Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 26

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 26
24 íslenzkar rannsóknir benda til þess, að mjólkursýrumagnið þurfi að jafn- aði að vera hærra en erlendu rannsóknirnar gefa til kynna, ef verkunin á að takast vel. Einkurn virðist þurfa niikið magn af mjólkursýru til að ná nægilega miklum súr í votheyið, ef hitastigið er óhagstætt, þ. e. frá 30°— 50°C. Jafnvel þótt hitastigið sé hagstætt, benda íslenzku rannsóknirnar til þess, að vafasamt sé, að verkunin takist, ef mjólkursýran fer niður fyrir 1.8% að meðaltali í votheyi úr óforþurrkuðu grasi. Hin óheppilegu áhrif hita á sýringaráhrif mjólkursýrunnar virðast stafa af þvi, að við óhagstætt hita- stig sé sundurliðun eggjahvítuefna mikil, einkum ef eggjahvítuprósentan er há, og efni þau, sem úr eggjahvítunni nryndast, bindi mjólkursýruna að meira eða minna leyti og geri hana óvirka (Stefdn Aðalsteinsson, Stefán Jónsson og Pétur Gunnarsson, 1960). Á töflu 4 sést, að mjólkursýran fer yfir 1.0% að nreðaltali í 3 turnum og 2 gryfjum, og er saxað gras í öllum þessum geymslum. Hins vegar vantar nrikið á, að í nokkurri geynrslanna komist mjólkursýran að nreðaltali upp í 1.8%. Þegar borið er saman mjólkursýrumagn í söxuðu votheyi og ósöxuðu í turn- um sér og gryfjum sér, kemur í ljós, að í gryfjum hækkar mjólkursýran um 0.65% við söxunina, og er sá munur raunhæfur. Munurinn á söxuðu og ó- söxuðu grasi í turnum er 0.59% og er ekki raunhæfur sökunr of ónákvæms samanburðar, þar eð aðeins er ósaxað vothey í einum turni, sjá töflu 5. Neðst á nrynd 8 er sýnd skipting sýnishornanna eftir mjólkursýrumagni. Er sýnishornunum þar skipt í tvennt, annars vegar úr geymslum með söxuðu grasi, en liins vegar með ósöxuðu, og eru þar aðeins tekin nreð sýnishorn úr heimtunr pokum. Á nryndinni sést, að aðeins 8.7% sýnishornanna úr söx- uðu grasi hafa nreira en 1.8% mjólkursýru, sjá einnig myndir 2—7, en 35.9% hafa meira en 1.0% nrjólkursýru. Sýnir þessi skipting, að mikið skortir á, að mjólkursýrugerjunin sé nægifega örugg og mikil. Virðist mega fullyrða, að hún sé allsendis ófullnægjandi í um 64% sýnishorna úr söxuðu grasi, og er þá miðað við, að mjólkursýran þurfi undantekningarlaust að vera yfir 1%, ef verkunin á að takast vel. Virðist réttmætt að gera þetta að skilyrði hér, þar eð þurrefni í grasinu er sjaldan yfir 30%. f geymslunum með ósöxuðu grasi er ástandið þó enn verra, en þar er ekkert sýnishorn með yfir 1.8% mjólkursýru og aðeins um 11% sýnishorn- anna hafa yfir 1.0% mjólkursýru. b. Smjörsýra. Smjörsýrumyndun í votheyi er alltaf skaðleg. Séu skilyrði til mjólkursýru- myndunar góð, myndast lítil smjörsýra, en sé mjólkursýrugerjunin hægfara, nær smjörsýrugerjunin yfirhöndinni og mjólkursýran getur jafnvel eyðzt og breytzt í smjörsýru. Samfara smjörsýrugerjun er því alltaf hátt sýrustig og léleg geymsluhæfni votheysins. Mikilli smjörsýru fylgir því oftast rnikið nær- ingarefnatap.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.