Fréttablaðið - 11.11.2021, Qupperneq 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Þær eru þrjár stöllurnar sem
standa á bak við netmarkaðstorgið
Heimapopup.is, þær Olga Helena
Ólafsdóttir, Eyrún Anna Tryggva-
dóttir og Sara Björk Purkhús. „Við
Eyrún eigum barnavöruverslunina
Von verslun og Sara á Purkhús &
SisBis,“ segir Olga.
„Ævintýrið byrjaði árið 2017
þegar við vorum sjálfar nýbúnar
að stofna okkar eigin netverslanir.
Við tókum eftir að það vantaði
hentugan vettvang fyrir netversl-
anir að sýna varninginn sem þær
eru að selja. Þá datt okkur í hug að
bjóða upp á pop-up markað fyrir
netverslanir. Fyrsta markaðinn
héldum við jólin 2017. Þá vorum
við tólf verslanir sem sýndum og
seldum vörur okkar og afrakstur-
inn var mjög góður.“ Með hverjum
markaði fjölgaði netverslunum
sem tóku þátt. „Þetta óx hratt og
við fórum úr tólf netverslunum í
Síðumúla upp í 90 verslanir í Vík-
ingsheimilinu,“ segir Olga.
Yfir á netið
Eins og frægt er orðið hafði Covid-
19 faraldurinn áhrif á mannamót
og í tilfelli pop-up markaðanna
færðust þeir yfir á netið, en í nýrri
mynd. „Fólk var hvatt til þess að
halda sig heima til að lágmarka
smit og versla frekar á netinu.
Við þurftum að finna nýjar leiðir
til að halda markaði. Þá varð til
hugmyndin um vefmarkaðinn
Heimapopup.is þar sem fjöldi
netverslana kemur saman undir
einum hatti, til að auglýsa þá
afslætti og tilboð sem þær bjóða
upp á tiltekna helgi eða ákveðna
daga. Á þeim tveimur árum sem
Heimapopup.is hefur verið starf-
andi höfum við haldið fjölda
einstakra tilboðsviðburða og að
Eyrúnu, Olgu
og Söru fannst
vanta vettvang
fyrir netversl-
anir til að sýna
vörur sínar.
Pop up hug-
myndin færðist
svo á netið í
faraldrinum
og hefur aldrei
verið sterkari.
Yfir 200 versl-
anir taka nú
þátt í Single’s
Day.
FRÉTTABLAÐIÐ/
sjálfsögðu tökum við þátt í öllum
stóru tilboðsdögunum eins og
Singles’ Day, Black Friday og Cyber
Monday.“
Hundruð verslana á einum stað
Í ár eru yfir 200 verslanir skráðar
á Singles‘ Day á Heimapopup.is.
„Þetta er tíundi netmarkaðurinn
okkar og hefur úrvalið af netversl-
unum á okkar snærum aldrei verið
meira. Vöruúrvalið hefur að sama
skapi aldrei verið fjölbreyttara. Þú
finnur eitthvað fyrir alla, heimilis-
vörur, lífsstílsvörur, snyrtivörur,
hönnun, handverk, barnavörur,
útivistarvörur, fatnað, skart, raf-
tæki og margt fleira,“ segir Olga og
bætir við: „Það sem er svo skemmti-
legt við þetta fyrirkomulag er að
viðskiptavinir kynnast nýjum
fyrirtækjum og uppgötva versl-
anir sem þeir hafa ekki séð áður.
Verslanirnar eru með frábær tilboð
og flestir með einhvern afslátt af
öllum vörum. Það verður aldeilis
hægt að gera góð kaup í jólapakk-
ann eða bara fyrir sig sjálfa/n.“
Einfalt og þægilegt
Heimapopup.is er mjög þægilega
uppsett og er auðvelt að finna allt
það sem þú leitar að. Síðunni er
skipt niður í f lokka sem auðveldar
viðskiptavinum að skoða úrvalið.
Á forsíðunni er síðan listi með
öllum fyrirtækjunum. „Það er
aragrúi af spennandi verslunum
á Íslandi. Á Heimapopup.is eru
þær komnar saman undir einn
hatt, sem gerir viðskiptavinum
ótrúlega auðvelt fyrir að finna allt
sem hugurinn girnist, hvort sem er
handa sjálfum sér eða í jólagjafir
handa vinum og vandamönnum.“
Veglegur afsláttur til miðnættis
„Við opnum fyrir vefsíðuna á mið-
nætti 11. nóvember og erum með
opið fram til miðnættis 12. nóvem-
ber. Einhverjar verslanir eru með
valdar vörur á miklum afslætti
en langflestar eru með góðan
afslátt af stórum hluta vara sinna,
eða jafnvel öllum vörum í tilefni
dagsins. Enn fremur bjóða margar
verslanir upp á fría sendingu, jafn-
vel beint heim að dyrum. Þetta
heillar sérstaklega viðskiptavini á
landsbyggðinni, en kemur sér auð-
vitað vel fyrir alla.“
Olga segir að Dropp þjónustan
sé stórsniðug, en fyrirtækið er með
skilastöðvar um land allt og sækir
vörur í vöruhús nokkrum sinnum
á dag. „Það eru mjög margar net-
verslanir á Heimapopup.is að nýta
sér Dropp, enda er fyrirkomulagið
þægilegt fyrir bæði verslunareig-
endur og viðskiptavini. Ef við-
skiptavinur kaupir vöru fyrir
hádegi þá getur hann sótt hana
á næstu Dropp-stöð samdægurs.
Kaupendur fá varninginn hratt
og örugglega og seljendur losna
að sama skapi við vörur af lager
sínum.“
Ætlar að nýta sér Singles’ Day
Sjálf segist Olga vera búin að búa
til dágóðan lista yfir jólagjafir sem
hún ætlar að versla á Singles’ Day.
„Ég sé fram á að geta strikað út
mjög mikið af þessum lista með
því að versla eingöngu við net-
verslanirnar á Heimapopup.is.
Jólagjafainnkaup á netinu eru
einstaklega hentug lausn, sérstak-
lega fyrir upptekið fólk. Sjálf er ég
mjög upptekin í eigin verslun fyrir
jólin og kann vel að meta það að
geta fundið allt sem mig vantar á
netinu. Ég þarf ekki að eyða tíma
í ferðalög á milli verslana og hef
allan sólarhringinn til þess að
versla á mínum eigin hraða, án
þess að hafa áhyggjur af opnunar-
tíma verslana. Svo skemma ekki
fyrir öll þessi frábæru tilboð sem
netverslanirnar eru að bjóða upp á
í tilefni Singles‘ Day.
Sem eigandi netverslunar þá
tek ég eftir því að fólk er snemma
byrjað að versla jólagjafirnar í ár,
sem er nokkuð fyrr heldur en hefur
verið síðustu ár. Viðskiptavinir vita
að það ríkir vöruskortur í landinu
á nánast öllum vöruflokkum og
það getur verið erfitt fyrir verslanir
að flytja inn vörur með stuttum
fyrirvara ef þær klárast. Það er
því mjög líklegt að Singles‘ Day
útsöludagurinn verði einstaklega
stór í ár,“ segir Olga og hvetur fólk
til þess að nýta sér afsláttinn í dag í
netverslunum Heimapopup.is. n
Skoðaðu úrvalið af hundruð
netverslana sem bjóða upp á stór-
tækan afslátt í tilefni dagsins á
heimapopup.is.
Ég sé fram
á að geta
strikað
út mjög
mikið af
þessum
lista með
því að
versla ein
göngu við
netversl
anirnar
á Heima
popup.is.
Olga Helena
Þetta er
tíundi net
markaður
inn okkar
og hefur
úrvalið af
netversl
unum
á okkar
snærum
aldrei
verið
meira.
Olga Helena
Það er mjög líklegt
að Singles’ Day
útsöludagurinn verði
einstaklega stór í ár.
Olga Helena
2 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR