Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 32

Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 32
Klapp er nýtt rafrænt greiðslu- kerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almennings- samgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjald er greitt í vagninum, segir Jóhannes Rúnars- son, framkvæmdastjóri Strætó. „Klapp mun auka sveigjanleika viðskiptavina til muna. Kerfið byggist á því að notendur haldi utan um og stjórni sínum eigin aðgöngum. Þannig verður hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort inn á vefaðgangi notenda, „Mínum síðum“, senda fargjöld á milli farmiðla eða á aðra notendur og nálgast sögulegt yfirlit yfir kaup.“ Nýja kerfið, sem verður form- lega innleitt 16. nóvember, mun að sögn Jóhannesar einnig gefa Strætó betri upplýsingar um það hvernig fólk er að nota leiðakerfið, sem geri fyrirtækinu kleift að skipuleggja það betur út frá raunverulegum þörfum viðskiptavina. Þrjár leiðir í boði Til að byrja með verður hægt að nota þrjár greiðsluleiðir til þess að borga um borð í Strætó. Það verður með Klapp korti, appi eða tíu miða pappaspjaldi. „Klapp kort er snjallkort sem þú leggur upp við skanna um borð í Strætó til þess að greiða fargjaldið. Fyllt er á kortið í gegnum vefaðgang notenda á „Mínum síðum“ á klappid.is. Það er hægt að setja tímabilskort eða staka miða inn á kortið.“ Við- skiptavinir geta einnig skráð sig í „sjálfvirka áfyllingu“ þannig það fyllist sjálfkrafa á Klapp kortið ef inneignin fer niður fyrir ákveðna upphæð. „Hægt er að kaupa Klapp kort inn á straeto.is og hjá öllum söluaðilum Strætó á höfuðborgar- svæðinu.“ Aukin þægindi Með Klapp appinu er hægt að nota snjallsímann til að kaupa staka miða eða tímabilskort fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. „Það er einnig hægt að tengja appið við „Mínar síður“ og fylla á það þaðan. Frá og með 16. nóvember verður ekki lengur hægt að kaupa miða eða tímabilskort fyrir höfuð- borgarsvæðið í núverandi Strætó appi. Hægt er að sækja Klapp appið inn á App Store og Google Play.“ Klapp tía er pappaspjald með tíu miðum fyrir fullorðna, ungmenni eða aldraða. „Þessi vara kemur í stað pappírs strætómiðanna. Pappaspjaldið er með kóða sem er skannaður um borð í vagninum en á skannanum kemur fram hvað margar ferðir eru eftir á spjaldinu. Hægt er að kaupa Klapp tíu hjá öllum söluaðilum Strætó á höfuð- borgarsvæðinu eða í vefverslun Strætó.“ Aðgengi mun betra Nýja greiðslukerfið kemur frá norsku fyrirtæki sem heitir FARA að sögn Jóhannesar en fyrirtækið hefur mikla reynslu af greiðslu- kerfum fyrir almenningssam- göngur í Skandinavíu. „Þetta er gríðarlega umfangsmikið verkefni og það er í mörg horn að líta. Það þarf meðal annars að setja upp tækjabúnað í öllum vögnum, þróa hugbúnað, þjálfa starfsfólk og margt fleira.“ Hann segir helsta markmiðið með appinu vera að nútímavæða greiðslulausnir í almenningssam- göngum á höfuðborgarsvæðinu og gera það sambærilegt við almenn- ingssamgöngukerfi í borgum nágrannalandanna. „Aðgengi viðskiptavina að greiðslumiðlum verður mun betra, þeir afgreiða vörur eins og tímabilskort sjálfir inn á „Mínum síðum“ eða í appi Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Nýja greiðslukerfið Klapp verður formlega innleitt 16. nóvember, segir Jóhannes Rúnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Með Klapp er hægt að nota snjallsíma til að kaupa staka miða eða tíma- bilskort í Strætó. Klapp kort er lagt við skanna til að greiða fargjaldið. Klapp tía er pappaspjald með tíu miðum. Til að byrja með verður hægt að nota þrjár greiðsluleiðir til þess að borga um borð í Strætó, með Klapp korti, appi eða tíu miða pappaspjaldi. auk þess sem nýja gjaldskráin eykur á sveigjanleika fyrir not- endur þar sem þörfin fyrir lengri bindingu til að fá sem bestu kjörin minnkar.“ Utan þess mun Strætó bæta gagnaöflun úr kerfinu sem gerir fyrirtækinu kleift að skipuleggja það enn betur út frá raunveru- legum þörfum viðskiptavina. Frestur fram á næsta ár Frá og með 1. mars 2022 verður ekki lengur hægt að greiða með pappírsfarmiðum um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. „Það verður gefinn frestur til 16. mars 2022 til þess að skipta öllum gömlum farmiðum yfir í inneign í Klapp greiðslukerfinu. Handhafar tímabilskorta í gamla greiðslu- kerfi Strætó skulu leyfa gildistíma kortanna að renna út áður en skipt er yfir í Klapp greiðslukerfið.“ Frá og með 16. nóvember verður ekki lengur hægt að kaupa miða eða tímabilskort fyrir höfuðborg- arsvæðið í núverandi Strætó appi. „Það verður hins vegar áfram hægt að kaupa landsbyggðarmiða þar. Til að byrja með verður núverandi Strætó app áfram notað til þess að plana ferðir og fylgjast með rauntímastöðu vagnanna og áfram verður hægt að greiða með reiðufé þar til annað verður tilkynnt.“ n Nánari upplýsingar á klappid.is. 2 kynningarblað A L LT 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.