Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 28

Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 28
Konur og karlar af öllum stéttum notuðu kohl til þess að vernda augun gegn björtum geislum eyði- merkursólarinnar. þess að vernda augun gegn björtum geislum eyðimerkursólarinnar. Egypska orðið fyrir förðunar­ pallettu kemur upprunalega frá orði sem merkir „að vernda“ sem vísar til verndareiginleika gegn sterku sólarljósi, eða hinu illa auga. Að auki bjó hið eitraða blý, sem málningin var búin til úr, yfir sótt­ hreinsandi eiginleikum þegar það blandaðist raka frá augunum. Rúsínan í pylsuendanum var svo rauður varalitur. Okkri, sem er afbrigði af járnsteini, var vana­ lega blandað saman við dýrafitu eða jurtaolíu, til að búa til litinn. Kleó patra átti það til að kremja bjöllur til þess að fullkomna rauða litatóninn. Þessum eitruðu efnum var oft blandað saman við litarefni úr joði og brómi og gátu orsakað skæða sjúkdóma og stundum leitt fólk til dauða. Mögulega er það þaðan sem orðatiltækið „koss dauðans“ kemur. Fram í rauðan kohlaðan dauðann Útlitið var egyptum einnig mikil­ vægt í dauðanum. Fornleifaupp­ greftir hafa sýnt fram á að Egyptar á öllum aldri, kynjum og stéttum létu grafa sig með hversdagslega hluti eins og hárgreiður, ilmsmyrsl, skart og förðunarvörur. Við tengjum mörg egypska útlitið við dramatískar útgáfur sem sjá má á dauðagrímum og múmíum. En í stað þess að líkjast útliti hins látna fylgdu grímurnar og múmíukist­ urnar ímynd fullkomnunar þar sem ung og slétt húð var í forgrunni og augun voru römmuð inn með þykkri kohlrönd. Líksmurningin líktist að mörgu leyti daglegum fegrunarserimóníum Egypta. Húð­ smyrsl fengu trúarlega merkingu þegar líkaminn var smurður og lík voru oft förðuð. n 4 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR Leyndardómar Fornegypta eru óteljandi, en mun minni leynd hvílir yfir fegrunar- og förðunarráðum þeirra. Í dag er snyrtivöruiðnaðurinn orð- inn að margmilljarða batteríi en förðunarvörur voru síður en svo minna mikilvægar í daglegu lífi til forna. johannamaria@frettabladid.is Í Forn­Egyptalandi mökuðu konur og karlar af öllum stéttum á sig dágóðu magni af augnlínum, augnskugga, varalit og kinna­ lit. Það hvernig við ímyndum okkur lokkandi útlit Fornegypta litast mjög af því hvernig tvær frægustu drottningar tímabilsins, þær Kleópatra og Nefertítí, hafa verið túlkaðar gegnum tíðina. Árið 1963 negldi Elizabeth Taylor niður hið steríótýpíska egypska útlit í kvikmyndinni Cleopatra. Rihanna gerði slíkt hið sama þegar hún túlkaði drottninguna Nefer­ títí á forsíðu Vogue Arabia árið 2017. Í báðum tilfellum voru blár augnskuggi og skýrar augnlínur í forgrunni. Striginn var mikilvægur Fornegyptar máluðu sig samt ekki eingöngu til þess að skerpa á and­ litsdráttum, líkt og venjan er í dag. Förðunarvörur bjuggu líka yfir hag­ nýtri og táknfræðilegri virkni og oft var farði notaður í helgisiðum. Daglega fegurðarrútínu tóku þeir þó gífurlega alvarlega. Myndleturs­ táknið fyrir snyrtifræðing er upp­ runnið úr orðinu „sesh“ sem merkir að skrifa eða rista, sem bendir til þess að það að farða með kohl og varalit hafi krafist mikillar færni. Fáguðustu fegurðarserimóníurn­ ar fóru fram á snyrtingum auðugra egypskra kvenna. Dæmigerð fegurðarrútína hjá konu á Miðríkis­ tímabilinu (2030­1650 f.Kr.) hefur verið íburðarmikil. Fyrst þurfti að undirbúa húðina vel áður en nokkur farði var settur á. Húðin hefur líklega verið skrúbb­ uð með salti úr Dauðahafinu eða böðuð upp úr mjólk. Mjólkur­ og hunangsmaskar voru vinsælar húð­ meðferðir. Ilmkúlum hefur konan nuddað undir hendurnar sem svita­ lyktareyði og borið á sig olíur með blóma­ og kryddilmi til að mýkja húðina. Egyptar fundu upp nátt­ úrulega vaxmeðferð með notkun blöndu úr hunangi og sykri. Í dag hefur þessi meðferð gengið í endur­ nýjun lífdaga og kallast „sugaring“ og þykir mildari fyrir húðina en heitt vax. Flókin förðunarserimónía Næst mætti þjónninn með ýmis hráefni og tól til að blanda farðann og mála á andlitið. Þessi tæki, dollur og förðunarburstar voru ríkulega skreyttir listmunir, sem bentu til að eigandinn væri úr yfirstétt. Kalsítkrukkur innihéldu förðunarliti, smyrsl eða ilmefni og ílát fyrir augnmálningu og olíur voru gerð úr dýrum efnum eins og gleri eða gulli og skreytt glitrandi steinum. Pallettur úr siltsteini voru notaðar til að mylja hráefni í kohl og augnskugga. Palletturnar voru útskornar til að líkjast dýrum, gyðjum eða ungum konum sem tákna endurfæðingu og endur­ myndun. Sú iðja að mylja litarefni á dýrapallettu átti að veita þeim sem bar litarefnin sérstaka getu til þess að sigrast á dýrinu. En lægri stéttin notaði einfaldari og hóf­ samari tæki við förðun. Þjónn yfirstéttarkonunnar hefur blandað augnskugga úr möluðu malakíti, dýrafitu og jurtaolíu. Konan sat fyrir framan pússaðan spegil úr bronsi og þjónninn not­ aði langt fílabeinsprik, mögulega útskorið með mynd af gyðjunni Haþor, til að skófla upp djúpgrænt litarefnið og farðaði augnsvæðið. Líkt og í dag rammaði þykk svört lína inn augun. Ekki bara fyrir fegurðina Þessi hluti rútínunnar var ekki bara til fegrunar. Konur og karlar af öllum stéttum notuðu kohl til Ódauðleg förðunarráð frá fornegypskri yfirstéttarkonu Elizabeth Taylor er hér í gervi Kleópötru í samnefndri kvikmynd frá 1963. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íburðarmikið og skreytt ílát fyrir kohl sem líkist pálmatrjástofni. Fannst í uppgreftri frá Miðríkis- tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Alabastursílát sem innihélt ilmolíur. Frá síðtímabili Egyptalands (664-332 fyrir Krist). FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY H U GV IT HRÁEFN I H R E I N L EIK I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.