Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 71
Magnús Friðbergsson mælir
með sæbjúgnahylkjum frá
Arctic Star, en hann finnur
mun á sér eftir að hann fór
að nota þau. Sæbjúgu inni-
halda yfir fimmtíu tegundir
af næringarefnum.
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem
heilsubótarfæði og notuð til bóta
við hinum ýmsu meinum. Kín-
verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin-
seng hafsins“ og til eru sagnir um
notkun sæbjúgna þar fyrir meira
en þúsund árum.
Arctic Star sæbjúgnahylkin inni-
halda yfir fimmtíu tegundir af nær-
ingarefnum sem geta haft jákvæð
áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans, til dæmis er mikið
kollagen í þeim, en það er eitt helsta
uppbyggingarprótein líkamans.
Finnur mikinn mun á sér
Á síðustu árum hefur Arctic
Star sérhæft sig í þróun á fæðu-
bótarefnum, svo sem framleiðslu,
markaðssetningu og sölu á hágæða
sæbjúgnahylkjum.
-Hylkin eru framleidd úr íslensk-
um, hágæða, villtum sæbjúgum
Sæbjúgnahylkin eru bylting
Magnús er betri í
hnjám og finnur
minna fyrir lið
verkjum eftir að
hann fór að taka
sæbjúgnahylkin.
áður. Að minnsta kosti gerði ég
það ekki með bros á vör og það tók
mig langan tíma að jafna mig eftir
álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem
er 71 árs, hafði fengið að heyra frá
lækni að mikið slit væri í hnjám
hans og ekki væri von á að það
gengi til baka. „Hann sagði mér að
kíkja á fæðingardaginn minn og
að ég gæti ekki búist við að fara
aftur í tíma. Mér fannst vont að
heyra þetta og var því tilbúinn að
prófa ýmislegt sem gæti mögulega
lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá
Arctic Star virka mjög vel á mig og
ég mæli með að fólk prófi þau.“ n
Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást
í flestum apótekum og heilsubúð
um ásamt Hagkaupum, Fjarðar
kaupum og á Heimkaup.is.
Kvintettinn Hviða var
stofnaður í desember árið
2019 af fimm ungum tón-
listarmönnum. Hljómsveitin
leitast við að spila þunga-
vigtarverk blásarakvint-
etts-tónbókmenntanna og
samanstendur af fimm með-
limum frá fjórum löndum.
johannamaria@torg.is
Þrír meðlimir hljómsveitarinnar
eru fastráðnir hjá Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Það eru Julia Hant chel
óbóleikari, Bryndís Þórisdóttir á
fagott og Frank Hammarin horn-
leikari. Finn Schofield á klarínett
og Björg Brjánsdóttir þverflautu-
leikari eru sjálfstætt starfandi tón-
listarmenn og spila bæði reglulega
með Sinfóníunni. „Við kynntumst
öll við að spila saman og það var
Julia sem átti frumkvæðið að því að
stofna hljómsveitina. Hana langaði
að stofna kvintett og hóaði í okkur.
Þannig varð hljómsveitin til,“ segir
Björg Brjánsdóttir.
Fimm áttir
Bryndís nam við Konunglega Tón-
listarháskólann í Kaupmannahöfn.
Hún hefur verið aukamaður hjá
Dönsku útvarpshljómsveitinni
og Sinfóníuhljómsveit Sjálands og
spilar reglulega með hljómsveitum
á borð við Hljómsveit Íslensku
óperunnar og Caput.
Frank Hammarin frá Kaliforníu
er með meistaragráðu frá The Pea-
body Institute í Baltimore. Kennari
hans þar var Denise Tryon. Sam-
hliða starfinu hefur hann spilað
kammertónlist á alþjóðlegum
vettvangi.
Julia Hantschel er frá Aachen
í Þýskalandi. Hún stundaði nám
við Musikhochschule Freiburg im
Breisgau, Sibeliusarakademíuna í
Helsinki og í Hochschule für Musik
í Basel. Hún hefur kennt víða um
heim og komið fram sem einleikari.
Finn Alexander Schofield er
frá Nýja-Sjálandi. Hann er með
meistaragráðu frá Tónlistarháskól-
anum í Zürich og master í kammer-
músík við Tónlistarháskólann í
Trossingen í Þýskalandi. Finn hefur
spilað á námskeiðum fyrir marga
af frægustu klarínettuleikurum
heims.
Björg Brjánsdóttir útskrifaðist
af einleikarabraut frá Tónlistar-
háskóla Noregs 2017. Hún er
stofnandi kammersveitarinnar
Elju. Hún er fastur flautuleikari
tónlistarhópsins Caput og með-
limur flautuseptettsins Viibra sem
hefur unnið með Björk Guðmunds-
dóttur frá árinu 2016.
Tveir Íslendingar, Þjóðverji,
Nýsjálendingur og Bandaríkja-
maður. Hvernig hefur þessi þjóða-
blanda áhrif á hljómsveitina?
„Ég hef í raun aldrei pælt í því
að við séum frá mörgum löndum.
Við tölum mest saman á ensku og
það er alveg fyndið að heyra fjóra
mismunandi enska hreima. Það
er samt mjög skemmtilegt að við
séum úr svona mörgum áttum og
gefur okkur alveg örugglega mjög
mikið.“
Mér skilst að kvintettinn hafi
hálfgert gælunafn. Kvíðakvintett-
inn. Viltu útskýra þessa nafngift?
„Þetta grín spratt út frá því að
nafnið okkar Hviða hljómar ansi
líkt „kvíða“, sérstaklega þegar það
er sagt í samræðum á ensku. Við
gerum samt auðvitað okkar besta
til að vinna vel á kvíða og halda í
spilagleðina í flutningnum, Hviða
er betri en kvíði,“ segir Björg og
hlær.
Bestu minningarnar tengdar
hljómsveitaræfingum
„Við erum öll sammála um að kvin-
tettinn sé mjög beintengdur Covid-
19 faraldrinum, en hann var stofn-
aður áður en fyrsta bylgjan skall á.
Við byrjuðum að æfa í febrúar 2020
fyrir fyrstu tónleikana okkar sem
áttu að vera í apríl. Þetta var í fyrstu
bylgjunni á tíma þegar maður hitti
aldrei neinn, en við stofnuðum
faraldurskúlu og hittumst til að
spila saman.
Það er eitthvað mjög fallegt
við það að hafa getað hist og gert
músík saman þó að það væri búið
að aflýsa öllum tónleikum um
ófyrirséðan tíma og það gaf okkur
mikið. Tónleikarnir í apríl breytt-
ust í stafræna tónleikaheimsend-
ingu tónleikaraðarinnar „Heima í
Hörpu“ frá Eldborg. Æfingar með
kvint ettinum eru einar af mínum
bestu minningum frá Covid-tím-
anum,“ segir Björg.
Hvernig hefur gengið að halda
tónleika og æfa á faraldurstímum?
„Þetta hefur verið ævintýralegt
eins og hjá mörgum. Fyrstu tón-
leikar 2020 urðu að streymistón-
leikum. Næstu tónleikum frest-
uðum við tvisvar og héldum þá
loks í Dómkirkjunni í febrúar 2021
við góðar undirtektir.
Við þurftum svo að fresta tón-
leikum á vegum tónleikaraðarinn-
ar Tíbrár í Salnum í Kópavogi um
daginn vegna sóttkvíar hjá tveimur
meðlimum. Þeir tónleikar verða
á dagskrá núna á þriðjudaginn
16. nóvember í Salnum. Á dagskrá
verður fáheyrð blásaratónlist með
frönsku ívafi. Þarna eru fjölbreytt
verk eftir Jaques Ibert, Maurice
Ravel, Jean Françaix og Francis
Poulenc. Þetta verður heilmikil
frönsk veisla og með okkur kemur
fram píanóleikarinn Mathias Hal-
vorsen sem flytur með okkur frá-
bæran sextett Poulenc fyrir píanó
og blásarakvintett.“
Klæjar í fingurna
Kvintettinn segir Björg leitast
við að taka fyrir þungavigtar-
verk blásarakvintetts-tónbók-
menntanna og á sama tíma finna
minna spiluð verk sem eru vel verð
áheyrnar. „Verk sem eru krefjandi
og dýnamísk fyrir alla spilara og
tala til okkar sem heild.
Við vorum svo heppin að fá risa-
stóran bunka frá Blásarakvintett
Reykjavíkur og nýttum Covid-
rólegheitin í að spila í gegnum
fjöldann allan af verkum. Þannig
uppgötvuðum við alls konar verk
sem við þekktum ekki fyrir. Svo er
auðvitað kúnstin að púsla saman
verkum þannig að þau myndi fal-
lega heild. Stundum eru andstæð-
urnar áhugaverðastar og stundum
er skemmtilegast að hafa rauðan
þráð í gegnum efnisskrána. Það má
segja að bæði eigi við um efnis-
skrána á þriðjudaginn: verkin eru
öll frönsk en gjörólík á sinn hátt.
Við erum búin að vera að æfa
þessa dagskrá fyrir Tíbrá síðan
í ágúst og klæjar í fingurna að fá
að flytja þessa fallegu tónlist. Við
erum komin í góða þjálfun að
færa til og aðlaga okkur síbreyti-
legum aðstæðum, en vonumst að
sjálfsögðu til þess að geta haldið
tónleikana á þriðjudaginn með
glæsibrag,“ segir Björg.
Hvað er svo á döfinni?
„Við höfum fengið mörg spenn-
andi verkefni í vetur. Við munum
meðal annars fara í skólaheim-
sóknir að spila Pétur og úlfinn fyrir
kvintett og sögumann. Flautan er
þá fuglinn, klarinettið er köttur-
inn, óbóið er öndin, hornið er
úlfurinn og fagottið túlkar afann.
Pétur er sá eini sem er ekki skrif-
aður með sérstakt hljóðfæri, en
hans persónu er skellt inn í ýmis
önnur hljóðfæri. Þá verðum við
með tónleika í Hörpu þann 13.
desember með ólíkri efnisskrá frá
Tíbrártónleikunum,“ segir Björg að
lokum. n
Hviða er betri en að kvíða
Kvintettinn var stofnaður á vetrardögum 2019 og fékk gælunafnið Kvíða
kvintettinn, enda hófu meðlimir hljómsveitaræfingar í miðjum heims
faraldri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það er eitthvað
fallegt við að hafa
getað hist og gert músík
saman þó að það væri
búið að aflýsa öllum
tónleikum um ófyrir-
séðan tíma og það gaf
okkur mikið.
sem eru veidd í Atlantshafinu.
Magnús Friðbergsson hefur tekið
sæbjúgnahylkin frá Arctic Star
undanfarin ár. „Vinur minn kynnti
mig fyrir sæbjúgnahylkjunum og
þar sem ég hafði lengi verið slæmur
í hnjám, með liðverki og lítið
getað beitt mér, ákvað ég að prófa.
Tveimur til þremur vikum seinna
fann ég mikinn mun.
Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin
í nokkur ár og fer allra minna
ferða án óþæginda. Það er algjör
bylting frá því sem áður var. Nú get
ég gert hluti eins og að fara í langar
gönguferðir, sem ég gat varla gert
ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 13. nóvember 2021