Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 6
Kápumynd:
Ljósmynd á kápu sýnir höggmynd (skúlptúr) eftir Fjölni Björn Hlynsson myndlistarmann á Miðhúsum á
Héraði. Fjölnir er fæddur 1975, varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1995 og stundaði að
því búnu nám við Iðnskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan Listaháskóla
íslands þaðan sem hann lauk BA-prófi 2001.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Fjölnir tekið þátt í íjölda samsýninga, þar af 5 á þessu ári, síðast í lista-
miðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.
Verkið heitir Myrkrarós og er unnin með blandaðri tækni.
Höfundar efnis:
Amdís Þorvaldsdóttir, f. 1945, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Ljósmyndasafns
Austurlands, búsett á Egilsstöðum.
Auður Ámadóttir, f. 1954, tannsmiður, búsett í Reykjavík.
Gísli Gunnarsson, f. 1938, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, búsettur í Reykjavík.
Hrafnkell A. Jónsson, f. 1948, frá Klausturseli á Jökuldal, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, búsettur í
Fellabæ.
Indriði Gíslason, f. 1926, frá Skógargerði í Fellum, fýrrverandi prófessor, búsettur í Reykjavík.
Jón Pálsson, f. um 1805 og lifði fram undir aldamót, bóndi í Fljótsdal.
Jónína Hallgrímsdóttir, f. 1922, frá Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, húsmóðir á Hvammstanga.
Karl Gunnarsson, f. 1952, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, búsettur í Reykjavík.
Rannveig Þórhallsdóttir, f. 1974, forstöðumaður Minjasafns Austurlands, búsett á Egilsstöðum þar sem
hún ólst upp.
Sævar Sigbjarnarson, f. 1932, bóndi Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá þar sem hann er upprunninn.
Skúli Guðmundsson, f. 1937, frá Sænautaseli í Jökuldalsheiði, fræðimaður, búsettur í Reykjavík.
4