Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 40
elin@frettabladid.is House of Gucci var frumsýnd í London í vikunni. Aðalleikkona myndarinnar, Lady Gaga, mætti á rauða dregilinn klædd eins og ævintýraprinsessa. Kjóllinn var fjólublár og Lady Gaga lék sér með hann eins og engill. Kjóllinn var hannaður af Alessando Michele, hönnuði hjá Gucci. Við kjólinn bar hún hanska í stíl og gekk um á háum hælum eins og hún er vön. Við allt saman var hún með dem- antsskartgripi frá Tiffany & Co. Lady Gaga, sem er 35 ára, er ekki bara hörkusöngkona heldur líka hæfileikarík leikkona. Í myndinni leikur hún Patriziu Reggiani sem er þekkt sem svarta ekkjan. Pat- rizia var dæmd í 29 ára fangelsi árið 1997 fyrir að fyrirskipa morð á fyrrverandi eiginmanni sínum, Maurizio Gucci, eiganda Gucci- merkisins. Í réttarhöldunum yfir henni var hún ávallt klædd í lúxusfatnað frá Gucci. Það var þó ekki einungis glæsileiki yfir Lady Gaga á rauða dreglinum, því margir hinna leikaranna mættu einnig á svæðið í glæsilegum fatnaði frá Gucci. Þeir eru ekki af verri endanum: Adam Driver, Jared Leto, Jeremy Irons, Salma Hayek og Al Pacino. n Lady Gaga stelur senunni Hvað er betra en að gefa sér tíma í smá sjálfsást á hverjum degi í desember? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY  johannamaria@torg.is Jóladagatöl eru ekki bara fyrir súkkulaðiþyrst börn, heldur eru framleiðendur duglegir að koma með spennandi nýjungar með alls konar vörum sem gleðja konur, karla og ástfangin pör í aðdrag- anda jólanna. Snyrtivörufyrirtækin hafa stokkið rækilega á jóladagatala- sleðann í ár og bjóða mörg hver upp á dagatöl með spennandi húð- vörum, líkamsilmum, förðunar- vörum og ýmislegu gúmmelaði, sem gaman er að gleðja sig með í jólamánuðinum. Um er að ræða stærstu og þekktustu snyrtivöru- merki heims sem og ýmsar stór- verslanir sem selja snyrtivörur og annan varning. Þá er ýmist hægt að næla sér í dagatöl sem einblína á margar litlar útgáfur af sömu vörunni eins og 24 baðbombur eða 24 ilmi. Einnig er hægt að fá dagatöl með góðu blandi af vörum frá einu snyrtivörufyrirtæki eða samblandi af vörum frá mörgum fyrirtækjum. Það er til eitthvað fyrir alla. Galdur jóladagatalanna er sá að hver gluggi sem opnast gefur þér tækifæri til að eiga notalega og einstaka stund með sjálfri/um þér á hverjum degi. n Ný gleði á hverjum degi Lady Gaga var glæsileg þegar hún mætti á rauða dregilinn. Húðin þarf vernd í kulda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Yfir vetrarmánuðina er oft kalt í veðri en það getur haft slæm áhrif á húðina í andlitinu, sem er ber- skjaldað fyrir veðri og vindum. Til að vernda og gefa húðinni raka er gott að skipta út léttum kremum sem notuð eru þegar hlýrra er í veðri fyrir þykkara og fyllra and- litskrem. Besta andlitskremið fyrir veturinn á að hafa þann eiginleika að halda raka í húðinni og hindra að hún þorni og flagni. Þegar and- litskrem fyrir veturinn eru valin þarf að huga að húðgerð. Sólarvörn er mikilvæg, jafnvel yfir vetrar- tímann, og það andlitskrem sem verður fyrir valinu þarf að inni- halda einhvers konar sólarvörn. Venjuleg eða feit húð þarf á annars konar umhirðu að halda en þurr húð. Þurr húð verður fyrr fyrir áhrifum af köldu loftslagi. Fyrir þurra húð er því sérlega mikilvægt að nota andlitskrem sem gefur mikinn raka yfir vetrartímann. n Húðvernd að vetri COSMOS NATURAL certif ied by Ecocert Greenlife according to COSMOS Standard The Serum & Eye Serum Áhrifarík tvenna sem vinnur gegn öldrunareinkennum húðarinnar Ljómandi og heilbrigðari húð Meiri raki* Minna sjáanlegar hrukkur* Meiri þéttleiki* Meiri ljómi* Rúllaðu burt þreytu og þrota Minni þroti* Minni baugar* Meiri þéttleiki* Minni hrukkur* Meiri raki* Veglegir kaupaukar fylgja fram að jólum Kaupaukar að verðmæti allt að 13.700 kr., fylgja hverri keyptri BL+ The Serum til jóla. *Niðurstöður úr klínískum prófunum eftir fjögurra vikna notkun. Framkvæmd af húðlæknum. Bláa Lónið | Laugavegur 15 | Kringlan | blaalonid.is 16 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.