Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 24
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
TILBOÐSDAGAR
Á VÖLDUM
VÖRUM
20%
afsláttur
LAXDAL .IS
Að eiga sér draum og koma
honum í framkvæmd er
afrek út af fyrir sig. Katla
Guðmundsdóttir skartgripa-
hönnuður er ein þeirra sem
lét draum sinn rætast þegar
hún byrjaði að hanna sínar
eigin skartgripalínur.
Vinnustofa Kötlu er hjá SIGN sem
er í Hafnarfirði, við Fornabúðir, á
heillandi stað við höfnina. SIGN er
bæði skartgripaverslun og vinnu-
stofa, þar sem töfrarnir gerast í
hönnun skartgripa. Katla gekk til
liðs við SIGN fyrir liðlega ellefu
árum og byrjaði þá að hanna skart-
gripi samhliða því að selja skart.
Í dag eru Katla og Sigurður Ingi
Bjarnason gullsmiður saman með
vinnustofuna og blómstra saman í
verkum sínum.
Mikil sveitastelpa
Katla er fædd og uppalin á Sauðár-
króki hjá foreldrum sínum og
bróður. „Ég var mikið í sveit sem
barn og unglingur hjá afabróður
mínum og fjölskyldu hans á
Melstað í Óslandshlíð. Þannig að
ég er mikil sveitastelpa í mér og
elska sveitina. Þaðan kemur eitt af
mínum uppáhaldsáhugamálum,
sem er hestamennska. Ég nýt þess
að fara í útreiðartúra úti í nátt-
úrunni og þar fæ ég líka innblástur
í hönnun mína,“ segir Katla, sem
veit fátt skemmtilegra en að vera
í kringum hesta. Katla var bæði í
grunnskóla og framhaldsskóla á
Sauðárkróki.
Lítil stelpa að skapa sér ævintýraheima
Katla Guðmundsdóttir skartgripahönnuður er ein þeirra sem lét draum sinn rætast þegar hún byrjaði að hanna sínar eigin skartgripa-
línur.
Móðir náttúra nefnist þetta hálsmen.
Skartgripalína frá Kötlu sem nefnist Lóa og er ákfalega falleg.
„Ég bjó í Svíþjóð um tíma og hef
ávallt haft mikinn áhuga á allri
hönnun og list. Ég stefndi alltaf á
leirlist eða fatahönnun á mínum
yngri árum en er menntuð snyrti-
fræðingur, ótrúlegt en satt,“ segir
Katla og segir að örlögin hafi síðan
leitt hana í skartgripahönnunina.
Katla er móðir og nýtur sín í því
hlutverki líka. „Í dag á ég þrjú yndis-
leg börn, þau Árna Tuma 17 ára og
tvíburana Árveigu Ólöfu og Bjarna
Kristin sem eru 14 ára,“ segir hún
og bætir því við að þau veiti henni
innblástur í listina.
Fallegt ferli
„Ég hef ávallt haft áhuga á skart-
gripahönnun og þá sér í lagi
hvernig skartgripurinn er búinn
til og hvernig efnin verða að því
sem skapað er. Hvernig sköpun
hönnuðarins er yfirfærð í tilbúinn
hlut, allt frá hugmynd, markaðs-
setningu og til þess sem síðan ber
skartið, finnst mér fallegt ferli.“
Er einhver saga bak við hönnun
þína og ástríðuna í því sem þú ert
að gera?
„Kannski bara sagan mín, lítil
stelpa sem var skítug upp fyrir
haus úti að leika sér og skapa ævin-
týraheima. Þessi stelpa fylgir mér
svolítið í öllu sem ég geri. Stundum
er hönnunarferlið eins og ævintýri,
innblástur getur verið ævintýra-
legur.“
Tileinkuð mömmu sem greindist
með krabbamein fyrr á árinu
Katla hannaði nýverið nýja
skartgripalínu sem nú hefur litið
dagsins ljós.
„Nýjasta línan er ólík hinum.
Hluti af henni er grófur en fínlegur
á sama tíma, keðjur sem mynda
einingu og heitir Samspil. Annar
hluti, sem heitir Lóa, er pen með
mikið af steinum sem líkjast tári
en tár myndast vegna tilfinn-
inga hvort sem er vegna gleði eða
sorgar. Þennan hluta línunnar
tileinkaði ég mömmu minni, sem
greindist með brjóstakrabbamein
fyrr á árinu og er að takast á við
það verkefni. Mamma mín heitir
Ólöf og er kölluð Lóa.“
Katla segist aðallega fá inn-
blásturinn í hönnun sína frá
fólkinu sem stendur henni næst.
„Ég leitast mikið eftir því að hafa
gaman í kringum mig og hlæja sem
mest, það veitir mér líka mikinn
innblástur.“
Andstæður heilla mig mikið
Hvernig myndir þú lýsa hönnunar-
stílnum þínum?
„Ég leitast eftir að láta and-
stæður mætast og finna jafnvægi
þar á milli.“
Þegar kemur að vali að formum
og táknum, er eitthvað sem heillar
þig frekar en annað?
„Andstæður heilla mig mikið,
svart og hvítt, mjúkt og hart, slétt
og hrjúft og svo framvegis.“
Þegar Katla er spurð hvort hún
eigi sér uppáhaldsskart sem hún
hefur hannað er hún með það á
hreinu. „Móðir náttúra-línan sem
ég hannaði árið 2018, annars er
auðvelt að halda upp á nýjustu
línuna sem er í gangi hverju sinni,“
segir Katla dreymin á svip.
Áttu þinn uppáhaldshönnuð
þegar kemur að hönnun á skarti og
fylgihlutum?
„Sigurður Ingi Bjarnason er
alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér.
Hann veitir mér mikinn innblástur
og hvatningu, sem er innblásin
krafti í mína hönnun.
Langar að flytja upp í sveit
Þegar Katla horfir til framtíðar seg-
ist hún enn eiga fullt af draumum
sem hana langar að fylgja eftir.
„Ég á mér marga drauma, eigin-
lega of marga, mig langar að flytja
upp í sveit og vinna við sköpunina
okkar og vera meira í hesta-
mennsku.
Svo ætla ég einhvern tímann að
læra að mála myndir,“ segir hún
að lokum og hlakkar til að halda
áfram að láta drauma sína rætast,
innblásin af sköpunarkrafti og
sköpun sinni. n
4 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR