Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 20
Eins erum við bæði með lítil börn og skrifum og vinnum auðvitað með þau í huga. Í dag laugardag lifna þau Lára og Ljónsi, sem urðu til í bókum Birgittu Haukdal, við á Litla sviði Þjóðleikhússins í jólasögu fyrir yngstu kyn­ slóðina. bjork@frettabladid.is Birgitta Haukdal skrifaði árið 2017 fyrsta handritið að leiksýningunni sem nú fer á fjalirnar í fyrsta sinn. „Þá var ég með tveggja ára dóttur og langaði að skrifa leiksýn­ ingu sem hún hefði gaman af að fara á. Það ár varð sagan til.“ Ári síðar hafði hún svo samband við Guðjón Davíð Karlsson, Góa og fékk hann til að skrifa leikgerðina með sér. „Gói er auðvitað einn af okkar færustu leikurum og er með sérstaka hæfileika til að skemmta börnum sem og fullorðnum. Við köstuðum handritinu á milli okkar í tvö ár og þegar okkur fannst það tilbúið höfð­ um við samband við Þjóðleikhúsið,“ segir Birgitta, en um er að ræða glæ­ nýja sögu um þau Láru og Ljónsa. „Við Gói vinnum mjög vel saman. Erum bæði vandvirk en bæði með skemmtilega notalegt kæruleysi og gleði í okkar vinnu sem gerði ferlið mjög skemmtilegt og þægilegt. Eins erum við bæði með lítil börn og skrifum og vinnum auðvitað með þau í huga.“ Fyrst um sinn sá Gói algjörlega um leikæfingar á meðan Birgitta varði tíma í hljóðveri við að klára tónlist­ ina og taka hana upp en ný tónlist eftir söngkonuna prýðir sýninguna og kemur út á tónlistarveitum á næstu dögum. Dásamlegt og óraunverulegt „Svo smám saman fór þetta allt að fléttast saman og síðustu daga fyrir frumsýningu er samvinnan mikil auðvitað hjá öllum að fínpússa, breyta og bæta. María Ólafs vinnur með mér búningana og útlit á leikur­ unum og hún hannar einnig sviðs­ myndina sem er alveg dásamlega falleg.“ Birgitta segir það bæði dásamlegt og óraunverulegt að sjá persónurnar sem hún skapaði lifna við á leik­ sviðinu. „Að sjá Láru og Ljónsa lifna við úr bókunum eftir sex ár og 18 bækur er auðvitað magnað. Það sem gerir þetta enn dásamlegra er að horfa á börnin mín og þá sérstaklega stelpuna mína Sögu Júlíu, sem er sex ára og mikill leikhúsunnandi, bíða spennta eftir því að fá að sjá. Leikverkið hentar vel yngstu áhor fendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jóla, enda gerist sagan á aðventunni þegar jólasveinar eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. „Við hugsum þetta sem fyrstu leik­ sýningu barnanna eða fyrir hópinn frá tveggja til sjö ára,“ segir Birgitta og bætir við: „Auðvitað eru börn misjöfn og þótti mér æðislegt að sjá son minn tólf ára hafa gaman af sýningunni um daginn.“ n Lára og Ljónsi lifna við Birgitta skrifaði handritið að leiksýningunni árið 2017 og fékk svo Góa í lið með sér við leikgerðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Félagarnir Lára og Ljónsi hafa lent í ótal ævin- týrum og nú er komið að jóla- sögu. Í byrjun næsta mánaðar verður látið reyna á þessa lagasetn- ingu fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna. Hver skyldi skýringin vera? n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Margt er gott um Bjarna Bene­ diktsson að segja en ljóst er að hann skortir pólitískt hugrekki. Fyrir fjórum árum tók hann flokk sinn inn í ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna. Aðrir kostir voru ekki í boði. Kyrrstöðu vinstri stjórn­ in hentaði Sjálfstæðisf lokknum ágætlega. Þrjár síðustu ríkisstjórnir flokksins sprungu allar. Eina mark­ mið flokksins var að sitja heilt kjör­ tímabil. Það tókst. Saman eiga Sjálfstæðisf lokkur og Framsókn nú ýmsa möguleika á ríkisstjórn í samstarfi við þriðja f lokk. Engu að síður kýs Bjarni að setja f lokk sinn undir forystu Vinstri grænna að nýju. Hver skyldi skýr­ ingin vera? Flokkarnir eru sam­ mála um gjafakvótann og úrelt landbúnaðarkerf i sem gagnast hvorki bændum né neytendum heldur einungis milliliðum. Báðir f lokkar styðja gríðarlegt misvægi atkvæða sem og að halda dauða­ haldi í krónuna sem gjaldmiðil og vilja einangra Ísland frá samstarfi þjóða í okkar heimshluta. Fátt skilur á milli í stjórnarskrármálum. Það er einna helst í umhverfis­ málum að munur er á stefnu f lokk­ anna. Næsta ár hefur Bjarni verið formaður f lokksins í þrettán ár. Honum hefur mistekist að finna arftaka. Einungis Guðlaugur Þór Þórðarson hefur burði til að taka við af Bjarna sem formaður Sjálf­ Sameinast Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn? stæðisf lokksins og það hugnast f lokkseigendafélaginu ekki. Með hliðsjón af málefnalegri samstöðu Vinstri grænna og Sjálf­ stæðisflokksins er upplagt að flokk­ arnir einfaldlega sameinist. Bjarni getur þá losnað af formannsvakt­ inni og við sameinuðum flokki tæki vinsælasti stjórnmálamaður lands­ ins, Katrín Jakobsdóttir. Flokkurinn gæti svo heitið Græni heimastjórn­ arf lokkurinn og skartað rauðum fálka á grænum grunni. n Ljósasýningu í Hörpu Sýningunni Circuleight í Hörpu þar sem litrík ljósasýning umvefur gesti undir tónlist Högna Egilssonar. Ljósin sem varpað er á veggina í kjallaranum í Hörpu hreyfast í takt við áhorfendur sem gerir sýninguna sérstaklega skemmtilega fyrir börn. Hádegisleikhúsi Í Þjóðleikhúskjallaranum má njóta matar og menningar í hádeginu. Ný íslensk 25 mínútna löng leikrit eru þar sýnd nokkra daga vikunnar og njóta gestir ljúffengrar súpu yfir sýningunni. Fyrir helgina var frumsýnt hjartnæmt og skondið verk, Rauða kápan eftir Sólveigu Eir Stewart, þar sem þær Edda Björg­ vinsdóttir og Snæfríður Ingvars­ dóttir fara með hlutverkin. Þetta er sannarlega kærkomin tilbreyting frá hversdagsleikanum og sérlega hentugt fyrir upptekið fólk. Þann 1. desember fer fram aðal með­ ferð í máli Dobbs gegn Jack sons Wo mens Health í Hæsta rétti Banda­ ríkjanna. Niðurstaða málsins gæti koll­ varpað fimm tíu ára gömlu dóma for dæmi Roe v. Wade og þar með stjórnar skrár vörðum rétt­ indum bandarískra kvenna til þungunar rofs. Í lok október tóku gildi í Texasfylki ströng­ ustu lög Bandaríkjanna gegn þungunarrofi, sem gerir það með öllu ólöglegt eftir sex vikna meðgöngu. Í byrjun næsta mánaðar verður látið reyna á þessa lagasetningu fyrir Hæstarétti Banda­ ríkjanna. Í þessu tölublaði er fjallað um dóma­ fordæmið frá árinu 1973, en sjónum beint að konunni sem málið snerist um, hinni þá 21 árs þunguðu konu Normu McCorvey sem bjó við bága stöðu og var þunguð í þriðja sinn. Saga Normu er áhugaverð og hún varð tákn­ mynd breytinga í heimalandi sínu. Það var þvert gegn hennar vilja, enda var henni sjálfri neitað um þann sjálfsagða rétt að fá að binda á meðgöngu sem var óvelkomin. n Sjálfsagður réttur kvenna 20 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.