Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 155
Hrafnkell A. Jónsson
Frumkristni á Austur-
landi og Þórarinsstaðir
í Seyðisfirði
Kristnisaga segir frá atburðum á
Alþingi kristnitökuárið. Heiðnir
menn hafa ákveðið að hafa mann-
blót og „blóta hinum verstu mönnum.“
Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti, sem eru
fyrir kristnu fylkingunni, vilja bregða á
sama ráð. Enn segja þeir: „Vér skulum velja
að mannkostum og kalla sigurgjöf drottinn
vorn, Jesúm Kristum."1
Tillaga þeirra félaga er samþykkt og
gefa þeir sig fram fyrir Sunnlendingaijórð-
ung, úr öðrum fjórðungum veljast menn
sem eru, samkvæmt þeim heimildum sem
til eru, í hópi stórbænda og tengjast sumir
goðorðsmönnum eins og Ormur Koðráns-
Háltdalen kirkja í Þrœndalögum í Noregi.
Engin kirkja sömu gerðar og Þórarinsstaðakirkjan
er til varðveitt í dag en gerðin tilheyrir elstu kyn-
slóð timburkirkna á Norðurlöndum. Háltdalen
kirkja tilheyrir annarri kynslóð timburkirkna en
hún er talin hafa verið reist um aldamótin 1200.
Hornstafir hennar standa á undirstöðum úr steini
en undirstöður hornstafa Þórarinsstaðakirkjunnar
voru niðurgrafnir. Kirkjan á Þórarinsstöðum gœti
að öðru leyti hafa litið út eins og kirkjan í Hált-
dalen. Mynd er tekin upp úr Kristni á íslandi I.
Frumkristni og upphafkirkju eftir Hjalta Hugason.
Trondelag folkemuseum. Ljósm. Dino Makridis.
son, tengdafaðir goðorðsmannsins Her-
mundar Illugasonar á Gilsbakka í Hvítár-
síðu. Þorvarður Spak-Böðvarsson frá Asi í
Hjaltadal var nátengdur valdakjarnanum í
Skagafirði og bróðir hans Arngeir var ætt-
faðir Asbirninga.
Ur Austfirðingafjórðungi völdust:
„Hallur af Síðu og Þorleifur úr Krossavík
fyrir norðan Reyðarfjörð, bróðir Þórarins úr
Seyðarfirði. Ingileif var móðir þeirra.“2
Hallur af Síðu var Þorsteinsson, goðorðs-
maður af Austurlandi. Hann bjó á Þvottá í
Álftafirði eystra og hafði tekið Þangbrand,
prest og trúboða, upp á sína arma.
Um Þorleif kristna Ingileifarson er
minna vitað. Hans er getið í Vopnfirðinga-
sögu.3 Þar er hann talinn stjúpsonur Ás-
bjarnar loðinhöfða. Hann er kaupmaður en
á bú í Reyðarfirði í Krossavík. Þorleifur
kemur skipi sínu í Vopnaijörð. Félagi hans
norskur, sem Hrafn heitir, tekur sér vetur-
setu með Geiti bónda í Krossavík í Vopna-
firði. Austmaðurinn berst á og fer svo að
lokum að Geitir og Brodd-Helgi á Hofi í
Vopnafirði verða ráðbanar hans og ætla að
komast með þeim hætti yfir Ijármuni hans.
Þorleifur kemur í Vopnafjörð að vori og svo
3íslendinga sögur, Fyrsta bindi, Kristni saga bls. 270. Reykjavík 1953. 153
-íslendinga sögur, Fyrsta bindi, Kristni saga bls. 271. Reykjavík 1953.
3íslensk fornrit XI bindi, Vopnfirðingasaga bls. 28-. Reykjavík 1950.