Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 41

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 41
39 hafi að öðru jöfnu meiri áhrif á nítratmagn í grasi en ammoníumáburður. Tafla 2 greinir frá nokkrum samanburðarefnagreiningum á grassýnishornum frá tilraunastöðvum jarðræktarinnar. Nítratmagn flestra sýnishornanna er að vísu lítið, en grasið, er óx af kalksaltpétri, er þó allmiklu nítratríkara en það, sem óx af ammoníumsúlfati, að frátöldum sýnishornum frá Akureyri 1959. Áhrif vaxandi magns af Kjarna (ammoníum nítrati) á nítratmagn í grasi. Nítrat hefir verið ákvarðað í allmörgum grassýnishornum af tilraunareit- um á tilraunastöðvunum á Akureyri, Reykhólum og Skriðuklaustri, og einnig af reitum á Laugardælum og Varmá. í töflu 3 eru færðar niðurstöður frá til- raunastöðvum jarðræktarinnar. í tilraunum, þar sem áburðarmagnið er 120 kg N á ha eða minna, verður nítratmagnið í fyrsta slætti ekki meira en um 0,06% NOs—N, og má ætla að það sé ósaknæmt. Þar sem 150 kg N eru borin á ha að vori, verður nítratmagnið nokkuð meira, eða um 0,1% NO3—N þeg- ar slegið er. Það hefir þó væntanlega verið nokkuð hærra fyrr á sumrinu, sbr. töflur 4, 5 og 6. Samkvæmt þessum töflum minnkar nítratmagn grasanna eftir því sem líður á sumarið og hlutfallslega mest, ef áburðarmagnið er ekki óhóf- lega mikið. Sé ekki borið á á milli slátta, er nftratmagn í sýnishornum annars sláttar mjög lágt, enda þótt allt að 120 kg N á ha séu borin á um vorið. Áburður, sem borinn er á á milli slátta, hefir meiri áhrif á nítratmagn grasa en sama áburðarmagn, borið á að vori. Þetta kemur glöggt í Ijós við samanburð á 1. og 2. sláttar sýnishornum í töflu 6, og einnig má ráða að svo sé af töflu 3. Er eðlilegt að þessi áhrif áburðarins séu meiri seinni hluta sumars, því að spretta er þá jafnan hægari vegna dvínandi dagslengdar, en jarðvegshiti hins vegar sízt minni. Töflur 4 og 5 .greina frá niðurstöðum nftratákvarðana í grassýnishornum frá Laugardælum og Varmá, og ræðir hér um mjög stóra skammta af köfn- unarefnisáburði, eða allt að 400 kg N á ha. Þessar töflur sýna einkum tvö atriði: 1) Að nítratmagnið lækkar eftir þvf sem líður á sumarið, svo sem fyrr var að vikið. 2) Að nítratmagnið eykst með auknu ábtirðarmagni. Síðara atriðið kemur gleggst í Ijós við athugun á línuritinu á 1. mynd. Línuritið er unnið sem hér segir: a) Úr töflu 3 eru aðeins teknar með niðurstöður úr 1. slætti. Notuð eru meðaltöl úr þeim þrem tilraunum, er taflan tilgreinir. Svörtu punkt- arnir minni á línuritinu eru niðurstöður 11 einstakra athugana og tákna meðaltöl 4, 5 og 2 athugana úr þrem mismunandi tilraunum. Þessi hluti línuritsins gefur til kynna, að áburðarmagn allt að 100 kg N á ha hafi mjög Iftil áhrif á nítratmagn í grasi, en að áhrifanna gæti í vaxandi mæli við áburðarmagn, er nemur meiru en 100 kg N á ha.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.