Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 10

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 10
Múlaþing Á ijörur mínar hefur rekið svolítið skondin frásögn, sem er í senn lýsing á árferði á þessum tíma og gott dæmi um frásagnargleði austfirskra sögumanna. Sagan er skráð af Birni Björnssyni yngra eftir Jóni Þórðarsyni eldra, smið frá Akri í Norðfirði. Þorkell Joensen (Keli Færeyingur) var fyrst í Hellisfirði hjá Erlendi Arnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur. Arið 1881 lá hafis framundir Höfuðdag. Þorkell fór gangandi á ísnum til Seyðisfarðar með kút með sér undir brennivín en þar sem ísinn var ótryggur við landið þá fór hann út Hellisförð og út á Olafsmið svo inn Seyðisförð og kom í land á Skálanesi. Þar lagðist hann upp í rúm og sofnaði en vaknaði nokkru síðar við mikinn hávaða og var þá ísinn að fara og mátti varla tcepara standa að hann næði landi. Þorkell fór svo inn á Seyðisförð með kútinn en veit svo ekki meira hvað hefur gerst fyrr en hann vaknar að morgni dags á Eskifirði í sólskini og góðu veðri. Var allur ís þá horfinn og ennfremur er horfinn kúturinn, úrið og allir peningar. Norðfjarðar að norðan og Viðfjarðar að sunnan. Hann dregur nafn sitt af hellum sem ganga undir Viðijarðarnes, rétt utan við ijallið Glámu. I Hellisfirði voru á nýlið- inni öld ijögur býli, Sveinsstaðir sem stóðu út með firði að norðan, Hellisijörður sem stóð fyrir fjarðarbotni, Björnshús afbýli frá Hellisfirði sem fór í eyði eftir stutta búsetu árið 1911 og Hellisijarðarsel, sem upphaf- lega var hjáleiga frá Hellisfirði en komst síðar í bændaeign og var þar tvíbýli á fyrstu áratugum síðustu aldar en jörðin fór í eyði árið 1928. Hellisfirðingar sóttu á einokunnartíma verslun til Stóru-Breiðuvíkur og síðar til Eskiijarðar og lá leiðin yfir í Helgustaða- hrepp um Hrafnaskörð. Önnur hestfær leið, fyrrum ijölfarin, liggur úr Oddsdal um Hnjúka. Stutt var að fara sjóveg í kaupstað eftir að verslun hófst á Norðfirði 1883 en þangað er einnig hestfær leið um Götuhjalla í Hellisijarðarmúla og var það um tveggja tíma lestagangur. Leiðin er illfær á kafla Norðijarðarmegin og ekki farin nema á sumrum. Einnig var farið gangandi um Hellisfjarðarskarð til Grænaness í Norðfirði. I Hellisfirði var bænhús um rúmlega ijögra alda skeið en Jón Sigurðsson biskup skipar þar hálfkirkju 1343. Eitthvað virðist hafa verið á huldu um framkvæmd á sálgæslu Hellisfirðinga því árið 1658 leggur séra Sig- urður Ámason prestur á Skorrastað ffá 1638 til 1668 fyrir synodum á Þingvöllum hvort hon- um beri skylda til, og ef svo sé, þá hve oft, að þjóna sönghúsi í Hellisfirði. Þess má geta að talið er að ekki færri en fimm bænhús og ein hálfkirkja hafi heyrt undir Skorrastaðarsókn svo ætla má að embættið hafi verið annasamt. Síðast segir af kirkjunni í Hellisfirði í bréfi séra Þórarins Jónssonar til Skálholtsbiskup, dag- settu 5. júní 1760, en þar greinir hann frá að sönghúsið í Hellisfirði sé fallið að sjálfu sér iyrir níu ámm sakir afskiptaleysis proprietari- orum, þ.e. landeiganda. Ekki er vitað með vissu hvar sönghúsið stóð en við jarðrask fundust merki um graf- reit norðaustan við bæinn.* 1 Veldi Skálholtsstóls teygði arma sína austur í Hellisfjörð. í rekaskrá Stólsins frá því um 1270 kemur fram að Skálholtskirkja eigi í þar þriðjung í hval, hvernig sem á land kemur, og landeigandi má eignast og þriðj- ung í borðlægum viði og stærra.2 Jörðin í Hellisfírði var í bændaeign og íslenskt forbréfasafn XI bls. 3 og 4. i r Islensktfornbréfasafn II bls. 72.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.