Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 22

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 22
20 ]0 hæstu daga var neðan við 30°C við 8 mæla af 60, eða 13%, frá 30°—50°C við 41 mæli, eða 69%, og 50°C eða hærri við 11 mæla, eða 18%. Línuritin yfir hitamælingarnar á myndunum 1—7 bera það með sér, að hitinn er að jafnaði lægstur neðst í geymslunum, en fer hækkandi, eftir því sem ofar dregur, enda þótt það sé ekki undantekningalaust, og að jafnaði nokkru lægri við vegg en í miðju geymslanna. í töflu 3 eru sýnd meðaltöl fyrir allar geymslurnar frá 1957 yfir meðalhita 10 hæstu daga. Á jæim sést, að í turnunum er hitinn að meðaltali lægstur í Tg, 31.2°C, en hæstur í Tí, 40.1°C. í gryfjunum er hitinn lægstur í Gs, 31.8°C, en hæstur í G;s, 52.7°C. Eins og tafla 3 ber með sér, er mikill munur á hita- myndun frá einni geymslu til annarrar, og stærðfræðisamanburður á turn- um annars vegar og gryfjum hins vegar bendir ekki til, að um raunhæfan mun á hitamyndun sé að ræða í turnum og gryfjum. Söxun á grasinu hefur ekki haft nein áhrif á hitamyndun í þessum tilraunum, sjá töflu 5. Af því, sem hér hefur verið bent á, er augljóst, að ekki hefur tekizt að draga svo úr hitamyndun með hraðri innlátningu, að viðunandi sé. í tveimur neðstu lögunum í turnunum fer hitinn þó sjaldan yfir 30°C, og bendir þetta eindregið til, að sjálffergingar hafi gætt verulega þar, en dregið úr áhrifum hennar, þegar ofar dró. Hitinn í neðstu lögunum í gryfjunum er hins vegar nokkru hærri en í sömu lögum í turnunum. Er þetta einnig vísbending um, að um veruleg sjálffergingaráhrif sé að ræða í neðri hluta turnanna. Sé borin saman hitamyndun í efri hluta turnanna og í gryfjunum, sést, að hún er mjög svipuð, enda má búast við slíkri niðurstöðu, þar eð skilyrði í efri hluta turnanna geta tæpast verið betri en í venjulegri gryfju. 2. Þurrefni. Lækkun á þurrefni við verkun (hækkun á vatnsmagni) sýnir mismun á jaurrefni í grasi og þurrefni í votheyi. í flestum gevmslunum hefur þurrefnis- prósentan Iækkað og allmikið í sumum, en staðið því nær í stað í öðrum, osr í fáeinum tilfellum hefur hún hækkað. Mest er lækkunin í geymslu Ts, 12.7%, en í Ts hækkar þurrefnið við verkun um 3.7%. Breytingin á þurr- efnisprósentunni fer mikið eftir því, hver burrefnisnrósentan er í grasinu við innlátningu og efnatapinu við verkunina. Sé þurrefnið hátt, safnast vatn það fvri>', sem myndast við bruna í vothevinu, og þurrefnið lækkar, en sé þurr- efnið lágt, rennur frá geymslunum og þurrefnisprósentan hækkar (Dijkstra, 1956). 3. Efnatap við votheysverkun. Tafla 2 sýnir þunga og efnasamsetningu grassýnishorna þeirra, sem látin voru í geymslurnar til ákvörðunar á efnatapi. Tafla 3 sýnir efnasamsetningu votheysins í heimtum pokum, og tafla 4 sýnir m. a. tölu heimtra poka, þunga þeirra og tapið við verkun á þunga alls, lífrænum efnum og hráeggjahvítu.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.