Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 91
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
Frá Reyðarfirði. Stuðlar eru nálœgt miðri mynd og sér inn í Skógdal, Snœfell í farska. Ljósm. SGÞ.
staðir, Snjóholt. Er þessi þvælingur raunar
dæmigerður fyrir ekkjur á þessum árum og
lengi síðan. Hún lést hjá syni sínum Halla á
Sturluflöt hinn 12. október 1878, og hefur
verið 78 ára að aldri.
Uppvöxtur Ingibjargar Snjólfsdóttur
Hún var fædd að Vaði hinn 9. maí 1830,
en þar bjuggu foreldrar hennar fram til 1832
eins og áður er fram komið. Hún mun hafa
fylgt foreldrum sínum fyrst, var á Hall-
bjarnarstöðum og síðan með móður sinni á
Borg 1835. Hún varð eftir í Skriðdal þegar
foreldrar hennar fóru til tjarða, og var kúa-
bólusett af Guðmundi Sigmundssyni bónda
í Geitdal árið 1836, en hann er nefndur gull-
smiður við það tækifæri. Eftir það hefur
hún farið til frændfólks að Ytra-Nípi í
Vopnafirði (Snjólfur Eiríksson), því þaðan
kom hún að Sleðbrjót til frændfólks vorið
1840, kölluð tökustúlka, en fór síðar að
Brekku í Tungu hvar hún fermdist vorið
1844 hjá hjónunum Oddi Tunissyni og
Guðrúnu Hallsdóttur, frænku sinni (móður-
systurdóttir). Kunnátta og skilningur í með-
allagi, þæg og skikkanleg. Hún mun vera á
Sleðbrjót árið 1845, þó nafn hennar sé ekki
rétt í manntalinu.
Eins og annað ungt og ógift fólk, hlaut
Ingibjörg fyrst um sinn að feta braut
vinnukonunnar, og láta ekki á sig fá þó vist-
irnar væru stundum ærið misjafnar og mat-
ur naumt skammtaður. Einhverjir munu
vafalaust halda að einkum hefðu það verið
fátækari heimilin þar sem matur var af
skornum skammti, sem skiljanlegt er, sem
var þó ekki alltaf, því kunnar eru sögur af
að á ríkari heimilum borðuðu húsbændur
ekki með vinnufólkinu, þ.e. það borðaði
ekki sama mat, og ef vinnufólk vildi vera
sæmilega haldið í mat, varð það að sjá fyrir
viðbótarmötu sjálfit, en það munu þó aðal-
89