Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 81

Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 81
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi G. Björnsson frá Patreksfirði, Smyrlaheiði 38, Hveragerði, lést þann 3. nóvember sl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13. Í ljósi samkomutakmarka bendir fjölskyldan á streymi frá athöfninni á www.streyma.is. Sérstakar þakkir til starfsfólks í heimaþjónustu og heimahjúkrun í Hveragerði og starfsfólks á Skjólgarði, Höfn í Hornafirði. Gísli Þór Helgason Hulda Guðbjörg Helgadóttir Þorsteinn Hreggviðsson Ásgerður Kristín Gylfadóttir Friðrik Jónas Friðriksson Aron Martin, Helgi Hjörtur, Jana Mekkín, Friðrik Björn, Arnar Logi og Hjörtur Logi. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Hildur Friðjónsdóttir Langholtsvegi 86, Reykjavík, lést 6. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 11. Kristín Guðrún Jóhannsdóttir Jóhann Steinar Guðmundsson Fjóla Íris Stefánsdóttir og ömmubörn. Elsku hjartans mamma okkar, Sigríður Ársælsdóttir andaðist í faðmi dætra sinna á hjúkrunarheimilinu Eir, mánudaginn 8. nóvember. Hún verður kvödd að viðstöddum afkomendum sínum. Fyrir hönd ömmubarna, langömmubarna, og langalangömmubarna, Ragnheiður, Ingibjörg og María Aldís Marteinsdætur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jónasar Schevings Arnfinnssonar múrarameistara, áður Vesturgötu 155, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ingunn Hjördís Jónasdóttir Magnea Sigríður Jónasdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Eiríkur Þór Eiríksson Ingunn Dögg Eiríksdóttir Jón Ingi Þórðarson Jónas Kári Eiríksson Rakel Rósa Þorsteinsdóttir Ilmur, Eldon og Ragnheiður Marey. Ástkær bróðir minn, mágur, frændi og vinur, Guðmundur Magni Gunnarsson Mýrarási 2, Reykjavík, lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Starfsfólki á Mýrarási 2 og Lækjarási eru færðar þakkir fyrir samveru og vinsemd í gegnum árin. Erla Gunnarsdóttir, Erling Markús Andersen og ættingjar hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Hjálmarsson skipstjóri og veiðieftirlitsmaður, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést 8. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans. Rannveig Sigurðardóttir Ásgerður Sigurðard. Barrueco Manuel Barrueco Sigurður Andri Sigurðsson Hafþór Örn Sigurðsson Mette Skaarup Pedersen Jóna Svava Sigurðardóttir Kristinn Helgi Guðjónsson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Inga H. Ágústsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir Lýður Guðmundsson Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson Lovísa Ágústsdóttir Ágústa, Tómas, Alexander og María Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Friðrik Jóhannsson húsasmíðameistari, Hlíðargötu 8, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13.00. Streymt verður frá útförinni af vef Akureyrarkirkju. Eygló Björnsdóttir Gunnlaug E. Friðriksdóttir Daníel Freyr Jónsson Björn Friðriksson Anna Lára Gísladóttir Jóhann Friðriksson Arna Dögg Tómasdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Halldóra Sveinsdóttir Sóltúni 1 í Reykjavík, sem lést mánudaginn 1. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast Margrétar og vera viðstaddir útförina, vinsamlegast kynni sér gildandi sóttvarnareglur. Ásgeir Ásgeirsson Guðný Ásgeirsdóttir Stäuble barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir mín og frænka okkar, Ása G. Sæmundsdóttir sem andaðist 3. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. nóvember kl. 13. Haraldur Sæmundsson og systkinabörn hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Jón Kristinsson skipstjóri, Fífuhvammi 15, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans 26. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnhildur Jónsdóttir Brynhildur Jónsdóttir Sigríður Haraldsdóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær sonur minn og bróðir okkar, Þorvaldur Aðalsteinn Hauksson sjómaður og þúsundþjalasmiður, lést af slysförum þann 3. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember kl. 13. Kristín Hreiðarsdóttir Hreiðar Hauksson Maríanna Sól Hauksdóttir Gunnlaugur Valtýsson Halldóra Guðmundsdóttir Kristbjörg Anna Valtýsdóttir Stúdentafélag Reykjavíkur fagnar 150 ára afmæli um helgina. For- maður félagsins hefur hvatt alþingismenn til að breyta Gamla hegningarhúsinu í Fullveldisgarð. arnartomas@frettabladid.is „Það er óskaplega gaman að svona félagsskapur geti náð svona háum aldri,“ segir Tryggvi Agnarsson for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur sem fagnar 150 ára afmæli sínu nú um helgina. Félagið var stofnað 14. nóvem- ber 1871 af stúdentum Prestaskólans og Læknaskólans og hefur frá upphafi beitt sér fyrir ýmsum framfara- og þjóðþrifamálum, þar á meðal lagningu síma, fánamálinu, samgöngumálum og fullveldi Íslands. Í upphafi voru aðeins þeir sem borg- uðu árgjald fullgildir meðlimir félagsins en Tryggvi segir að það sé löngu hætt að innheimta það gjald og í dag séu allir íslenskir stúdentar hluti af félaginu. „Virkir félagar hlaupa svo á nokkrum tugum sem reyna að láta gott af sér leiða“ segir Tryggvi. Félagið hefur frá upphafi lagt ýmis- legt af mörkum á sviði skemmtana og menningar og gaf sem dæmi Háskóla Íslands styttuna af Sæmundi fróða sem stendur fyrir framan skólann. „Sagan af styttunni tengir á vissan hátt menntun Íslendinga við meginlandið,“ segir Tryggvi. „Það er skemmtileg sagan af því þegar Sæmundur kemur aftur til Íslands á baki Kölska í selslíki. Styttan hefur mikið verið notuð sem merki í starfsemi skólans.“ Hugmyndir að helgireit Sem formaður félagsins sendi Tryggvi nýlega bréf til alþingismanna þar sem hugmyndir um framtíð Gamla hegn- ingarhússins við Skólavörðustíg eru viðraðar. Þar er lagt til að húsnæðið verði gert að svokölluðum Fullveldis- garði þar sem saga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga fái að njóta sín. „Íslendingar eiga eiginlega engan helgireit í Reykjavík,“ segir Tryggvi. „Við eigum auðvitað Þingvelli þar sem menn vildu hafa Alþingi á sínum tíma, en við eigum ekkert hérna nálægt okkur.“ Tryggvi segir mikilvægt að Íslend- ingar eigi sér stað þar sem hægt er að minnast og fræðast um fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. „Þetta er á besta stað á Íslandi fyrir starfsemi af þessu tagi og verðugt verk- efni fyrir þetta fallega og merkilega hús,“ segir hann. „Ég er þegar búinn að fá viðbrögð frá þingmönnum sem hafa verið jákvæð og það er áhugi fyrir að skoða hugmyndina betur.“ Tryggvi segir þó að það sé eitt að fá góða hugmynd og annað að vinna vel úr henni. „Þetta þyrfti að gera þannig að það sé aðgengilegt og skemmtilegt fyrir bæði Íslendinga og erlenda gesti, að það sé gaman að koma með börnin þangað,“ segir hann. n 150 ára afmæli stúdenta Tryggvi segir virka félaga reyna að láta gott af sér leiða í þjóð- þrifamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Tryggvi hvetur þingmenn til að um- breyta Hegningarhúsinu í Fullveldisgarð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 13. nóvember 2021 Tímamót 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.