Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 34
Súpan á rætur að rekja til Miðjarðar- hafsins og hefur verið alþýðurétt- ur um aldir en Julia Child gerði hana fræga á síðustu öld. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Matur er mannsins megin eru orð sönnu og matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa verið opnaðir í úthverfum borgar- innar við mikinn fögnuð úthverf- isíbúanna enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. 20&SJÖ mathús & bar er einn þeirra veitingastaða sem hafa vakið mikla athygli og komið skemmti- lega á óvart með einstakri matar- gerð og hefðum. Helgi Sverrisson og fjölskylda hans eiga og reka staðinn. Að sögn Helga fá styrk- leikar allra fjölskyldumeðlima að njóta sín á staðnum á einn eða annan hátt. Þegar Helgi er spurður út í söguna á bak við staðinn segir hann opnun hans hafi verið vel ígrundaða. „Þetta er fjölskyldu- verkefni og við vorum búin að hugsa lengi um að opna veitinga- stað. Þótt minn bakgrunnur liggi aðallega í kvikmyndagerð og ritstörfum þá hef ég alltaf haft brennandi áhuga á eldamennsku. Ég sá um eldhús á hóteli úti á landi í nokkur ár og svo opnaðist tækifæri til að opna þennan veitingastað og eftir það varð ekki aftur snúið.“ 20&SJÖ mathús og bar er stað- sett við Víkurhvarf í Kópavogi. Elliðavatn og fjallasýn blasa við matargestum. „Við féllum strax fyrir þessari staðsetningu. Staður- inn er rúmgóður, getum tekið allt að hundrað gesti og útsýnið er alltaf fallegt.“ Ilmur lokkandi úr reykofninum Reykofn frá Tennessee er hjarta eldhússins. „Matargerðin hér er margs konar, við leitum fanga í Suðurríkjum Bandaríkjanna, Norður-Afríku og löndunum við Miðjarðarhaf. Reykofninn leikur stórt hlutverk í eldhúsinu og veitir okkur sérstöðu. Við reykjum kjöt „low and slow“ eins og sagt er í Ameríku. Við notum birki í ofninn og náum fram hæfilega miklu reykbragði. Við búum til past- rami, sem er frægur gyðingaréttur í delíbúðum í Bandaríkjunum. Það tekur marga daga að útbúa past- rami og við gerðum ótal tilraunir þar til við vorum ánægð. Reykofn- inn skiptir þar miklu máli.“ Á matseðlinum er að finna ýmsa Guðdómleg frönsk fiskisúpa Helgi í eldhúsinu, vígalegur í súpugerðinni enda er hvert smáatriði úthugsað og ekkert má klikka. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hráefnið í súpuna sem er matarmikil. Frönsk fiskisúpa, bouillabaisse, með kræklingi, þorski og risarækjum. kjötrétti fyrir utan pastrami, svo sem svínarif, pulled pork, ragú og lambalæri. Flatbrauð eru borin fram með mörgum réttum, heima- bökuð og gjarna fylgir hummus með. Helgi segir jafnframt að áhersla sé lögð á að veganfólk hafi úr nægu að velja. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með góðan veganseðil, bjóðum meðal annars upp á vegan lasagna sem eru reykt í ofninum. Jólahlaðborð og jólabröns Jólaundirbúningur er hafinn á veitingahúsinu. „Við ætlum að hafa jólahlaðborð og jólabröns frá miðjum nóvember og fram til jóla. Það er alltaf gaman að breyta til og við hlökkum mikið til aðventunnar. Auk þess hyggjumst við endurtaka leikinn frá í fyrra og bjóða upp á jólakörfur með okkar eigin mat og öðru góðgæti.“ Bláir tónar einkenna 20&SJÖ mathús og bar. Það var argentínsk- ur arkitekt, Alvaro Rodrigues, sem gerði frumteikningar að staðnum. „Við nutum síðan hjálpar vinkonu okkar, Stanislövu Nedelkovic, sem er innanhússhönnuður og á heiðurinn af mörgum fallegum veitingahúsum í Serbíu og víðar. Húsgögnin keyptum við hjá Charlie Pommier sem er fransk- serbneskur húsgagnahönnuður. Þá erum við afar stolt af því að vera með nokkur málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson – þau glæða salinn svo sannarlega lífi.“ Sælkerasúpa Helga Helgi deilir hér með lesendum sælkerasúpu sem matgæðingar munu eiga erfitt með að standast. „Þessi klassíska franska fiskisúpa er ný á matseðlinum okkar. Við erum alltaf með tvo fiskrétti á mat- seðli og skiptum um annan þeirra nokkrum sinnum á ári. Súpan á rætur að rekja til Miðjarðarhafsins og hefur verið alþýðuréttur um aldir en Julia Child gerði hana fræga á síðustu öld,“ segir Helgi. Bouillabaisse 500 g bláskel (kræklingur) 250 g risarækjur 500 g þorskur 100 ml ólífuolía 1 stór laukur – skorinn smátt 1 blaðlaukur – skorinn smátt ½ fennel – skorið smátt 2 hvítlauksrif – kramin 4 tómatar – grófskornir 1 lárviðarlauf 3 greinar timían ½ tsk. saffran Appelsínubörkur af ½ appelsínu ½ lítri fiskisoð 2 msk. steinselja 3 gulrætur, smáar 10 kartöflur, litlar 1 glas hvítvín Pipar og salt eftir smekk Fiskisoðið má búa til úr beinum úr þorski og lúðu til dæmis. Hægt að fá í fiskbúðinni fyrir lítið eða ekk- ert verð. Það er líka hægt að sjóða krabba, við gerum það á 27 en þar sjóðum við íslenskan grjótkrabba í soðið. Einnig má nota tilbúinn fiskikraft. Því næst setjum við ólífuolíu á pönnu og glærum lauk, blaðlauk, fennel og hvítlauk. Við bætum tómötum út á pönnuna, fiskisoði og hvítvíni. Að auki setjum við saffran, timían, appelsínubörkinn og lárviðarlauf út í. Látum þetta malla í 20 mínútur. Tökum fram pott. Skerum kart- öflurnar í tvennt og gulræturnar á kínverskan máta. Sjóðum síðan kartöflurnar og gulræturnar þangað til þær eru tilbúnar. Næst tökum við allt sem er á pönnunni og setjum í matvinnslu- vél. Maukum það vel. Síðan er allt maukið, fyrir utan einn bolla, sett í sigti. Vökvinn er settur í pott og maukið úr bollanum með. Næst tökum við fiskmetið og setjum í pottinn. Þetta er soðið í fimm til 10 mínútur eða þar til skeljarnar hafa opnað sig og þorskurinn soðinn. Gæta þarf þess að sjóða ekki of lengi. Fiskurinn er því næst veiddur upp úr pottinum og settur á diska. Súpan er sett í könnu og hellt yfir diskinn þegar hann er kominn á borðið. Steinselju stráð yfir í lokin og svo er bara að njóta. n Seb.indd 1 12.11.2021 11:21:29 4 kynningarblað A L LT 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.