Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 32
Breyttar áherslur eru á inni- haldsefnum í húðrútínunni þegar veðráttan breytist hjá L’Oréal Paris. Erna Hrund Hermannsdóttir er vöru- merkjastjóri L’Oréal Paris á Íslandi og hún fræðir okkur um gagnsemi serums: „Serum eru vörur sem eru almennt þynnri og virkari en krem; þau hafa meira pláss fyrir virk inni- haldsefni út frá því hvernig form- úla þeirra er og virku efnin fara því dýpra inn í húðina og stuðla að betri alhliða virkni. Oft tölum við almennt um að kremin og serumin vinni vel saman – næringin og virknin komi mest frá seruminu og svo lokum við rakann inni með aðstoð kremanna og þau vinna við að betrumbæta áferð húðarinnar. Þegar serum er valið er best að átta sig á viðkomandi innihalds- efnum, hvað er það sem þú vilt ná fram í þinni húð og hvaða inni- haldsefni kalla það fram. Ef þú ert t.d. með þurra húð er serum með hýalúronsýru tilvalið. Ef húðin er hins vegar olíukennd eða stífluð er gott að nota t.d. retínól til þess að aðstoða húðina við að losa sig við dauðar húðfrumur og búa til pláss fyrir efni sem hjálpa þér að byggja upp húðina. Retínól nýtist þess vegna einnig sérstaklega vel til að draga úr einkennum öldrunar.“ Serum hentar öllum húðgerðum og öllum aldri „Það eru engin aldurstakmörk varðandi notkun serums,“ segir Erna Hrund. „Ég mæli með því að fólk skoði notkun á serumum út frá innihaldsefnum og þörfum húðar hvers og eins. Gætið þess að setja serum á hreina húð eftir hreinsun, ég mæli alltaf með tvöfaldri hreinsun og ef það á að nota fleiri en eitt serum í sömu húðrútínu er best að byrja á því sem þið viljið fá mesta virkni úr. Ef þið notið t.d. retínól og hýalúronsýru, byrjið þið á retínólinu og bætið svo við hýalúronseruminu. Passið bara að gefa báðum vörum smá tíma til að fara inn í húðina.“ Förðunarvörur með virkum innihaldsefnum Erna Hrund segir að við sjáum breyttar áherslur á innihalds- efnum í húðrútínunni okkar þegar veðráttan breytist og þá komi húð- og förðunarvörur frá L’Oréal Paris til hjálpar. „Við myndum þá velja skincare/Makeup hybrids. Það er mikilvægt að breyta rútínunni þegar kemur að breytingum á veðri. Hér á Íslandi erum við almennt með kalt og þurrt loft á veturna og því algengt að finna t.d. fyrir yfir- borðsþurrki á húðinni. Þá er gott að nota rakagefandi vörur bæði í húð- og förðunarrútínunni. Þá komum við inn á þessar skemmtilegu nýj- ungar sem við sjáum „trenda“ um allan heim – förðunarvörur með virkum innihaldsefnum eins og t.d. hýalúronsýru. Þetta erum við að sjá mikið frá L’Oréal Paris, bæði í nýjum hyljara og nýjum farða sem einmitt innihalda hýalúronsýru og hafa það því að markmiði að gefa húðinni rakafyllri áferð og veita meiri þægindi og endingu efnisins í húðinni yfir daginn. Rannsóknir sýna að með stöðugri notkun hafa vörurnar jákvæð áhrif á húðina sjálfa og sjáanleg einkenni öldrunar og rakatap minnkar,“ segir Erna Hrund að lokum. n Farði og hyljari sem innihalda hýalúronsýru Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri L’Oréal Paris á Íslandi, leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta húðrútínunni þegar kemur að breytingum á veðri. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Revitalift Laser Retinol Serum inniheldur retínól, virka vöru sem hjálpar húðinni að draga úr einkennum öldrunar. Serum sem inniheldur 2% af hýalúronsýru. Mest selda húð­ varan frá L’Oréal Paris á Íslandi. Nýjasti farðinn frá L’Oréal Paris er farði byggður á mest selda farða fyrirtækisins: True Match. Hyljari með hýalúronsýru sem gefur bjartara yfirbragð og lýsir upp augnsvæðið. Revitalift Laser Retinol Serum Serum sem inniheldur ret­ ínól, virka vöru sem hjálpar húðinni að draga úr ein­ kennum öldrunar í húðinni með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og í raun getum við sagt að fjarlægja ysta lag húðarinnar, svo ný og yngri húð komi fram á yfirborðið. Eitt besta og vinsælasta innihaldsefnið þegar kemur að því að yngja húðina. Eins sjáum við mjög góða virkni í því fyrir þá sem eru til dæmis með ör eða ójafna áferð eftir miklar bólur þar sem sléttari húð kemst á yfirborðið. En út af virkni retínóls er mikil­ vægt að nota sólarvörn á daginn. Revitalift Filler Serum Serum sem inniheldur 2% af hýalúronsýru. Mest selda húðvaran frá L’Oréal Paris á Íslandi og gaman að segja frá því að í Bandaríkjunum er þetta mest selda serumið yfir allt landið í sínum verð­ flokki. Serumið inniheldur tvær gerðir af hýalúronsýru, smærri agnir sem fara djúpt inn í húðina og örva okkar eigin framleiðslu á efninu og stærri agnir sem liggja á yfirborðinu og gefa húðinni rakaþéttari áferð og meiri fyllingu. Í stuttu máli er hýal­ úronsýra rakamikið fyllingar­ efni í húð okkar, við fæðingu erum við með fullt af því en þegar í kringum 15 ára aldurinn fer það að minnka. True Match Serum Foundation Nýjasti farðinn frá L’Oréal Paris er byggður á mest selda farðanum okkar, True Match. Farðinn er serum­farði eins og við köllum hann en hann inniheldur 1% af hýal­ úronsýru svo húðin fær einstaklega fal­ lega áferð. Farðinn aðlagast litarhafti hvers og eins og veitir mikilvæga næringu allan daginn. True Match Eye Cream in a Concealer Hyljari sem er gæddur sömu eiginleikum og farðinn, en hann inniheldur hýalúron­ sýru og litaleiðrétt­ andi agnir sem draga úr dökkum litum og baugum umhverfis augun. Hýal­ úronsýran hefur einnig jákvæð áhrif á þrota á augnsvæðinu svo það verður bjartara og lýsist upp! Ef þú ert með þurra húð er serum með hýalúron- sýru tilvalið. Ef húðin er hins vegar olíukennd eða stífluð er gott að nota retínól til að aðstoða húðina við að losa sig við dauðar húðfrumur og búa til pláss fyrir efni sem hjálpa við að byggja upp húðina. 8 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.