Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 77

Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 77
ton kom að málinu með reynslu úr eigin ranni, eftir að hafa þurft að ferðast til Mexíkó til að fara í fóstureyðingu á meðan hún var í laganámi. Konurnar þrjár sem allar voru á svipuðum aldri hittust á pítsustað í Dallas. Norma var komin nokkra mánuði á leið og þær sátu í marga klukkutíma saman, drukku bjór og borðuðu pítsu. Samkvæmt Normu voru þær allar drukknar þegar hinar tvær fóru að reyna að sannfæra hana um að leyfa þeim að fara með mál hennar fyrir dómstóla. Norma var fullkominn sóknar- aðili fyrir málið, þrátt fyrir að hafa verið afar ófullkominn talsmaður fyrir kvenréttindahreyfinguna. Á pappírum var hún ung kona sem vildi fara í fóstureyðingu, spurði lækni sinn um möguleikann á því en bjó því miður í ríki sem bannaði slíkar aðgerðir. „Þær vildu breyta lögunum en ég vildi bara fara í fóstureyðingu,“ rifjaði Norma upp í viðtali á ABC á tíunda áratugnum. „Þær sögðu: „Norma vilt þú hafa lögleiddan rétt yfir eigin líkama?“ Ég sagði jú og þær sögðu að það eina sem ég þyrfti að gera væri að skrifa undir hér.“ Úr varð dómsmálið fræga Roe v. Wade, en Wade í þessu samhengi er Henry Wade saksóknari í Texas. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi málið Weddington og Coffee í vil, sjö með og tveir á móti, á grund- velli 14. greinar stjórnarskrárinnar og réttarins til friðhelgi einkalífs. Dómurinn segir að ríkið eigi ekk- ert að aðhafast í ákvörðunum milli læknis og sjúklings. Þungunar- rofsrétturinn var þó ekki algildur, heldur skyldi hann vega á móti rétti ríkisins til að huga að heilsu borgaranna og ekki mætti fara í þungunarrof eftir þriggja mánaða meðgöngu. Dómurinn var ekki svo umdeild- ur á sínum tíma og hófst menning- arstríðið ekki fyrr en breyting varð á rétti kvenna á landsvísu, er 46 ríki þurftu að breyta löggjöf sinni um þungunarrof. Kvenréttinda- hreyfingu Bandaríkjanna óx einn- ig ásmegin á áttunda áratugnum og hófu kristnir íhaldsmenn að reyna að hægja á ferlinu. Rétturinn til þungunarrofs var í hringiðunni í baráttunni og varð Norma um tíma tákn hennar. Hún var um tíma í Kaliforníu með stjörnu kvenréttindalögmanninum Gloriu Allred. Talaði á opnum fundum um réttindi kvenna og naut hylli meðal femínista. Baráttufundur árið 1989. Stjörnulög- maðurinn og femínistinn Gloria Allred (t.v.) var meðal þeirra sem hylltu McCorvey sem hetju (t.h.). Á efri árum sagði McCorvey að hún upp- lifði að elítan í kvenréttinda- hreyfingunni liti niður á sig. Norma McCorvey fyrir miðju að mótmæla fóstureyðingum árið 2005. Norma varð svo trúuð á efri árum og var sjónvarpað frá því þegar hún var skírð árið 1995. Hún skráði sig í kaþólsku kirkjuna og varð síðar talsmaður gegn réttinum til þungunarrofs. Seinna sagði hún frá því að hún upplifði það að „menntasnobbaðir femínistar“ hefðu verið að notfæra sér hana og litið niður til hennar. Lítið var gert úr hugmyndum henn- ar og sagðist hún upplifa að þeim fyndist hún heimsk. „Þær sýndu mér aldrei virðing- una sem mér fannst ég eiga skilda,“ sagði Norma í viðtalinu við ABC árið 1995. Í sjálfsævisögu sinni segist hún hafa áttað sig á því seinna meir að Coffee og Weddington voru aldrei með hennar hagsmuni í huga og ætluðu aldrei að hjálpa henni að rjúfa þungunina, heldur hafi þær verið að hugsa um eigin frama. Norma dó árið 2017, 69 ára gömul. Hún fór aldrei í þungunar- rof, hún eignaðist þrjú börn. Hún var kona sem barðist í gegnum hræðilegar aðstæður og brotinni var henni skellt undir sviðsljósið til að vera tákn fyrir pólitískar hreyf- ingar í landinu. Fyrst fyrir kven- réttindi og síðar fyrir kirkjuna. Dómsmál hennar breytti hins vegar réttindum t ug milljóna kvenna, en á 40 ára afmæli Roe v. Wade árið 2013 höfðu 55 milljónir kvenna farið í þungunarrof frá því að dómurinn féll. Þessi réttur verð- ur lagður á vogarskálarnar í Hæsta- rétti Bandaríkjanna í byrjun des- ember en rétturinn er íhaldssamari nú en oft áður. Þá mun koma í ljós hvort réttur kvenna, sem byggðist á ósk brotinnar konu um þungunar- rof, verði afnuminn. n Helgin 33LAUGARDAGUR 13. nóvember 2021 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.