Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 41
Skrúður og landnám á Austfjörðum
mátti skilja manninn sem heimsmynd, að vísu lítinn en þó fullkominn á sömu forsendum og
alheimurinn. Þetta eru fræðin um smáheim og stórheim sem koma skýrt fram hjá forngríska
spekingnum Plató. Þessar hugmyndir má t.d. sjá í teikningum frá endurreisnartímanum þar
sem mannslíkaminn er mátaður inn í hring og stjörnu á ýmsan hátt, en hringurinn er líkan al-
heimsins. Þá bendir margt til þess að kirkjur miðalda hafi verið hannaðar á þeim forsendum
að þær endurspegluðu stærðir og hlutföll heimsmyndarinnar.
Aftur á móti er afar fátítt að finna hugmyndir þess efnis að stór landsvæði og heil ríki hafi
verið skilgreind á sambærilegan hátt sem heimslíkön og til þess notaðar landmælingar. Sú
tilgáta Einars er því mjög byltingarkennd, og að minu mati rökstudd á þann hátt að vinna
megi úr henni á vísindalegan hátt.
Fræði Einars Pálssonar eru afar frumleg og tormelt, og hafa ekki náð fótfestu sem
viðurkennd háskólavísindi. Þau eru þar af leiðandi ófullburða, því allar nýjar vísindagreinar
verða að ganga í gegn um þroskaferit gagnrýninnar umræðu. Sjálfur benti hann ítrekað á að
aðferð hans sé sambærileg hinni rauvísindalegu aðferð að setja fram tilgátu og reyna hana
með athugunum. Sá sem kýs að kynna sér þetta svið þarf ekki að vera trúaður á „kenningar
Einars Pálssonar“ - hann getur notað þær sem tilgátur og leitað rökstuðnings. Sem raunvís-
indamanni finnst mér merkilegt að landmælingatilgáta Einars gefur okkur möguleika á að
smjúga í gegn um hina þokukenndu fornu speki og nálgast viðfangsefnið með stærðfræði-
legum aðferðum. Á sviði stærðfræði og kortagerðar getum við „rökrætt“ við fornmenn á
eigin forsendum - þar er táknmál sem við skiljum. Þannig nálgast ég viðfangefnið í þessari
athugun á landnámi á Austfjörðum.
v______________________________________________________________________________________)
af eyjunni komu mér svipaðar hugsanir í
hug, en reyndar spruttu þær fremur af
ákveðnum fræðikenningum en af skáldlegu
innsæi eða hefðum byggðarlagsins. Hér
vísa ég til kenninga Einars Pálssonar um
skipulag fomra byggða, og markmið mitt er
að reyna að kynna þessar kenningar og sýna
hvernig þeim megi beita til að kanna
landnám á ijörðunum.
Skrúður sem „þrídrangur“
Einfaldast er að setja forsendur þessarar
rannsóknar hér ffarn sem staðhæfingu, sem
ber þó að skilja sem tilgátu eða hugmynda-
líkan til að máta við þau gögn sem fyrir
liggja. Eins og fyrr var á drepið hefur Einar
Pálsson lagt fram þá tilgátu að ákveðin
búsvæði, svo sem ríki smákonungs eða hér-
aðsskipan landnámshöfðingjaá íslandi, hafi
verið hugsuð sem eftirlíking alheimsins og
skilgreind með raunverulegum landmæl-
ingum. Hið grundvallandi form er hringlaga
og af ákveðinni stærð, og þvert um hringinn
ganga línur með ýmsum stefnum eins og
pílárar í vagnhjóli. Stefnurnar ákvarðast af
ýmsum mælanlegum þáttum, svo sem af
göngu himintungla eða með hornamælingu
ákveðinna þríhyrninga við höfuðáttir.
Mikilvægasta línan í gegn um hjólið hefur
suðvestlæga stefnu frá miðju, í átt að sól-
setri á vetrarsólstöðum, og hana má kalla
sólstöðulínu. Við enda þessarrar línu, á jaðri
hjólsins eða utan þess, er einn merkilegasti
staður kerfisins. Einar kallar hann „þrí-
drang“, en kletturinn Þrídrangur við Vest-
mannaeyjar gegnir þessu hlutverki í Hjóli
Rangárhverfis. Þessum kletti tengist flókin
hugmyndafræði og skal einungis greint frá
tveim höfuðeinkennum, sem skipta máli við
athugunina á Skrúðseyju:
39