Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 76
Þær vildu breyta lögunum en ég vildi bara fara í fóstureyð- ingu. Samkvæmt Normu voru þær allar drukknar þegar hinar tvær fóru að reyna að sannfæra hana um að leyfa þeim að fara með mál henn- ar fyrir dómstóla. Þann 1. desember fer fram aðalmeðferð í máli Dobbs gegn Jacksons Women’s Health í Hæstarétti Banda­ ríkjanna, en niðurstaða málsins gæti kollvarpað fimmtíu ára gömlu dómafor­ dæmi Roe v. Wade og þar með stjórnarskrárvörðum rétt­ indum bandarískra kvenna til þungunarrofs. Dómsmálið snýr að lög­ mæti fóstureyðinga­ laga í Mississippi frá árinu 2018 en sam­ kvæmt þeim er konum óheimilt að fara í þungunarrof eftir 15 vikna meðgöngu. Það er um tveimur mánuðum fyrr en dóma­ fordæmið Roe v. Wade heimilar. Roe v. Wade er líklega þekktasta dómafordæmi Bandaríkjanna. Málið fór í gegnum lægri dómstig Bandaríkjanna við upphaf átt­ unda áratugarins og kvað Hæsti­ réttur upp sögulegan dóm sinn árið 1973. Þó að margir þekki dóms­ málið, bæði í Bandaríkjunum og hér heima, þekkja færri konurnar á bak við það. Ónafngreinda þungaða konan í málinu var hin 21 árs gamla Norma McCorvey sem bar þá sitt þriðja barn undir belti. Þegar hún leitaði til læknis í von um að komast í þungunarrof var henni vísað frá, enda var það með öllu bannað í Texasríki á þeim tíma. Tvær ungar konur, nýútskrifaðar úr lagadeild Texasháskóla í Austin, ákváðu að taka mál hennar að sér. Þær voru hin 27 ára Linda Coffe og hin 24 ára Sarah Weddington og fóru þær með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Saga Normu er jafn áhugaverð og dómsmálið sjálft, en hún var nafn­ laus á öllum dómsskjölum. Þegar hún steig fram skömmu eftir niður­ stöðu dómsins var ljóst að hún var ekki feminíska átrúnaðargoðið sem margir vonuðust eftir. Norma átti hræðilega æsku, var breysk manneskja og hafði ýmsa galla í fari sínu. Það var brotið ítrek­ að á henni frá blautu barnsbeini og reyndi fólk að notfæra sér hana nær alla ævi hennar. Fyrst voru það illa innrættir karlmenn, síðan konur með göfug markmið og síðast menn sem töldu sig tala fyrir guð. McCorvey fæddist sem Norma Nelson árið 1947 í smábæ í Louis­ iana í Bandaríkjunum. Að hennar sögn vildi móðir hennar, Mary, fara í þungunarrof þegar hún gekk með hana. Fjölskyldan var fátæk og móðir hennar of beldisfullur alkó­ hólisti sem beitti dóttur sína ítrekað ofbeldi. Olin, faðir hennar, var sjónvarps­ viðgerðarmaður og að sögn Normu var hann ljúfur maður en fjarlægur. Hann yfirgaf fjölskylduna þegar Norma var 13 ára. Þegar Norma var ung f luttist fjölskyldan til Texas og varði hún meirihluta uppeldisáranna þar. Samkvæmt The New York Times var Norma grannur unglingur, allt­ af á iði og kölluðu vinkonur hennar hana Pixie sem mætti þýða sem álfur eða púki. Normu kom illa saman við móður sína og rifust þær oft heiftarlega sem olli því að Norma reyndi ítrekað að strjúka að heiman. Hún komst fyrst í kast við lögin þegar hún var tíu ára er hún stal peningum á bensínstöð þar sem hún vann við að þrífa bíl­ rúður. Hún notaði peningana til að taka rútu til Oklahoma með vini sínum en lögreglan hafði upp á þeim og sendi þau aftur til Texas. Hún var í kjölfarið send í kaþólsk­ an heimavistarskóla. Í sjálfsævisögu hennar, I am Roe, greinir frá því að hún hafi verið kynferðislega mis­ notuð í skólanum. Næst var hún send í ríkisrekið Brotin kona sem breytti heiminum betrunarhús fyrir börn með hegð­ unarvanda. Hún lauk ekki níunda bekk, en þegar hún yfirgaf skólann var hún send til að búa hjá fjöl­ skylduvini í þrjár og hálfa viku. Að hennar sögn nauðgaði fjölskyldu­ vinurinn henni á hverju kvöldi, áður en hún flutti aftur til Dallas. Ofbeldið braut Normu niður and­ lega og segir hún sjálf frá því að hún hafi upplifað mikla reiði gagnvart samfélaginu. Fimmtán ára gömul fékk hún starf sem þjónustustúlka á hjóla­ skautum á hamborgarastað í Dallas. Kvöld eitt eftir vinnu ók maður framhjá henni á nýjum Ford, skrúfaði niður bílrúðuna og kall­ aði klámfengin orð í átt til hennar. Hún svaraði honum fullum hálsi en maðurinn sem um ræddi var Woody McCorvey, 21 árs gamall málm­ iðnaðarmaður. Svo fór að Woody og Norma fóru að hittast og gengu í hjónaband eftir stutt samband. Hveitibrauðsdagarnir voru varla liðnir þegar Woody fór að beita Normu ofbeldi. Þegar Norma varð þunguð af sínu fyrsta barni reiddist Woody snögg­ lega og barði hana illa. Lögregla var kölluð til og var Norma meðvitund­ arlaus þegar komið var á vettvang. Í kjölfarið flutti hún aftur heim til móður sinnar. Hún var nýorðin sex­ tán ára, gift, ólétt, barin og brotin. Skömmu síðar kom fyrsta barn Normu í heiminn, en móðir hennar sá að mestu leyti um uppeldið. Í bók sinni I am Roe segir Norma að móðir hennar hafi „rænt“ barn­ inu af henni með því að plata hana til að skrifa undir ættleiðingarpapp­ íra á þeim forsendum að um trygg­ ingaskjöl væri að ræða. Í viðtali við Vanity Fair árið 2013 þvertók móðir hennar fyrir þetta og sagði þær hafa sammælst um að hún myndi ala upp barnið þar sem Norma var ung og í neyslu á þessum tíma. Norma varð þunguð að nýju og gaf barnið til ættleiðingar. Þegar hún varð síðan þunguð í þriðja skiptið starfaði hún sem auglýsinga­ kallari fyrir farandtívolí frá Louis­ ana. Farandtívolíið var statt í Flór­ ída þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á þessum tímapunkti var hún uppgefin og hafði ekki þrek til að fara í gegnum enn aðra með­ göngu, fæðingu og gefa annað barn til ættleiðingar. Hún vildi reyna að komast hjá því andlega og líkam­ legu álagi sem því fylgdi. Í örvæntingu sinni safnaði Norma saman sparifé sínu og keypti rútu­ miða aftur til Dallas í von um að geta fundið lausn. Á bar í Dallas sagði vinkona hennar frá því að læknar gætu framkvæmt aðgerð til að binda enda á meðgönguna. Hér verður að hafa í huga að menningarstríðið um þungunar­ rof var ekki hafið og var lítið sem ekkert rætt um slíkar aðgerðir. Á sjöunda áratugnum voru lang­ f lestir Bandaríkjamenn sammála því að fóstureyðingar ættu að vera löglegar í einhverri mynd. Lög sem bönnuðu fóstureyðingar voru álitin ómannúðleg, enda áttu konur það til að deyja er heimafóstureyðingar voru reyndar. Magnús Heimir Jónasson mhj @frettabladid.is Ríki Bandaríkjanna voru hægt og rólega að „afglæpavæða“ fóstureyð­ ingar. Það kemur líklega mörgum á óvart í dag, en ríkisstjórar úr röðum Repúblikana voru í fararbroddi í þeim efnum. Ronald Reagan, áhrifa­ mesti íhaldsmaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri í Kaliforníu þegar fóstureyðingar voru lögleiddar í ríkinu árið 1967. Einu ríki Bandaríkjanna þar sem fóstureyðingafrumvörp náðu ekki í gegn í neinni mynd voru í norðaust­ urhlutanum: Massachusetts, Maine, Connecticut og Rhode Island. Ástæðan var einföld: kaþólikkar. Texas, þar sem Norma bjó, var hins vegar í sérf lokki. Það hafði enginn reynt að „afglæpavæða“ fóstureyðingar. Í Texas fór Norma til Richard Lane, læknisins sem tók á móti fyrstu tveimur börnum hennar og sagðist vilja binda enda á með­ gönguna. Hann útskýrði að það væri ólöglegt að framkvæma fóstur­ eyðingar í Texas. Hún bauðst þá til að láta hann hafa allt sparifé sitt, sem var um 250 dalir. Hann neitaði henni að nýju en skrifaði síma­ númer á miða og rétti henni. Hún hélt um stund að hann væri að vísa henni til læknis sem væri tilbúinn að framkvæma fóstureyðinguna, en þegar hún hringdi í númerið svaraði lögmaður hjá ættleiðingarmiðstöð í Texas. Hún skellti á. Eftir tilraun til að fara á ólöglega fóstureyðingastöð sem hafði verið lokað, hringdi Norma aftur í lög­ manninn. Hann sagði henni frá tveimur ungum konum sem væru nýútskrifaðar úr lagadeild, Lindu Coffee og Söruh Weddington, og væru að leita að fóstureyðingar­ máli sem gæti haft áhrif á landslög í Bandaríkjunum. Norma samþykkti að hitta þær en viðurkenndi seinna að hún hefði ekki almennilega skilið hvað þær vildu. Coffee og Weddington voru báðar virkir femínistar. Coffee var samhliða námi aðstoðarmaður Söruh Hughes, ríkisdómara í Texas og þekktur femínisti. Wedding­ Norma McCorvey, betur þekkt sem Jane Roe, árið 1985. Tólf árum eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í máli hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Sarah Wedding- ton árið 1978. Hún var 24 ára gömul og nýút- skrifuð er hún tók að sér mál McCorvey. Hún er meðal yngstu lögmanna til að flytja mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjjanna.Linda Coffee í Dallas Texas að undirbúa Roe v. Wade málið árið 1972. 32 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.