Heilsuvernd - 01.03.1950, Qupperneq 15
HEILSUVERND
7
konar niðursuðuvörur, m. a. framleiddar úr grænmeti, sem
leyft er að flytja til landsins til þess að eyðileggja það og
margfalda í verði í stað þess að lofa fólki að kaupa það og
eta nýtt og óskemmt og fyrir tiltölulega lágt verð.
Heróp vort ætti að vera: Burt með hvíta hveitið, hvíta
sykurinn, sætindaátið, tóbakið og áfengið. Vér þurfum að
flytja inn ómalað korn og mala það eftir hendinni. Eftir
mölunina verða í því breytingar, sem stefna að því að gera
það að því, sem það áður var, að moldu. Með sölu á forn-
möluðu og oft eiturmenguðu mjöli eru framin hin verstu
svik. Er það ekki líkt og að greiða kaup með krónum,
sem eru 10—20% af verðgildi þeirra? Það bætir ekki úr
skák, þótt fólkið sé svo illa að sér, að það kjósi heldur
verðlágu krónuna.
Fyrsta boðorð réttrar manneldisfræði verður: Lifandi,
náttúrleg og ósoðin jurtafæða, það er fyrsta skilyrðið til
fullkomins þroska og varðveizlu hans. Aðeins slík næring
er trygging fyrir góðri heilsu. En góð heilsa er bezta trygg-
ingin fyrir góðri afkomu þjóðar og einstaklinga.
r**/ r**/
ALÞJÖÐAÞING NÁTTÚRULÆKNA.
Alþjóðafélag náttúrulækna heldur ársþing sitt í júní í siimar
vestur í Wyoming í Bandaríkjunum. Ritstjóri HEILSUVERNDAR
er heiðursfélagi i því og átti þess kost að sitja þingið en varð að
hætta við það vegna gjaldeyrisörðugleika. 1 stað þess hefir hann
verið beðinn að senda þinginu greinargerð yfir heilsufar og lifnaðar-
hætti Islendinga og starf NLFÍ. Mun þessi skýrsla verða lesin á
þinginu ásamt kveðju frá NLFl.
r^/ r*/ r^/
GJAFAEINTÖK.
HJÁLPIÐ OSS TIL AÐ ÚTBREIÐA HEILSUVERND.
Með þessu hefti er áskrifendum sent spjald, sem þeir eru vinsam-
lega beðnir að rita á nöfn tveggja manna, er ekki hafa séð ritið en
líklegt má telja, að muni gerast áskrifendur eða það eigi erindi til.
Mun þá verða sent til þeirra eitt eintak af ritinu ókeyyis.