafla 2 greinir frá nokkrum samanburðarefnagreiningum á grassýnishornum
frá tilraunastöðvum jarðræktarinnar. Nítratmagn flestra sýnishornanna er að
vísu lítið, en grasið, er óx af kalksaltpétri, er þó allmiklu nítratríkara en það,
sem óx af ammoníumsúlfati, að frátöldum sýnishornum frá Akureyri 1959.
Áhrif vaxandi magns af Kjarna (ammoníum nítrati)
á nítratmagn í grasi.
Nítrat hefir verið ákvarðað í allmörgum grassýnishornum af tilraunareit-
um á tilraunastöðvunum á Akureyri, Reykhólum og Skriðuklaustri, og einnig
af reitum á Laugardælum og Varmá. í töflu 3 eru færðar niðurstöður frá til-
raunastöðvum jarðræktarinnar. í tilraunum, þar sem áburðarmagnið er 120
kg N á ha eða minna, verður nítratmagnið í fyrsta slætti ekki meira en um
0,06% NOs—N, og má ætla að það sé ósaknæmt. Þar sem 150 kg N eru borin
á ha að vori, verður nítratmagnið nokkuð meira, eða um 0,1% NO3—N þeg-
ar slegið er. Það hefir þó væntanlega verið nokkuð hærra fyrr á sumrinu, sbr.
töflur 4, 5 og 6. Samkvæmt þessum töflum minnkar nítratmagn grasanna eftir
því sem líður á sumarið og hlutfallslega mest, ef áburðarmagnið er ekki óhóf-
lega mikið.
Sé ekki borið á á milli slátta, er nftratmagn í sýnishornum annars sláttar
mjög lágt, enda þótt allt að 120 kg N á ha séu borin á um vorið. Áburður,
sem borinn er á á milli slátta, hefir meiri áhrif á nítratmagn grasa en sama
áburðarmagn, borið á að vori. Þetta kemur glöggt í Ijós við samanburð á 1.
og 2. sláttar sýnishornum í töflu 6, og einnig má ráða að svo sé af töflu 3. Er
eðlilegt að þessi áhrif áburðarins séu meiri seinni hluta sumars, því að
spretta er þá jafnan hægari vegna dvínandi dagslengdar, en jarðvegshiti hins
vegar sízt minni.
Töflur 4 og 5 .greina frá niðurstöðum nftratákvarðana í grassýnishornum
frá Laugardælum og Varmá, og ræðir hér um mjög stóra skammta af köfn-
unarefnisáburði, eða allt að 400 kg N á ha. Þessar töflur sýna einkum tvö
atriði:
1) Að nítratmagnið lækkar eftir þvf sem líður á sumarið, svo sem fyrr var
að vikið.
2) Að nítratmagnið eykst með auknu ábtirðarmagni. Síðara atriðið kemur
gleggst í Ijós við athugun á línuritinu á 1. mynd.
Línuritið er unnið sem hér segir:
a) Úr töflu 3 eru aðeins teknar með niðurstöður úr 1. slætti. Notuð eru
meðaltöl úr þeim þrem tilraunum, er taflan tilgreinir. Svörtu punkt-
arnir minni á línuritinu eru niðurstöður 11 einstakra athugana og tákna
meðaltöl 4, 5 og 2 athugana úr þrem mismunandi tilraunum. Þessi hluti
línuritsins gefur til kynna, að áburðarmagn allt að 100 kg N á ha hafi
mjög Iftil áhrif á nítratmagn í grasi, en að áhrifanna gæti í vaxandi mæli
við áburðarmagn, er nemur meiru en 100 kg N á ha.