Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 78
Rýmið er
því leið til
að barnið
eigi
útgöngu-
leið úr
þessum
aðstæðum
sem það
ræður ekki
við og þar
fær barnið
tækifæri til
að ná
andanum
aftur.
Mikið hefur verið fjallað um
innilokanir barna og jafnvel
ofbeldi gegn þeim í skólum.
Í Reykjavík eru starfandi tvö
farteymi sem vinna að því að
koma í veg fyrir að málin verði
svo slæm. Lína Dögg Ástgeirs-
dóttir leiðir eitt slíkt teymi.
Við erum oft að vinna
með alvarlegustu málin
í borginni. Það er gott
að vinna í teymi með
foreldrum eða forráða-
mönnum, skóla barnsins og þjón-
ustumiðstöð, sem getur sótt um
aðstoð fyrir foreldra,“ segir Lína
Dögg, teymisstjóri farteymi Vestur,
og að það sé sem fyrr segir ýmislegt í
boði og að það sé allt gert til að leita
lausna, fyrir alla, þegar erfið mál
koma upp.
Hvernig heldurðu að við endum
þá í þessari stöðu, þessum her-
bergjum sem börn eru lokuð inni í?
„Hjá okkur er það þannig að við
fáum mál og það fyrsta sem er gert
er að úthluta því tveim ráðgjöfum.
Þeir byrja á því að fara í massíft
áhorf, og það er allur skóladagurinn.
Hjá umsjónarkennara, list- og verk-
greinar, frímínútur og frístund. Þá
skoðum við og kortleggjum skóla-
daginn – aðstæður og umhverfi
barnsins,“ segir Lína Dögg.
Hún segir að barnið viti þá ekki
af heimsókninni en að það geri það
síðar. Í kjölfarið á teymið svo sam-
tal við alla aðila innan skólans sem
komi að menntun og umönnun
barnsins, foreldra barnsins og svo,
ef barnið hefur þroska, ræða þau
einnig við það.
„Börn eru svo miklir sérfræðingar
í eigin líðan og atlæti og það er ótrú-
legt hvað þau geta sjálf sagt um sína
upplifun og líðan. Eitthvað sem við
fullorðna fólkið erum kannski ekki
að taka eftir og það kemur okkur
oft skemmtilega á óvart,“ segir Lína
Dögg.
Hún segir að þegar þessum upp-
lýsingum hafi verið safnað saman
og rætt við alla sem að málinu koma,
þá sé sett af stað aðgerðaáætlun um
hvernig eigi að hjálpa barninu með
að líða betur í skólanum.
Reiðiköst fara dvínandi
Hún segir að það séu margs konar
leiðir sem þau nýti til þess. Þau
aðlaga námsefni, útbúa skýrt dag-
skipulag, búa til tímalotur þann-
ig að nemandi vinni stutt í einu
og fái pásur á milli, skoða hvar
barnið er staðsett í skólastofunni
og hvernig viðmótið er, hvort þau
fá athygli fyrir hegðun sem væri
hægt að hunsa og svo hvernig hægt
er að hjálpa með félagsfærni, reiði-
stjórnun og f leiri leiðir sem miða
allar að því að barninu líði betur í
sínu skólaumhverfi.
„Allajafna gengur þetta vel og
reiðiköst fara dvínandi en það eru
börn sem taka reiðiköst og þess
vegna búum við líka til viðbragðs-
áætlun. Bæði til að tryggja öryggi
barnsins og annarra í kringum það,“
segir Lína Dögg og meinar þá kenn-
ara, önnur börn og starfsfólk skólans.
Ofbeldi barna líka alvarlegt
Hún segir að þegar talað er um
að börn beiti of beldi þá kannski
viti fólk ekki almennilega hversu
alvarlegt það getur orðið. Börnin
kasta stólum og borðum eða ráðist
á starfsfólk og úr því geta skapast
virkilega hættulega aðstæður fyrir
barnið fyrst og fremst, en einnig
önnur börn og starfsfólk.
„Þegar börn sýna ógnandi hegðun
eða ofbeldi þá viljum við vera búin
að finna gott rými í skólanum þar
sem þau geta farið með okkur til
þess að róa sig niður. Undanfarinn
á slíku er alltaf sá að við förum og
tölum við barnið, útskýrum fyrir
því hvar rýmið er og til hvers það er,
stundum vilja börnin gefa því nafn,
þau geta verið alls konar, en þetta er
ekki hugsað sem refsing,“ segir Lína
Dögg ákveðin. Börnin gefa rýminu
oft sjálf skemmtileg og lýsandi nöfn
eins og hreiðrið, kælirýmið mitt,
minn staður og fleira.
„Mér finnst mjög sárt að horfa á
barn sem missir sig, þar sem tauga-
kerfið er í botni í framheilanum og
barnið hefur algjörlega misst alla
stjórn. Barninu líður skelfilega illa
og það missir sig fyrir framan alla.
Það er sárt og auðvitað óöruggt fyrir
alla í þessum aðstæðum. Rýmið er
Á ekki að vera refsing
Lína Dögg segir
ekkert þol fyrir
ofbeldi barna
en að þau eigi
alltaf að eiga sér
útgönguleið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
Nánar á frettabladid.is
því leið til að barnið eigi útgöngu-
leið úr þessum aðstæðum sem það
ræður ekki við og þar fær barnið
tækifæri til að ná andanum aftur,“
segir Lína Dögg.
Hún segir að þegar komið er inn
í rýmið sé alltaf sami aðilinn sem
ávarpi barnið og það er aldrei með
þeim hætti að því sé bent á að það sé
núna komið í rýmið vegna einhvers
sem það gerði, heldur sé barninu
sagt að þau sjái hvernig því líður og
að þau skilji og sjái að barninu líði
ekki vel eða sé ósátt og reitt. Hér er
verið að viðurkenna tilfinningar
barnsins á þessari stundu.
Hún segir að f lest börnin gangi
sjálf í herbergið en að ef þurfi þá
séu sérstök handtök, sem starfs-
menn eru þjálfaðir í að nota til
þess að hjálpa barninu úr erfiðum
aðstæðum.
Eruð þið þá að bera barnið inn?
„Já, við þurfum stundum að
gera það og það er eitthvað sem
mann langar aldrei að gera, en
við erum allan tímann að spyrja
barnið hvort það vilji ganga sjálft.
En ef það sparkar í þig þá er það
orðið svolítið erfitt. En alla jafna
þá kunna þau þetta og labba sjálf.
Börn eru f ljót að átta sig á því að
rýmið er engin refsing heldur
útgönguleið úr aðstæðum sem þau
ráða ekki við á þeirri stundu og oft
komast þau á þann stað að biðja
að fyrra bragði um að fá að fara í
rýmið, því þau finna að þau eru að
missa tök á skapinu eða aðstæðum
og það er einmitt svo frábært þegar
þau eru komin á þann stað,“ segir
Lína Dögg.
Á ekki að vera refsing
Hún segir að í umræðum um slík
rými og herbergi hafi heyrst að
börnunum sé refsað með því að fá
ekki að fara í frímínútur eða list-
og verkgreinar eða eitthvað slíkt.
En segir að það sé alls ekki þannig
hjá þeim, börnunum sé ekki refsað
á þann hátt, og að þau séu alltaf í
samtali við barnið um hvað henti
því á þessari stundu og hvort þau
treysti sér í, til dæmis, hádegismat
eða íþróttir eða hvað sem það er, ef
þau eru í reiðikasti. Það þurfi alltaf
að meta aðstæður vel í samráði við
barnið og hjálpa því að átta sig á
eigin líðan og hvaða aðstæður þau
treysti sér í hverju sinni.
Lína Dögg segir að rýmin sem um
ræðir geti verið alls konar. Stundum
er þetta skólastofa sem er alla jafna
ekki í notkun, rými undir stiga,
fundarherbergi, stigapallur, Ikea
tjald eða bara hvað sem hentar
hverju barni og aðstæðum.
„En þetta er alltaf síðasta úrræðið.
Það er ekki það sem við erum að
gera allan daginn. En við viljum allt-
af hafa plan, því við viljum ekki að
einhver slasist illa og við viljum ekki
gera barninu það að vera að missa
sig í aðstæðum sem það ræður ekki
við og komast ekki úr þeim. Mér
finnst það sanngjarnt fyrir þessi
börn að þau eigi útgönguleið úr
svona aðstæðum,“ segir Lína Dögg.
„Við erum ekki að horfa á þetta
sem refsingu og það er skelfilegt að
vita til þess að börn hafi verið lokuð
inni í gluggalausum rýmum, ef satt
er. Það er ekki eitthvað sem far-
teymin ráðleggja, aldrei,“ segir Lína
Dögg, sem segir ákveðin það aldrei
vera í lagi.
Hún segir að þeirra aðalstarf sé
að aðlaga skólaumhverfi barna að
þeirra þörfum með fyrirbyggjandi
aðferðum. Teymin miði við það að
taka þrjár til tólf vikur í að vinna
hvert mál. Eftir það þurfi kennari og
annað starfsfólk að halda við þeim
breytingum sem hafi verið gerðar í
skólaumhverfi barnsins.
„Við setjum alls konar markmið
með barninu en það er núll þol fyrir
því að barn beiti ofbeldi. Við getum
ekki verið í aðstæðum þar sem
að barn kastar stólum eða meiðir
önnur börn,“ segir Lína Dögg.
Mörg að bíða eftir greiningum
Hún segir börnin sem þau þjónusta
ekki endilega eiga eitthvað eitt sam-
eiginlegt en að þau séu mörg að bíða
eftir greiningum, séu á lyfjum eða
bíði þess að komast á þau.
„Það er ekkert barn sem kemur
inn í skólann sinn á morgnana
ákveðið í að í dag ætli það að vera
vont við einhvern eða meiða ein-
hvern. Það liggur svo margt fleira að
baki, eins og vanlíðan eða aðstæður
sem eru of krefjandi fyrir barnið.
Það er okkar hlutverk að aðlaga
aðstæður í skólanum að þörfum
hvers barns fyrir sig.“ n
34 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ