Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 20

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 20
18 verkun var tap lífrænna efna ekki leiðrétt fyrir tapi á reikulunr sýrum við þurrefnisákvörðunina. í hráeggjahvítunni er ammoníak tekið með. Hráfitan í votheyinu hefur ekki verið leiðrétt fyrir innihaldi feitisýra. Við útreikninga á gildum fyrir tap lífrænna efna, nrjólkursýru, smjörsýru og pH úr þeim pokum, sem töpuðust, hefur verið stuðzt við meðaltal geymsl- unnar, hæð pokans í geymslunni og fjarlægð hans frá vegg (Fitting of Con- stants). 4. Önnur framkvæmdaratriði. I öllum geymslunum, sem rannsóknir þessar ná yfir, var grasið látið inn svo til alveg nýslegið, stundum slegið daginn og nóttina áður en látið var inn, en stundum slegið samdægurs. Hvergi var um forþurrkun að ræða, en þegar slegið var í þurrki, varð grasið þurrara við innlátningu en ella, og þurrefnisprósentan í grasinu í töflu 2 og á myndunum 1—7 gefur allgóða hugmynd um þetta atriði. Aldrei var slegið né látið inn í rigningu, en stund- um var blautt á við slátt og hirðingu. Sumarið 1956 voru turnarnir Ti, T2 og T3 allir fylltir á einum degi. Þegar sigið hafði í þeim, var bætt á þá einu sinni aftur, en úr því var ekki bætt á þá, sökum þess að miklir þurrkar komu og háarspretta varð léleg af þeim sökum. t turninum Ty voru fyrningar frá árinu áður í rúmlega 2 neðstu metrunum. Er ekki hægt að segja um með vissu, hver áhrif þessar fyrningar geta hafa haft á frárennsli úr turninum og önnur þau atriði, er máli skipta um verkun votheysins. Við allar hinar geymslurnar var innlátningu hraðað eins og mest mátti verða og yfirleitt ekki gert hlé á, fyrr en geymslurnar voru fullar, svo að bíða varð eftir því að sigi í þeim. Turnarnir af minni gerðinni voru allir fylltir á einum degi í fyrstu lotu, og eins var með gryfjurnar. Turninn Tg, senr er 16 metra hár og 5 m í þver- mál, varð hins vegar ekki fylltur á einum degi, m. a. sökum þess að saxblás- arinn var ekki eins afkastamikill og skyldi. NIÐURSTÖÐUR. 1. Hitamyndun. Neðstu línuritin á myndunum 1—7 sýna, hver meðalhiti 10 hæstu daga hefur orðið við lrvern mæli fyrir sig i öllum geymslunum. Því miður mis- tókust hitamælingar við 1 mæla í Ti, 4 mæla í Ta og 2 mæla í T3, svo að um hitamyndunina í þessum turnum er lítið hægt að segja. Þó er auðséð, að mjög lítil hitamyndun hefur verið í neðsta laginu í Ti, aðeins 15°C við vegg- inn og 22°C í nriðju turnsins. í T2 er hitinn við vegg í neðsta laginu einnig mjög lágur, aðeins 15.2°C, og í miðju lagi nr. 2 einnig lágur, 23.7°C. í T.s fer hitinn hins vegar hærra í neðsta laginu, eða í 20.6°C við vegginn og í 32.9°C í miðjunni, en hækkar sama og ekkert í næsta lagi fyrir ofan, sjá

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.