Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 12

Heilsuvernd - 01.03.1950, Page 12
4 HEILSUVERND ar. Vísindamönnum hefir tekizt að reikna út göngu him- inhnattanna, en sem betur fer geta þeir ekki raskað göngu þeirra, eins og þeim hefir tekizt að sundra atómunum. — Náttúrulækningastefnan lítur á heilbrigðan mannslíkama sem friðarríki hinna óteljandi fruma, en sjúkdóma hins vegar sem uppreisn, sem líkaminn reynir að útrýma. Eina ráðið til sigurs er að útrýma orsökunum til ófriðarins. Fyrir rúmum áratug var hinn heimsfrægi náttúrulæknir Bircher-Benner frá Sviss fenginn til þess að flytja fyrir- lestra í London. Honum hafði tekizt að lækna fjölda sjúkl- inga með þekkta og óþekkta sjúkdóma, sem aðrir læknar kunnu engin ráð við. Notaði hann náttúrleg ráð, svo sem lifandi fæði og náttúrlegar lífsvenjur. Hann kom upp heilsuhæli, sem hann kallaði „Hinn lifandi kraft“. Dvaldi ég þar um tímá árið 1938, og voru þar þá rúmlega 100 sjúklingar. Sá ég þar marga merkilega hluti, sem kalla mætti lækningakraftaverk, enda náði hælið heimsfrægð. Frá dr. Bircher-Benner hefi ég sagt nánar í 2. hefti HEILSUVERNDAR 1949. Hann telur hinn gamla mæli- kvarða um hitagildi fæðunnar villandi og oft rangan, hinn rétti mlikvarði sé sólarorka fæðunnar, og hann leggur mesta áherzlu á, að fæðan sé fersk og lifandi. 1 byrjun fyrirlestra Bircher-Benners í London kynnti Sir Robert McCarrison hann fyrir áheyrendum á þessa leið: „Vér lifum á tímum hinna mestu framfara á öllum sviðum læknisfræðinnar. Samt sem áður fjölgar sjúkum mönnum stöðugt, og sjúkdómar verða fleiri, sjúkrahús eru byggð, og lyfjum fjölgar. Er nú svo komið, að menn spyrja sjálfa sig með áhyggjusvip, hvort engin leið sé út úr þessu kviksyndi sjúkdómanna. Þessi læknir, Bircher-Benner, bendir oss á þessa leið. Hann er einn hinna fáu starfandi lækna, sem hefir unnið sér heimsfrægð. Til hans leita ekki aðeins sjúkir úr hans heimkynnum, heldur hvaðan- æva að.“ Hér segir McCarrison, þessi heimskunni vísindamaður, það feimnislaust, að sjúkdómar fari vaxandi meðal menn-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.