Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 17

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 17
15 Niðurstöður úr hverri geymslu eru sýndar sérstaklega á myndum 1—7 og hver mynd frá vinstri til hægri sýnir geymsluna frá botni og upp að vfirborði. Eins og mynd 1 sýnir var eingöngu fyrri sláttar gras í turnunum Ti, '17 og T3, og voru grösin í blóma við hirðingu. í turninum T4 var fyrri sláttar gras í blóma í 4 fyrstu lögunum, en há í sprettu í 5. lagi, og full- sprottin há í efsta laginu. í Tn og Te var fullblómgað gras úr fyrri slætti í * fyrstu lögunum, en fullsprottin há í efsta laginu. í T7 var fullsprottið fyrri siáttar gras í 4 neðstu lögunum, en há í sprettu í 2 efstu lögunum. í Ts voru giös í blómgun í fyrstu 5 lögunum og há í sprettu í efsta laginu, en í T9 var eingöngu látin há í sprettu. I gryfjunum var eingöngu verkuð há, nema í gryfjunum á Hvanneyri. I gryfjunum Gi og G2 var há í sprettu lálin í 5 neðstu lögin, en há, sem far- in var að visna, í efsta lagið. í G3 og G4 var eingöngu látin há í góðri sprettu. í Gs og Gs voru grös í blóma úr fyrri slætti í 2 neðstu lögunum, en há í sprettu efst. Þess ber að minnast , að það, sem hér er tiltekið um sprettustig grassins, gefur ekki nákvæma mynd af þroskastiginu, sökum þess að um allmargar grastegundir var að ræða hverju sinni, og sumar þeirra gátu verið að skríða, þegar aðrar voru fullsprottnar. Ennfremur ber að hafa í huga, að þegar sagt er, að grösin hafi verið fullblómguð og það þroskastig talið ná yfir viku- tíma eða meira, gefur að skilja, að seinni hluta þess tímabils eru grösin trén- aðri en fyrri hluta þess. í 3. línu ofanfrá á myndunum 1—7 er sýnt, hvaða daga hirt var í hverja geymslu. í næstu línu fyrir neðan er sýnt, hvaða grastegundir voru ríkjandi í grasi því, sem í geymslurnar var látið. Neðst á blaðsíðu 6 er sýnt, hvaða grastegund hver bókstafur á myndunum táknar. Hlutfallið á milli „annarra lífrænna efna“ og hráeggjahvítu er sýnt í 5. línu á myndunum 1—7. „Onnur lífræn efni“, sem eru að mestu leyti auð- leyst kolvetni, hafa mikil áhrif á gerjun votheys, sem verkað er án íblönd- unar. Því hærra sem magn þeirra er og því hærra sem hlutfallið á milli „ann- arra efna“ og hráeggjahvítu er, þeim mun meiri líkur eru á nægilegri mjólkursýrumyndun í heyinu að öðru jöfnu. Erlendis er hæfni fóðurjurta til votheysgerðar án íblöndunar oft dæmd eftir þessu hlutfalli (sjá Breirem, 1949). Hagkvæmast er grasið talið til votheysgerðar snemma á blómgunarskeið- inu. Þá er hráeggjahvítan í meðallagi há, en mikill hluti kolvetnanna auð- nýttur til mjólkursýrumyndunar. Fyrir blómgun er hráeggjahvítan yfirleitt of há og kolvetnamagnið of lágt*, til að vel fari, en eftir að grös eru full- blómguð og þaðan af eldri, verða kolvetnin tornýttari til gerjunar, einkum vegna aukins trénis (Watson, 1955). Þetta gildir þó ekki, ef notuð eru íblöndunarefni við votheysgerð.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.