Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 87
Skúli Guðmundsson frá Sœnautaseli
Frá Skriðdælingum og
Jökuldalsfólki
Hér segir nokkuð frá foreldrum Ingibjargar
Snjólfsdóttur frá Vaði og systkinum hennar
Snjólfur hét maður, Rustikusson, fædd-
ur um 1790 og voru foreldrar hans
Rustikus Sigurðsson frá Geitdal og
Guðlaug Snjólfsdóttir frá Stórulág í Horna-
fírði, en þau voru búandi hjón í Eyrarteigi
árið 1801.
Kona Snjólfs var Ásdís Sigfúsdóttir
(2396-8333) prests Guðmundssonar og
seinni konu hans Guðríðar Hermannsdóttur
(8309-11360). Séra Sigfús þjónaði íyrst
Hjaltastað, en síðan Ási í Fellum frá árinu
1800. Hann átti 10 dætur með báðum kon-
um sínum, og voru þær systur nafnkenndar
fyrir góðmennsku og geðprýði, og urðu þær
margar gamlar, segir í Ættum Austfirðinga.1
Ásdís var fædd 31. janúar árið 1800 á
Hjaltastað, en á vori komanda það ár flutt-
ist sr. Sigfús með ijölskyldu sína að Ási í
Fellum hvar hann þjónaði til æviloka árið
1810. Hún var enn á barnsaldri er hún var
tekin til fósturs af Eyjólfí Árnasyni
(5817-1493) sem flutti að Hjarðarhaga á
Jökuldal vorið 1806 frá Egilsseli í Fellum.
Þar sem Eyjólfur var áður sóknarbarn sr.
Sigfúsar meðan hann var í Fellum hafa þeir
verið nákunnugir, og einhverra hluta vegna
hafa mál orðið á þann veg að Ásdís fór til
hans í fóstur að Hjarðarhaga, en þar er hún
við sóknarmannatal á einmánuðum árið
1809 kölluð tökubarn. Vera má að það hafi
verið vegna lasleika prests, en hann lést árið
1810, þá kominn nokkuð á sjötugsaldur (f.
1746). Ásdís fermdist vorið 1813 hjá Einari
presti Björnssyni í Hofteigi með ágætum
vitnisburði, og er athyglisvert að sr. Einar
telur hana vera 12 ára gamla, en fleiri ferm-
ingarbörn hans sýnast vera 12 ára, sem gæti
bent til að hann hafi helst viljað ferma börn-
in á þeim aldri. Ásdís er enn í Hjarðarhaga
á sóknarmannatali sem tekið er í maí árið
1816, talin 17 ára sem sýnist vera ofmælt
um eitt ár, en geta má þess að þá hafa orðið
prestaskipti, því sr. Einar hafði brauðaskipti
við sr. Sigfús Finnsson sem fram að þeim
tíma var í Þingmúla.
Árið 1818 er Ásdís orðin bústýra á Vaði
í Skriðdal, og sama ár gekk hún að eiga
Snjólf Rustikusson bónda þar sem þá var
talinn 29 ára, en hún 19 ára (18). Var gifting
þeirra gerð frá Vallaneskirkju, og svaramenn
frjóðs. Sigf. Sigf. l.h. bls. 226-28.
85