Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Page 5

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Page 5
UM NÝTINGU FOSFÓRÁBURÐAR , VIÐ GRASRÆKT I. KAFLI FOSFÓRUPPTAKA GRASA í POTTATILRÁUNUM Vinnuaðferðir. Sumurin 1954 og 1955 voru hafnar nokkrar áburðartilraunir í Mitscher- lich pottum við Atvinnudeild Háskólans. Pottar þessir eru 20 cm í þvermál (314 cm2) og tæpir 18 cm á dýpt (sjá mynd). Tafla 1 greinir frá nokkrum eiginleikuin jarðvegstegundanna, sem notaðar voru. Jarðvegurinn var aldrei fullþurrkaður en sigtaður gegnum sáld með um 1 cm möskvastærð. Raka- magn hans var frá 45 til 60%, þegar hann var látinn í pott- ana. Honum var þjappað í pottana, þannig að jarðvegs- rýmið yrði áþekkt því sem það er í túnum (tafla 1). Fræi af Engmo vallarfoxgrasi var sáð í alla pottana, 0,16 g í pott. Pottarnir stóðu í tveim röð- um á 75 cm háum bekkjum norðan húss Atvinnudeildar Háskólans, og snéru bekkirnir frá hánorðri til hásuðurs. Af hverjum einstökum tilrauna- lið (áburðarmeðferð) voru 3 pottar, og var þeim skipt á raðirnar, þannig að ekki kæmu 3 eins höndlaðir pottar öðrum megin bekkjarins, þ. e. í sömu röðinni. Pottarnir voru ekki hreyfðir úr stað á tilrauna- skeiðinu og stóðu úti árið um kring. Á vaxtarskeiði grassins voru þeir vökvaðir eftir þörfum með Gvendarbrunnavatni, daglega þegar þurrt var og hlýtt í veðri og spretta örust. Áburður var borinn á í upp- lausnum, köfnunarefni sem ammoníumnítrat, fosfór sem mónókalsíumfos- Mitscherlich pottur

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.