Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 28

Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 28
Það að drepa einhvern er ýktasta formið sem mannleg hegðun býður upp á og ég held að flestir hafi gríðarlegan áhuga á því. Einhverjir gætu mögulega ímyndað sér að flugfreyja á Skipaskaga verði frítíma sínum í annað en að skrifa blóðugar morðsögur, en þannig hófst þó rithöfundar- ferill Evu Bjargar Ægisdóttur sem nýverið gaf út sína fjórðu glæpasögu á jafn mörgum árum. Mér finnst ég aldrei hafa tekið sérstaka ákvörðun um að sk r i f a end i leg a glæpasögur. Ég las rosalega mikið sem krakki og bóka- safnið á Akranesi var nánast mitt annað heimili,“ svarar Eva Björg, aðspurð hvenær áhuginn á hinum myrku hliðum mannlegs eðlis hafi kviknað. „Mér var stundum skutlað heim af starfsfólki safnsins á kvöld- in,“ segir hún og hlær. „Ég kláraði fyrstu heilu söguna sem unglingur þegar ég tók þátt í smásagnakeppni í skólanum. Reyndar fór ég þá beint í glæp, en í sögunni myrti stelpa bestu vin- konu sína,“ segir hún og svo virðist sem snemma hafi þráðurinn verið valinn. Í háskóla lagði Eva fyrir sig félags- fræði þar sem hún sat meðal ann- ars kúrs í af brotafræði og fjallaði í framhaldi um fanga í BA-ritgerð sinni. „Ritgerðin fjallaði um hvort betrunarvist hefði áhrif á endur- komur fanga, en ég gerði samanburð á Íslandi og löndum eins og Banda- ríkjunum þar sem fangelsi eru meira hugsuð sem refsivist. Morð óskiljanlegt flestum „Ég held ég hafi alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri hegðun og fólki almennt. Það að drepa einhvern er ýktasta formið sem mannleg hegðun býður upp á og ég held að flestir hafi gríðarlegan áhuga á því, það er fyrir okkur svo óskiljanlegt að einhver geti myrt aðra manneskju,“ segir hún. „Við viljum f lest leitast við að skilja hvernig slíkt getur gerst og mér finnst gaman að sökkva mér í það,“ segir Eva og bætir við að svo óhugs- andi glæpur sé þó í raun nær okkur en við höldum. „Við hugsum að við gætum ómögulega framið slíkan glæp, en svo hefur sagan sýnt að fleiri eru færir um að fremja hræði- lega glæpi en við höldum. Ef við til að mynda horfum á seinni heims- styrjöldina og sjáum hversu hræði- lega hluti fólk gerði – einfaldlega því það hafði leyfi til þess frá yfirvaldi.“ Eva Björg minnist jafnframt á hina frægu rannsókn sem gerð var við Stanford háskóla árið 1971, The Stanford Prison Experiment. „Þar var hópi háskólanema skipt í tvennt, helmingurinn var fangaverðir og hinn helmingurinn fangar. Eftir nokkra daga þurfti að stöðva rann- sóknina því fangaverðirnir voru orðnir svo brútal – því þeir fengu leyfi,“ rifjar hún upp. „Ég held því að fólk sé fært um að gera mikið meira en það heldur,“ segir hún með áherslu. Það er mannlegt eðli og hvers það er megnugt, sem augljóslega er ástríða Evu en hún segir góðar glæpasögur að sínu mati þurfa að búa yfir sterkri baksögu. „Það þurfa að vera raunhæfar ástæður fyrir glæpunum svo les- endur skilji hvernig þetta gat leitt til slíks atviks.“ Skrifar tvö þúsund orð á dag Fyrsta bók Evu Bjargar, Marrið í stiganum, kom út árið 2018 en hafði verið tæpt ár í vinnslu. „Ég vissi ekkert hvort ég hefði það í mér að skrifa heila bók, hafði oft skrifað brot. En þegar ég lauk mast- ersnámi í alþjóðafræði í Þrándheimi og flutti heim, ákvað ég að setjast við skriftir og lauk bókinni á níu mán- uðum.“ Við heimflutninga réði Eva Björg sig sem flugfreyju hjá Wow Air, enda sannfærð um að það starf gæfi henni rými til að skrifa. Fólk er fært um meira en það heldur Eva Björg réði sig sem flugfreyju til að geta skrifað í frítíma sínum og stoppum erlendis þar sem hún sat á hótelherbergjum við skriftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég var með tvö börn og gat þannig skrifað í vaktafríum og tekið tölvuna með mér út í stopp.“ Aðspurð hvort hún hafi setið uppi á hótelherbergjum hingað og þangað um heiminn og skrifað um glæpi á Íslandi svarar Eva: „Á milli þess sem maður var að versla,“ og skellir upp úr. „Ég vann við flugið svona átta til tíu daga í mánuði og átti svo gott frí inn á milli sem ég nýtti til að skrifa.“ Til að klára bókina setti Eva sér markmið um tvö þúsund orð á dag. „Ég las einhvers staðar að Stephen King hefði gert það og hélt mig við það og það endaði í bók,“ segir hún í léttum tón. „Stundum var maður allan daginn að ná upp í mark- miðið en stundum kemur það bara á tveimur tímum. En það er sama hvað maður skrifar – það er alltaf góð æfing.“ Bók og barn í sama mánuði Um sama leyti og handritið að fyrstu bók Evu var tilbúið auglýsti bókaút- gáfan Veröld samkeppni um ný bók- menntaverðlaun, Svartfuglinn, sem stofnað hafði verið til í samstarfi við glæpasagnahöfundana Yrsu Sigurðardóttur og Ragnar Jónasson. Samkeppnin er fyrir höfunda sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa- sögu svo hún passaði vel fyrir frum- raun Evu, sem tók þátt og bar sigur úr býtum. Með sigrinum hlaut Eva útgáfusamning hér á landi, pen- ingaverðlaun en einnig samning við umboðsmann í Bretlandi. Skemmst er frá því að segja að Marrið í stiganum varð metsölu- bók hér á landi og fljótlega keypti breskt forlag útgáfuréttinn og í kjöl- farið hafa fylgt samningar víða um heim og bókin verið þýdd á ensku og frönsku og næst stendur til að þýða hana á þýsku. „Ég fékk þarna bók og barn í sama mánuði í mars 2018,“ segir Eva, sem var í fæðingarorlofi með sitt þriðja barn þegar bókin kom út. „Ég vissi ekkert þegar ég byrjaði á þessu og þekkti þennan útgáfu- bransa ekkert. En mér skilst að það sé nauðsynlegt að vera með góðan umboðsmann erlendis og það er líklega þess vegna sem hlutirnir hafa gerst tiltölulega hratt. Umboðs- maður minn, David Haedley, hefur tvisvar verið kosinn einn af hundrað áhrifamestu mönnum í breskri bókaútgáfu. Ég var því mjög heppin að hafa komist að hjá honum, en áttaði mig lítið á því á sínum tíma.“ Fylgist með að heiman Eva segir velgengnina enn heldur óraunverulega, ekki síst þar sem heimsfaraldur hafi fest alla heima við lengi. „Þetta er búið að vera svolítið fjarlægt manni, en bókin kom út í Bretlandi árið 2019 á sama tíma og Covid skall á. Svo ég hef setið heima við tölvuna og fylgst með því sem er að gerast erlendis. Þetta er óraunverulegt enn þá en á þessum tíma hef ég farið í einn túr á bókaráðstefnu í Frakklandi. Þar var sérstakt að hitta fullt af frönskumæl- andi fólki sem hafði lesið bókina og vildi myndir af sér með mér.“ Í vor var tilkynnt að Marrið í stig- anum hefði hlotið Gullrýtinginn, ein virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands, en bókin var eina þýð- ingin sem tilnefnd var. „Þetta eru nokkrir rýtingar sem eru veittir í verðlaun. Minn rýtingur heitir New Blood Dagger, svo er annar sem heitir Gold Dagger.“ Eva er fremur hógvær þegar hún er spurð um viðurkenninguna. „Það er vissulega gott að geta sett þennan stimpil á bækurnar og bókin hefur selst vel úti. Þau Arnaldur og Yrsa ruddu slóðina fyrir marga hér heima, enda urðu íslenskar glæpa- sögur vinsælar úti og hafa gengið rosalega vel.“ Eftir fæðingarorlofið sneri Eva ekki aftur í f lugið því samning- arnir erlendis gerðu henni kleift að einbeita sér að ritstörfum og það hefur hún svo sannarlega gert, enda komnar út fjórar bækur og sú nýjasta, Þú sérð mig ekki, kom út nú í mánuðinum. „Nú tek ég ár frá ári og sé til hvort ég geti leyft mér að starfa áfram við ástríðu mína, en ég upplifi skrifin ekki eins og vinnu þó að í aðra röndina reyni ég að líta á skrifin sem vinnu sem ég sinni á dagvinnutíma.“ Frjálsari hendur í spennusögu Nýjustu bókina flokkar Eva fremur sem spennusögu en glæpasögu, þó í henni sé framið morð eins og í fyrri bókum hennar. „Mig langaði að skrifa spennu- sögu þar sem allt byrjar í lagi en á endanum gerist eitthvað hræðilegt. Maður hefur frjálsari hendur í slíkri sögu, heldur en í lögreglusögu þar sem allt umhverfið við rannsókn sakamála er orðið svo tæknivætt,“ segir Eva og viðurkennir að við skrif glæpasögu sé nauðsyn að viða að sér miklu af upplýsingum um störf lög- reglu. „Maður þarf að hafa einhvern innanbúðarmann í löggunni og ég er með nokkra sem ég get leitað til. Svo hef ég haft samband við Pétur Guðmann réttarmeinafræðing, til dæmis til að fá upplýsingar um það hvernig lík myndi líta út eftir að hafa legið í gjótu í sjö mánuði.“ Sögusvið fyrstu þriggja bóka Evu eru æskuslóðir hennar á Akranesi en í þeirri nýjustu hefur það færst á Snæfellsnesið, en þangað á hún jafn- framt sterka tengingu. „Fjölskylda mín á bústað á Arnar- stapa, Snæfellsnesi og þar kviknaði áhugi minn á öllu yfirnáttúrulegu og draugalegu,“ segir Eva sem alltaf hefur haft frjótt ímyndunarafl. „Jök- ullinn og hraunið og myndirnar í því – þessi sérstaka orka á Snæ- fellsnesinu, vona ég að skili sér í bókinni.“ Bókaútgáfa er persónuleg Aðspurð segist Eva fá töluverð við- brögð frá erlendum lesendum bóka sinna. „Svo í hvert sinn sem ný bók kemur út hringir fjölskyldan reglu- lega og segir mér frá hinum og þess- um sem hafi lesið hana og sagt þeim frá,“ segir hún í léttum tón. „Að gefa út bók er mjög persónu- legt. Maður er kannski í heilt ár að skrifa hana og svo er hún gefin út og ekkert heyrist strax og maður bara bíður óþreyjufullur. Því er ég mjög þakklát þegar  ég heyri eitthvað jákvætt.“ n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 28 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.