Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 40
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2021. Sótt er um starfið á ráðningarvef Icepharma: www.icepharma.is / Um Icepharma / Atvinna
VIÐSKIPTASTJÓRI Á LYFJASVIÐI (KEY ACCOUNT MANAGER)
ICEPHARMA LEITAR AÐ SÖLUDRIFNUM OG METNAÐARFULLUM LIÐSMANNI TIL AÐ SINNA FJÖLBREYTTU OG KREFJANDI STARFI
Nánari upplýsingar um starfið veitir Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma, lilja.dogg@icepharma.is. Umsókn skal fylgja ítarleg
ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Við hvetjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um, óháð kyni. Farið verður með
allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:
• Markaðssetning og sala lyfja með kynningum, fræðslu og eftirfylgni
• Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til heilbrigðisstarfsfólks
• Þátttaka í og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis, erlendis
og rafrænt
• Samskipti við erlenda birgja
• Markaðsgreiningar og áætlanagerð
• Gerð umsókna um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga
• Gerð lyfjaauglýsinga og markaðsefnis
HÆFNIKRÖFUR:
• Reynsla af sölu- og markaðsstarfi, viðskiptastjórn og sölu
heilbrigðisvara eða lyfja
• Mikill drifkraftur og frumkvæði
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun
og mannlegum/rafrænum samskiptum
• Hæfileikar til og ánægja af að vinna faglega, sjálfstætt
og skipulega að skýrum markmiðum
• Hæfileikar til að setja sig inn í flókið fræðilegt efni og miðla
því áfram
• Gott vald á íslensku og ensku
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með
öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og
þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Dap ehf. er ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar
og arkitektúrs. Verkefnin eru mjög fjölbreytt
og áhugaverð hönnunar- og ráðgjafastörf fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila, þ.m.t.
fyrir verslun og þjónustu ásamt íbúðar- og
skrifstofuhúsnæði. Jafnframt er ráðgjöf vegna
þróunar og uppbyggingar einstakra lóða og/
eða svæða hluti af starfsemi dap.
Starfsmenn stofunnar eru fimm og erum
við staðsett í vesturhluta Reykjavíkur þar
sem tenging við almenningssamgöngur eru
mjög góðar. Jafnframt er gott aðgengi að
bílastæðum.
Kynningarefni dap er að finna á slóðinni
Instagram.com/dap_arkitektar/
Umsjón með starfinu hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).
Dap ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar og arkitektúrs leitar að hugmyndaríkum og metnaðarfullum
arkitekt til að takast á við krefjandi og skapandi verkefni stofunnar. Við höfum gaman af því sem við
gerum og því er mikilvægt að þú sért með jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfssvið:
• Hönnun mannvirkja.
• Gerð skipulagsáætlana.
• Hönnun og framsetning tillagna í 3D.
• Gerð aðal- og verkteikninga.
• Hönnunarstjórnun.
• Samskipti við opinberar stofnanir.
Hæfniskröfur:
• Yfirgripsmikil þekking á Revit/Autocad.
• Kunnátta á Sketch-up eða
sambærilegum 3D forritum.
• Reynsla af gerð aðal- og verkteikninga.
• Skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
• Jákvætt viðmót og hæfni
í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Arkitekt
2 ATVINNUBLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR