Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 10

Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 10
helenaros@frettabladid.is NEYTENDUR Verðhækkanir hafa verið mikið til umræðu undanfarið og hafa sumir velt því fyrir sér hvort slík umræða geti jafnvel leitt til frek- ari verðbólgu. Ásta Sigríður Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, segist hafa áhyggjur af því að svona umræður geti ýtt undir upphlaup birgja sem skili sér í boðuðum verð- hækkunum. „Við megum ekki tala okkur inn í þessa verðbólgu.“ Aðspurð hvort almenningur geti átt von á verðhækkunum í verslun- um, segir Ásta Sigríður að verslunin fái fyrirvara frá birgjum sínum og reyni eftir fremsta megni að sporna við verðhækkunum. „Það er skylda okkar að tryggja neytendum sam- keppnishæft vöruverð og reynum við að leita allra leiða til að milda áhrif hækkana. Það er ljóst að einhverjar af þess- um verðhækkunum munu skila sér á einn eða annan hátt út í verðlagið að einhverju leyti,“ segir Ásta Sigríð- ur og bendir á að í sumum tilfellum sé skýringu boðaðra hækkana að finna í uppskerubresti eða hækkun á f lutningskostnaði sem sé tíma- bundinn. Ásta Sigríður segist vona að áhrif Covid-19 muni ganga til baka á næsta ári. „Öll aðfangakeðjan þarf að standa í fæturna til að hleypa ekki af stað verðbólgu.“ Sigurður Reynaldsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir verð- hækkanir ekki komnar til áhrifa í verslunum enn sem komið er. „Við erum að horfa fram á ein- hverjar hækkanir. Við erum samt að reyna allt til að standa á bremsunni og biðja okkar samstarfsaðila að sýna ábyrgð,“ segir Sigurður. Hann bætir við að fyrirtækið sé búið að undirbúa sig vel með því að fylla allar geymslur í vöruhúsinu af vörum til að seinka áhrifum hækkana. Aðspurður hvort almenningur muni finna fyrir verðhækkunum fyrir jólin segir Sigurður að innan tveggja til fjögurra vikna muni ein- hverjar hækkanir fara að berast í verslanir. „Ég held þær komi kannski ekkert af fullum þunga fyrr en eftir áramót,“ segir hann jafnframt. Sigurður segist binda miklar vonir við að hækkanir gangi til baka að hluta næsta vor, en það geti enginn spáð fyrir um það. Sigurður telur umræðu um verð- hækkanir ekki leiða til hærra vöru- verðs. „Ég held að allir sem starfa í þessum bransa séu ábyrgir og viti sína ábyrgð í mikilvægi þess að halda vöruverði stöðugu. Það er enginn að leika sér að henda hækkunum út í loftið nema þær séu nauðsynlegar og ekki hægt að berjast gegn þeim.“ n Við megum ekki tala okkur inn í þessa verðbólgu. Ásta Sigríður Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Krónunnar Þétting byggðar suðaustan við Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið umdeild frá því hugmyndir um fjölbýli komu fyrst upp. Nú hefur bæjar- stjórnin gert upp hug sinn. bth@frettabladid.is AKUREYRI Skipulagsráð Akureyrar- bæjar hefur samþykkt að fela sviðs- stjóra skipulagssviðs að gera aðal- skipulagsbreytingu, sem þýðir að byggja megi fjölbýlishús í stað ein- býlishúsa við Tónatröð suðaustan sjúkrahússins. Næsta skref er að búa til deili- skipulag. Svo verða lagðar fram til- lögur til samþykktar. Þétting byggðar á þessum stað vakti mjög heitar umræður í fyrra- sumar. Þá var gert ráð fyrir að húsin yrðu hærri en samkvæmt nýju teikningunum nú. Bæjarstjórn hafði áður heimilað SS Byggi að koma með hugmyndir að uppbygg- ingu á svæðinu. Skipulagsráð hefur lagt fram tillögu Yrkis arkitekta að útfærslu byggðarinnar. Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar, segir að gera megi ráð fyrir 69 íbúðum. Ef þær verði samþykktar muni nýbyggingarnar hýsa allt að 140 til 150 íbúa. „Mér finnst þessi hönnun vel heppnuð,“ segir Þórhallur. Hann bendir á að Akureyri eigi ekki mikið byggingarland eftir. Fólksfjölgun sé töluverð. Breytingar í samfélaginu hafi leitt til þess að f leiri hafa f lutt að heiman, yngra fólk sem sat í foreldrahúsum virðist geta keypt sér íbúðir vegna breyttra vaxtakjara. Fleiri Sunnlendingar fjárfesti einnig í íbúðum á Akur- eyri. Mikilvægt sé að þétta byggð enn frekar. n Byggingarlandið á þrotum Svona gætu byggingarnar litið út samkvæmt teikningu Yrkis. MYND/YRKI Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2021, kl. 15:00. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi. Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/ Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 23. nóvember H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n OF SNEMMT ... Fyrir gómsætan jólabakstur? Afgreiðslutímar á www.kronan.is Matvöruverslanir á bremsunni gagnvart verðhækkunum 10 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.