Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 58
Ég var í áramótaskaup-
inu. Það var sena með
presti sem spurði röð
af ungum konum hvað
barnið ætti að heita
sem var kannski svo-
lítið ýkt.
is.rubix.com | Dalvegur 32a
Pedrollo
dælur
Brunndæla
Þurrkar niður að gólfi
Verð frá kr. 33.913 Neysluvatnsdælur
af ýmsum stærðum
Verð frá kr. 41.236
Enski tónlistarmaðurinn
og íslenski ríkisborgarinn
Damon Albarn sendir í dag
frá sér breiðskífuna The
Nearer The Fountain, More
Pure The Stream Flows, sem
hann segir að hafi í raun
orðið til andspænis tilkomu-
miklu útsýninu út um risa-
stóran stofugluggann heima í
Grafarvogi.
toti@frettabladid.is
Damon Albarn var söngvari ensku
hljómsveitarinnar Blur og ein skær-
asta poppstjarna tíunda áratugarins
þegar hann byrjaði að venja komur
sínar til Íslands fyrir þremur ára-
tugum.
Hann komst fljótt að því að Ísland
var land drauma hans og eftir að
hafa látið til sín taka í reykvísku
næturlífi þar sem hann gerði meðal
annars gott mót á Kaffibarnum,
tengdist hann landinu órjúfan-
legum böndum og reisti sér hús við
Grafarvoginn þar sem hann situr
löngum og starir út um risastóran
stofugluggann, en öll þau áhrifa-
miklu undur sem þar ber fyrir augu
urðu honum innblástur nýjustu
plötunnar hans, The Nearer The
Fountain, More Pure The Stream
Flows, sem kemur út í dag.
Setið við gluggann
„Þetta er einfaldlega plata sem
kemur út úr þessu útsýni,“ segir
Damon Albarn og bítur kæruleysis-
lega í epli áður en hann bendir út
um flennistóran stofugluggann á
heimili sínu í Grafarvogi.
„Hún byrjaði hérna, í þessu her-
bergi, og hún hefur allt. Örvænt-
ingu, gleði og fagnar öllu því sem
er þarna úti. Himinninn var heiður
fyrir hálftíma. Síðan kom smá hagl-
él og svo smá snjór og síðan kom stór
regnbogi. Þetta er ótrúlega sveiflu-
kenndur staður og breytingarnar
svo dramatískar að það er bara hægt
að horfa á þetta löngum stundum
án þess að gera nokkuð annað.
Fuglarnir gera sitt þegar þú horfir
á þá gera nákvæmlega það sama á
hverjum degi. Hér eru venjulega
fimm, sex hrafnar og þegar ég er
hérna fóðra ég þá. Þeir koma og gera
alla sína loftfimleika og það er und-
ursamlegt. Ég veit samt ekki hvar
þeir eru núna. Stundum fara þeir í
frí, þú veist. Svo koma þeir bara til
baka einhvern daginn.
Hrafnar og golfarar
Ég elska að hafa hrafna í kringum
húsið og finnst þeir vera einhvers
Tær uppspretta Damons Albarn í Grafarvogi
Damon Albarn hefur árum saman setið við píanóið þaðan sem hugurinn reikar út um stofugluggann þar sem lífið allt
og tilveran myndhverfast í síkviku og tilkomumiklu umhverfinu sem hann reynir að fanga með tónum. MYND/AÐSEND
Tíu sturlaðar staðreyndir
um Blur:
n Bandið á sex plötur sem
toppað hafa breska vin-
sældalista.
n Bassaleikarinn Alex James
elskar osta og býr til sinn
eigin.
n Bandið kallaði sig uppruna-
lega Seymour.
n Parklife (1994) var þeirra
fyrsta plata til að slá í gegn.
Hún hélst á vinsældalistum
í Bretlandi í 90 vikur.
n Sveitin gaf út lagið Song
2 sem smáskífu í Banda-
ríkjunum í brandaraskyni.
Útgefandinn elskaði lagið
og það sló í gegn.
n Damon Albarn var skakkur
1994 þegar hann tók upp
lagið To The End.
n Graham Coxon sló taktinn í
laginu Miss America blind-
fullur á stólfót.
n Lagið Tender er samið um
sambandsslit Damon Al-
barn og tónlistarkonunnar
Justine Frischmann úr
hljómsveitinni Elastica.
n Liam Gallagher úr Oasis
þolir Blur ekki enn þann
dag í dag, en Damon upp-
lýsti Fréttablaðið um að
hann og Noel, bróðir Liams,
haldi sambandi og séu
góðir vinir.
konar félagsskapur.“ Damon hlær
síðan þegar hann víkur að golfur-
unum, sem þrátt fyrir að vera ein-
hvers konar jaðarfyrirbæri í nátt-
úrunni, eigi sinn þátt í því hversu
hrífandi útsýnið er.
„Ég hef setið hérna við píanóið
árum saman, horft út um glugg-
ann og látið hugann reika,“ segir
Damon, sem notaði tækifærið þegar
honum voru gefnar frjálsar hendur
í tónlistinni.
„Ég var spurður hvað mig lang-
aði virkilega til þess að gera og ég
sagðist vilja gera plötu starandi út
um gluggann minn á Íslandi. Þann-
ig að það mætti gjarnan borga mér
fyrir að fá strengjatónlistarfólk til
þess að sitja með mér dögum saman
á meðan ég fengi þau til að reyna
að spila þetta landslag og hreyfing-
arnar í því við mismunandi birtu-
skilyrði og reyna að túlka allt sem
er í gangi þarna. Vindinn, grasið,
fuglana …“
Endaði í ellefu lögum
The Nearer The Fountain, More
Pure The Stream Flows átti þannig
upphaf lega að vera hljómsveitar-
verk innblásið af íslensku landslagi.
Heimsfaraldurinn truflaði þá vinnu
en Damon ákvað að þróa það sem
hafði orðið til í stofunni í Grafar-
voginum í ellefu lög sem mynda
plötuna, sem hann lagði loka-
hönd á í roki og kulda á dimmum
bar við sjóinn á Englandi,“ eins og
hann lýsir því og bendir glaðlegur
á að það sé huggun harmi gegn að á
næsta ári fái hann tækifæri til þess
að spila plötuna alla á tónleikum.
„Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég
er með nýtt verkefni og það selst
upp á tónleikana í tengslum við það
áður en ég sem tónlistina. Þannig að
ég verð enn að halda þessa tónleika
í Evrópu.“
Svartir sandar draumalandsins
Damon fékk nýlega íslenskan ríkis-
borgararétt eftir að hafa verið með
annan fótinn hérna í áratugi eftir
að hann kom hingað fyrst og áttaði
sig á að Ísland væri land drauma
hans.
„Ætli það séu ekki komin 30 ár
síðan ég tékkaði mig inn á Hótel
Sögu, meðal annars vegna þess að
mig langaði að f lýja England sem
var fyrir mér orðinn heldur eitr-
aður staður,“ segir Damon, sem þá
var byrjaður að finna fyrir óþægi-
legum hliðum frægðarinnar með
Blur. „Mér var á köf lum farið að
finnast þetta mjög ónotalegt.“
Damon rekur síðan draum sem
hann dreymdi oft sem barn. „Þar
var ég að f ljúga yfir svartan sand á
strönd og löngu síðar sá ég National
Geographic-þátt um Ísland og átt-
aði mig á að það var það sem ég var
að fljúga yfir í draumum mínum.
Ég geri ráð fyrir að ef ég hefði
horft á þátt um Nýja-Sjáland þá
hefði það verið staðurinn sem ég
f laug yfir og þá hefði margt orðið
öðruvísi. En mér fannst mjög eðli-
legt að koma hingað vegna þess að
ég á ættir að rekja til Danmerkur og
fannst ég vera skandinavískur að
hluta.
Komst í skaupið
Damon gerðist frekur til fjörsins í
líf legu reykvísku næturlífi tíunda
áratugarins og hélt mikið til á
Kaffibarnum og gerðist hluthafi í
staðnum til skamms tíma.
Næturlífið hérna virtist eiga sér-
lega vel við þig?
„Hah! Ég var í áramótaskaupinu.
Það var sena með presti sem spurði
röð af ungum konum hvað barnið
ætti að heita sem var kannski svo-
lítið ýkt,“ segir Damon og hlær. „En
ég naut mín hérna og það var frá-
bært á þessum tíma að geta farið út
og notið sín án þess að frægðin væri
að trufla. Það var virkilega næs og
mjög endurnærandi.
Ég kunni vel við mig og ég kunni
vel við fólkið og þetta var ekki
f lókið þannig að ég kom hingað
svona um það bil aðra hverja helgi
og svo keypti ég íbúð við hliðina á
Hótel Borg,“ segir Damon og bætir
aðspurður, glottandi við, að hann sé
ekkert endilega viss um að það hafi
verið íslenskri kurteisi að þakka
að hann gat spókað sig óáreittur í
Reykjavík. „Kannski fannst þeim
við bara ekkert merkilegri en þetta.“
Lífið er of stutt
Damon segist ekki sakna glaumsins,
gleðinnar og frægðarljómans sem
hann var sveipaður á tíunda ára-
tugnum með Blur. „Í rauninni ekki,
en ég sakna heimsins eins og hann
var fyrir tíma internetsins. Fyrir
snjallsímana og allt þetta. Ég elska
þann heim. Hann var frábær.
Að einhverju leyti var sá heimur
síðasta augnablikið sem mann-
kynið var frjálst. Þú veist. Dóttur
minni er ómögulegt að skilja tví-
benta afstöðu mína til símans míns
en ég segi henni að hún myndi skilja
þetta ef hún hefði verið þar sem ég
var.
Við vitum að þú getur lifað án
símans á meðan kvíðinn sem þessi
nýja kynslóð glímir við þegar hún
er skilin frá símanum og samfélags-
miðlunum, er rosalegur. Þetta er
eins og að taka krakk frá fíkli.“
Damon gerir heldur lítið úr met-
ingi og ríg milli hljómsveita þegar
Blur var upp á sitt besta og segir að
hafi verið eitthvað um slíkt þá sé
það allt gleymt og grafið. „Þú ert
auðvitað mjög kappsfullur, er það
ekki? En ég er ekki þannig lengur.
Lífið er allt of stutt til þess að
eyða því í svoleiðis og það er nógu
erfitt að díla við sinn eigin skít
þótt maður sé ekki að skipta sér af
annarra,“ segir Damon, sem hefur
fundið innri ró með aldrinum og
við gluggann í Grafarvogi, sem vísar
beint út í sköpunarverkið. n
Poppstjarnan fann svarta sanda
bernskudrauma sinna á Íslandi.
MYND/AÐSEND.
Tær uppspretta
Önnur sólóbreiðskífa
Damon Albarn, The Nearer
The Fountain, More Pure
The Stream Flows, kemur út
í ýmsum myndum í dag; á
streymisveitum, lituðum og
svörtum vínil, á geisladiski og
meira að segja hinni nánast
gleymdu kassettu. Sérstök
viðhafnarútgáfa verður einn-
ig fáanleg, en sá pakki inni-
heldur harðspjaldabók með
ljósmyndum, upprunalegum
textum og list eftir Damon
ásamt glærum vínil, hágæða
niðurhali og sjötommu vínil-
plötu með aukalagi úr sömu
upptökulotu og platan var
tekin upp.
Damon hefur undanfarið
flutt lög af plötunni opinber-
lega. Meðal annars á ARTE
Concert Festival 2021. Hann
mun síðan fylgja plötunni
eftir, með íslenska vegabréf-
ið sitt á lofti, á tónleikaferð
í febrúar og mars á næsta ári
og mun ljúka túrnum með
tónleikum í Hörpu þann 11.
mars.
Damon Albarn
Damon er langþekktastur
sem stofnmeðlimur og
söngvari Blur, en tók síðar
einnig þátt í stofnun hljóm-
sveitanna Gorillaz og The
Good, The Bad & The Queen.
Hann hefur hlotið Brit tón-
listarverðlaunin sex sinnum,
tvívegis hlotið Ivor Novello
verðlaunin og ein Grammy
verðlaun.
34 Lífið 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR