Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.11.2021, Qupperneq 30
Sjáðu til þess að húðin hafi ágætis raka áður en þú prófar þig áfram með virk krem, sem mörg hver geta aukið þurrk og valdið ertingu. Húðin er upp á sitt besta þegar heilbrigt líferni og næringarríkt fæði fer saman, en það dugar ekki alltaf til. Umhverfi og þættir sem við höfum ekki stjórn á geta sett mark sitt á húðina. Við getum þó ýmislegt gert til að nostra við húðina, en þar sem sífellt bætist í f lóru húðvara getur orðið þrautinni þyngra að velja besta kremið fyrir sig. Þó að húðin okkar sé gerð úr sama efniviði þá er ekki þar með sagt að sömu krem henti þér og mér. Það gildir um krem sem föt, þau fara okkur misvel. Lára Sigurðardóttir læknir hefur tekið saman ellefu atriði til að mýkja húðina og koma jafnvægi á hana. Að vernda eigin húð gegn mengun sem er allt um kring 1. Líkt og ryk sem sest á húsgögn, lenda efni úr umhverfinu stöðugt á húðinni. Mælst er til þess að þrífa húðina því sum efnanna geta sett af stað oxunarálag (sem ýtir undir bólgu og öldrun). Á kvöldin viljum við einnig hreinsa burt farða, krem og dauðar húðfrumur. Á morgnana viljum við þvo af kremin sem borin voru á húðina kvöldið áður, dauðar húðfrumur og óhreinindi frá nóttunni (sérstaklega ef þú býrð í stórborg). Auk þess gæti verið ástæða til að þrífa húðina eftir æfingu, sérstaklega ef þú færð oft bólur. 2. Þörf húðarinnar breytist með aldri. Eldra fólk hefur minna af E- og C-vítamínum í húðinni, ásamt því að þurrkur verður algengari með hækkandi aldri. Þar af leiðandi getur eldra fólk haft meira gagn af andoxunarefnum og þykk- ari kremum. Yngri húð hefur meira af húðfeiti í sinni húð og hentar því yfirleitt betur að nota þynnri krem. Eins gagnast ávaxtasýran salisílsýra yfirleitt betur ungu fólki sem er að kljást við bólur, en glý- kólsýra eldri húð sem skortir raka. Besta kremið fyrir húðina Þegar fleiri en eitt krem eru notuð gildir hin gullna regla að bera þau á í lögum með því að byrja á þynnsta og enda á þykkasta. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Lára Sigurðar- dóttir læknir gefur góð ráð um hvernig krem eru best fyrir húðina. MYND/AÐSEND 3. Hvaða húðkrem henta þér fer að öllum líkindum eftir húðgerð. Fyrir þurra og viðkvæma húð henta oft þykkari krem sem innsigla raka í húðina, en blandaðri, olíukenndri og eðlilegri húð henta oft léttari krem. Ef þú ert ekki viss hvaða húðgerð þú hefur, prófaðu að þvo húðina og bíða í þrjátíu mínútur. Hvernig líður þér í húðinni? n Ef hún er þurr þá er líklegt að þú finnir fyrir spennu, kláða og þurrki. n Ef hún er viðkvæm gæti komið fram sýnilegur roði eða óþægindi. n Ef hún er olíukennd eða blönduð, þá er hún svolítið feit á T-svæði. n Ef hún er hvorki þurr né olíu- kennd, þá myndi hún flokkast sem eðlileg, þó það sé ekkert óeðlilegt við hinar húðgerð- irnar. Betra er að vernda húðina vel í vetrarkulda hér á landi 1. Taktu árstíð með í reikninginn. Á veturna þegar kalt og þurrt er úti gætir þú þurft þykkara krem, en á sumrin þegar rakastig er hærra er líklegt að léttari krem henti betur. 2. Húðin er gegndræpari á næt- urnar og tapar þá meiri raka. Ef húðin þín er þurr eða viðkvæm gæti því hentað betur að nota þykkara krem fyrir háttinn, en næturkrem eru yfirleitt þykkari en dagkrem. Á næturnar er húðin á fullum krafti að endurnýja sig og gera við missmíði. Því hentar venjulega að bera á húðina virk krem (t.d. níasínamíð, ávaxta- sýrur, retinól) fyrir nóttina, bæði vegna þess að þá eiga þau greiðari aðgang í húðina og til að styðja við uppbyggingu hennar. 3. Þú þarft ekki að fjárfesta sér- staklega í augnkremi til að gefa raka, en augnkrem eru venjulega þykkari og hafa ekki jafnháan styrkleika af virkum efnum þar sem húðin er svo þunn undir augum. 4. Ensím húðarinnar starfa best í röku umhverfi og því kemstu langa leið með að halda raka í húðinni. Ertu að drekka nóg vatn og er kremið sem þú notar að skila góðum raka í húðina? Sjáðu til þess að húðin hafi ágætis raka áður en þú prófar þig áfram með virk krem, sem mörg hver geta aukið þurrk og valdið ertingu. 5. Þegar valið er virkt krem er gott að spyrja sig hverju maður leitast eftir. Fyrir unga húð sem er með mikla framleiðslu á húðfeiti gæti hentað að velja krem með níasínamíð eða jafnvel salisílsýru ávaxtasýru til að draga úr fitu- framleiðslu. Fyrir eldri þroskaða húð getur hentað að bera krem sem innihalda andoxunarefni (til að verja húðina gegn litabreyt- ingum og öldrun), ávaxtasýrur (til að örva endurnýjun húðarinnar og fá raka) og/eða retinól (til að vinna gegn sólarskemmdum). 6. Þegar fleiri en eitt krem eru notuð gildir hin gullna regla að bera þau á í lögum með því að byrja á þynnsta og enda á þykk- asta. Tökum dæmi. Eftir að húðin hefur verið hreinsuð er serum borið á, t.d. sem inniheldur C-víta- mín. Þar næst væri hægt að bera létt krem með ávaxtasýrum, síðan rakakrem, sólarvörn og/eða kulda- krem (fyrir daginn) og að lokum farða ef maður vill. Mundu að bera kremið frá bringu og upp á enni, svæðin sem eru mest útsett fyrir umhverfinu. Sjálf reyni ég einnig að muna eftir handarbökunum. 7. Ein algengasta ástæða ert- ingar í húð eru aukefni í kremum, sjampóum og þvottaefnum. Ónæmiskerfið er meðal annars í húðinni og er viðbúið að bregðast við efnum eða ögnum sem það telur ógna kroppnum. Ef þú ert með viðkvæma húð getur verið ástæða að skoða hvort ákveðin ilmefni, litarefni, málmar eða rot- varnarefni ýti undir ertingu. 8. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu að fara varlega í að bera á húðina mikið af kremum, því húðin er eins og risastór munnur – hún tekur upp efnin í kremunum. Fóstur og ungbörn eru með óþroskaða lifur og eiga erfiðara með að losa sig ólífræn efni. Auk þess vantar enn vísinda- rannsóknir sem sýna afdráttar- laust fram á skaðsemi eða skað- leysi. Virk krem auka oft ljósnæmi húðarinnar og því mikilvægt að nota sólarvörn með þeim.“ Eins og sést þá er að mörgu að huga og um að gera að prófa sig áfram til að finna besta kremið sem hentar þér. n Scholl vörurnar eru fullkomnar í jólapakkann og sem tækifærisgjöf. Nærðu fæturnar með Scholl! Fæst í Hagkaup, Krónunni, Fjarðarkaup, apótekum og á Heimkaup.is 6 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.