Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 10
Múlaþing
Á ijörur mínar hefur rekið svolítið skondin frásögn, sem er í senn lýsing á árferði
á þessum tíma og gott dæmi um frásagnargleði austfirskra sögumanna.
Sagan er skráð af Birni Björnssyni yngra eftir Jóni Þórðarsyni eldra, smið frá Akri í
Norðfirði.
Þorkell Joensen (Keli Færeyingur) var fyrst í Hellisfirði hjá Erlendi Arnasyni og
Stefaníu Stefánsdóttur. Arið 1881 lá hafis framundir Höfuðdag. Þorkell fór gangandi á
ísnum til Seyðisfarðar með kút með sér undir brennivín en þar sem ísinn var ótryggur
við landið þá fór hann út Hellisförð og út á Olafsmið svo inn Seyðisförð og kom í land
á Skálanesi. Þar lagðist hann upp í rúm og sofnaði en vaknaði nokkru síðar við mikinn
hávaða og var þá ísinn að fara og mátti varla tcepara standa að hann næði landi.
Þorkell fór svo inn á Seyðisförð með kútinn en veit svo ekki meira hvað hefur gerst
fyrr en hann vaknar að morgni dags á Eskifirði í sólskini og góðu veðri. Var allur ís þá
horfinn og ennfremur er horfinn kúturinn, úrið og allir peningar.
Norðfjarðar að norðan og Viðfjarðar að
sunnan. Hann dregur nafn sitt af hellum
sem ganga undir Viðijarðarnes, rétt utan
við ijallið Glámu. I Hellisfirði voru á nýlið-
inni öld ijögur býli, Sveinsstaðir sem stóðu
út með firði að norðan, Hellisijörður sem
stóð fyrir fjarðarbotni, Björnshús afbýli frá
Hellisfirði sem fór í eyði eftir stutta búsetu
árið 1911 og Hellisijarðarsel, sem upphaf-
lega var hjáleiga frá Hellisfirði en komst
síðar í bændaeign og var þar tvíbýli á fyrstu
áratugum síðustu aldar en jörðin fór í eyði
árið 1928.
Hellisfirðingar sóttu á einokunnartíma
verslun til Stóru-Breiðuvíkur og síðar til
Eskiijarðar og lá leiðin yfir í Helgustaða-
hrepp um Hrafnaskörð. Önnur hestfær leið,
fyrrum ijölfarin, liggur úr Oddsdal um
Hnjúka. Stutt var að fara sjóveg í kaupstað
eftir að verslun hófst á Norðfirði 1883 en
þangað er einnig hestfær leið um Götuhjalla
í Hellisijarðarmúla og var það um tveggja
tíma lestagangur. Leiðin er illfær á kafla
Norðijarðarmegin og ekki farin nema á
sumrum. Einnig var farið gangandi um
Hellisfjarðarskarð til Grænaness í Norðfirði.
I Hellisfirði var bænhús um rúmlega
ijögra alda skeið en Jón Sigurðsson biskup
skipar þar hálfkirkju 1343. Eitthvað virðist
hafa verið á huldu um framkvæmd á sálgæslu
Hellisfirðinga því árið 1658 leggur séra Sig-
urður Ámason prestur á Skorrastað ffá 1638 til
1668 fyrir synodum á Þingvöllum hvort hon-
um beri skylda til, og ef svo sé, þá hve oft, að
þjóna sönghúsi í Hellisfirði. Þess má geta að
talið er að ekki færri en fimm bænhús og ein
hálfkirkja hafi heyrt undir Skorrastaðarsókn
svo ætla má að embættið hafi verið annasamt.
Síðast segir af kirkjunni í Hellisfirði í bréfi séra
Þórarins Jónssonar til Skálholtsbiskup, dag-
settu 5. júní 1760, en þar greinir hann frá að
sönghúsið í Hellisfirði sé fallið að sjálfu sér
iyrir níu ámm sakir afskiptaleysis proprietari-
orum, þ.e. landeiganda.
Ekki er vitað með vissu hvar sönghúsið
stóð en við jarðrask fundust merki um graf-
reit norðaustan við bæinn.* 1
Veldi Skálholtsstóls teygði arma sína
austur í Hellisfjörð. í rekaskrá Stólsins frá
því um 1270 kemur fram að Skálholtskirkja
eigi í þar þriðjung í hval, hvernig sem á land
kemur, og landeigandi má eignast og þriðj-
ung í borðlægum viði og stærra.2
Jörðin í Hellisfírði var í bændaeign og
íslenskt forbréfasafn XI bls. 3 og 4.
i r
Islensktfornbréfasafn II bls. 72.