Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 103
Frá Skriðdælingum og Jökuldalsfólki
sér í lagi ef sveitarómagar og niðursetningar
áttu í hlut, hefur sjálfsagt ekki þótt taka því
að geta um slíkt, og vera kann að presturinn
hafí verið beittur þrýstingi af hreppsyfir-
völdum að vera ekki að tíunda það svo
nákvæmlega, sér í lagi ef þeir hefðu látist af
ófeiti eða öðrum vaneldissjúkdómum, og
hafi hann á einhvern hátt verið breyskur,
s.s. vegna þjónustu við Bakkus, eða barn-
eigna með vinnukonum, sem komið gat
fyrir, nema hvortveggja hafi verið, hefur
verið erfiðara fyrir hann að vera óhlutdræg-
ur, þ.e. gefa hverju barni það sem það átti
skilið, óháð þjóðfélagsstöðu.
Stundum kemur í ljós við leit í þessum
bókum að innfærslum var oft stórlega
ábótavant, sumar illlæsilegar, þ.e. erfitt er
að ráða í skrift sóknarprestsins En þrátt fyrir
þessa annmarka sem mér stundum finnst
vera á þessu grúski í einkamálum fólks, gat
ég ekki alveg hætt að hugsa um efnið, enda
hefur alla tíð blundað í mér forvitni um
hverskonar þjóðlegan fróðleik, sem er
samofín lífi þjóðarinnar í þúsund ár. Þess
skal og getið að ekki er sama hvernig þetta
er fært í letur, og bent skal á að ýmiskonar
óhróður um menn og málefni sem komast á
prent er ærið lífseigur, og ósjálfrátt hafa
menn tilhneigingu til að telja hann vera
„heimildir,“ án þess þó að skoða trúverð-
ugleika heimildarmannsinns sérstaklega.
Enginn ætti að geta stækkað sjálfan sig
með því að skrifa óhróður uni löngu gengið
fólk, sem voru börn síns tíma, en því er ekki
að neita að mér hefur stundum sýnst að
einhverjir hefðu það að leiðarljósi.
I trausti þess að mér verði íyrirgefm
þessi hnýsni um einkamál fólks, læt ég
þennan þátt koma fyrir sjónir þeirra sem
lesa vilja.
101