Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 31
Vísindi, virkni og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi við þróun BL+, húðvörulínu Bláa Lónsins sem byggir á 30 ára rannsóknasögu. Ása Brynj- ólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri, segir okkur frá nýjum vörum BL+ og þróun vörulínunnar.  „Fyrstu tvær vörurnar eru komnar á markað,” segir Ása Brynjólfs- dóttir. „BL+ The Serum kom á markað í febrúar á þessu ári en BL+ Eye Serum kom núna í septem- ber. Báðar vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur bæði hérlendis og erlendis og vakið athygli margra þekktra tímarita á borð við Forbes, Coveteur og Elle. BL+ The Serum hlaut til dæmis viðurkenninguna Elle Green Beauty Star 2021 sem byltingarkennd umhverfisvæn nýjung.“ BL+ The Serum er gríðarlega öflug formúla sem bæði fyrir- byggir og leiðréttir: byggir upp kollagenforða húðar og styrkir efsta varnarlagið, segir Ása. „Þar að auki hefur formúlan kröftuga andoxunareiginleika og veitir húðinni mikinn raka og næringu. Niðurstöður klínískra prófana endurspegla þessa eiginleika formúlunnar með afgerandi hætti: BL+ The Serum eykur raka húðarinnar, þéttir hana og styrkir og dregur úr fínum línum.“ Dregur úr þreytu og þrota BL+ Eye Serum er sérsniðið að hinu fíngerða, viðkvæma augnsvæði, að sögn Ásu. „Þessi einstaka formúla gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum og dregur úr einkenn- um þreytu og þrota. Niðurstöður klínískra prófana sýndu sýnilega minnkun á dökkum baugum og pokum undir augum, ásamt því að raki húðarinnar og þéttleiki jókst og hrukkur í kringum augun grynnkuðu.“ BL+ COMPLEX er einstakt inni- haldsefni á heimsvísu „Samnefnarinn með þessum tveimur vörum og væntan- legum vörum er hinn einstaki BL+ COMPLEX,“ segir Ása og útskýrir nánar: „BL+ COMPLEXinn er byltingarkennt innihaldsefni sem er einungis að finna í BL+ vörum og byggir á áratuga rannsóknum og nýtir einkaleyfi Bláa Lónsins á lífvirku efnunum okkar, örþör- ungum og kísil. Þeim er komið fyrir í náttúrurlegri fosfólípíðferju sem tryggir för þessa lífvirku efna djúpt niður í húðlögin þar sem þau geta miðlað virkni sinni sem best. Rannsóknir hafa sýnt að þau auka nýmyndun kollagens og hindra niðurbrot þess, ásamt því að styrkja náttúrulegt varnarlag húðarinnar. Við höfum svo parað BL+ COMPLEXinn með þekktum innihaldsefnum til að mæta öðrum þörfum húðarinnar, svo sem hýalúrónsýru sem tryggir raka og C-vítamíni sem veitir öfluga andoxunarvörn og gefur húðinni bjartara yfirbragð. BL+ Eye Serum inniheldur þar að auki lakkrísrót sem dregur úr dökkum baugum og koffín sem dregur úr þrota.“ Meiri virkni og minni sóun Ása segir sjálfbærni í öllum ferlum Bláa Lónsins skipta fyrirtækið miklu máli. „Allt frá því hvernig við vinnum hráefnin okkar, ræktum örþörungana og veljum pakkningar til f lutnings heim til viðskiptavinarins, er úthugsað með tilliti til sjálfbærni og er kolefnisjafnað alla leið.“ BL+ The Serum og BL+ Eye Serum eru auk þess COSMOS Natural-vottuð af alþjóðlega vottunaraðilanum BL+ Ný húðvörulína sem vinnur gegn öldrun húðar  Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins. MYNDIR/BLÁA LÓNIÐ BL+ The Serum hlaut viðurkenningu Elle Green Beauty Star 2021. BL+ The Serum fyrirbyggir og leiðréttir. Augnserumið dregur úr ein- kennum þreytu og þrota. BL+ byggir á 30 ára rannsóknasögu. Ecocert Greenlife og eru lífvirk efni varanna COSMOS-vottuð af sömu aðilum, segir Ása. „Þessi hugsun er einnig í takti við hvernig við höfum hannað þessa vörulínu, þar sem við leggjum mikið upp úr því að einfalda húðrútínuna. Í stað þess að nota mörg mismunandi serum til að ná markmiðum þínum, þá þarftu bara eitt serum, BL+ The Serum. Það leiðir til færri pakkninga og minni úrgangs. Við höfum fundið það sterkt að þessi nálgun okkar er svar við kröfu hins upplýsta neytanda, sem er annt um umhverfi sitt og vill vernda það fyrir komandi kynslóðir án þess að það komi niður á virkni eða gæðum vörunnar.“ Fyrstu umhverfisvænu skrefin Með þróun BL+ húðvörulínunnar tók Bláa Lónið stórt skref í að færa húðvörur sínar í meira mæli í umhverfisvænni umbúðir og draga úr notkun á plasti. „Við erum nú á sömu vegferð með aðrar vöru- línur okkar, þ.e. Spa og Derma vörulínurnar, en þær fá jafnframt nýtt útlit og mun blái liturinn vera í aðalhlutverki. Það má því með sanni segja að spennandi tímar séu framundan. Þá er tíminn núna fyrir jólin alltaf skemmtilegur og bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gjafa í verslunum okkar.“ segir Ása. Nánari upplýsingar á blaalonid.is. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2021 SNYRTIVÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.